María Ósk sýnir í Deiglunni 7. júlí til 27. júlí

Myndlistarkonan María Ósk lætur hér í fyrsta sinn að sér kveða á opinberum vettvangi og sýnir bæði teikningar og málverk. Verk Maríu eru margvísleg að gerð en eiga það þó sameiginlegt að vera öll figurative, í dansandi litum og  sveipuð dulúð. María fæddist á Akureyri árið 1987 og útskrifaðist með B.A. gráðu í myndskreytingum frá Designskolen í Kolding í Danmörku í lok júní 2012.Sýningin er opin miðvikudaga til sunnudaga frá 13 til 17.