Fjögur mörk og þrjú rauð spjöld á Þórsvelli.

Það var dramatískur leikur á Þórsvelli í dag þegar Þór tók á móti ÍR í fyrstu deild karla. Leikurinn endaði í 2-2 jafntefli þar sem Axel Kári Vignisson og Andri Björn Sigurðsson skoruðu fyrir ÍR og Sveinn Elías Jónsson og Kristinn Þór Björnsson fyrir Þór. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum en þeir voru Jóhann Helgi, Þórir Guðnason og Marteinn Gauti Andrason.

Þór.

Byrjunarlið: Srdjan Rajkovic(M), Guiseppe P Funicello, Andri Hjörvar Albertsson, Atli Jens Albertsson, Kristinn Þór Björnsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson(F), Orri Freyr Hjaltalín, Ingi Freyr Hilmarsson, Sigurður Marinó Kristjánsson og Robin Strömberg.

Varamenn: Baldvin Ólafsson, Ármann Pétur Ævarsson, Sveinn Leó Bogason(M), Kristjánn Steinn Magnússon, Kristinn Þór Rósbergsson, Halldór Orri Hjaltason og Kristján Páll Hannesson.

Þjálfari er Páll Viðar Gíslason.

ÍR.

Byrjunarlið: Gunnar Hilmar Kristinsson, Axel Kári Vignisson, Marteinn Gauti Andrason, Guðjón Gunnarsson(F), Elvar Páll Sigurðsson, Andri Björn Sigurðsson, Nigel Quashie, Hafliði Hafliðason, Halldór Arnarsson, Þórir Guðnason(M) og Viggó Kristjánsson.

Varamenn: Brynjar Örn Sigurðsson(M), Atli Guðjónsson, Aleksandar Alexander Kostic, Fitim Morina, Jón Gísli Ström, Guðmundur Gunnar Sveinsson og Steinar Haraldsson.

Þjálfari er Andri Marteinsson.

Skiptingar: Gunnar Hilmir Kristinsson fór útaf fyrir Brynjar Örn Sigurðsson sem fór í markið fyrir Þórir Guðnason á 53.mínútu. Hafliði Hafliðason fór útaf fyrir Atla Guðjónsson á 66.mínútu. Andri Björn Sigurðsson fór útaf fyrir Jón Gísla Ström á 71.mínútu. Kristinn Þór Björnsson fór útaf fyrir Kristinn Þór Rósbergsson á 80.mínútu. Robin Strömberg fór útaf fyrir Ármann Pétur Ævarsson á 85.mínútu. Guiseppe P Funicello kom útaf fyrir Kristján Stein Magnússson á 87.mínútu.

Fyrri hálfleikur var frekar rólegur en Þórsarar voru þó betri og náðu að skapa sér nokkur færi en ekkert kom úr því. Fjör færðist í leikinn á 43.mínútu þegar ÍR fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan miðjan teig Þórsara. Axel Kári Vignisson skoraði beint úr aukaspyrnunni. Rétt rúmlega mínútu síðar fékk Jóhann Helgi beint rautt spjald, en mönnum fer ekki  saman um ástæðuna fyrir spjaldinu. Tvennar sögur eru í gangi, annars vegar að Jóhann Helgi hafi sparkað í leikmann ÍR og hins vegar að hann hafi kýlt hann.

ÍR fer með eins marks forystu inn í leikhlé og manni fleiri. Þægileg staða fyrir ÍR að fara með inn í leikhlé.

Staðan bættist svo til muna einugis tveimur mínútum inn í seinni hálfleikinn.  Elvar Páll brunaði upp vinstri kantinn og sendir boltann inn í teig á Andra Björn sem var einn í teignum og skorar auðveldlega framhjá Rajkovic. Þórsarar virtust andlausir í vörninni og uppgjafalegir. Sveinn Elías var hins vegar ekki á sama máli. Þórsara blása til sóknar strax upp úr miðjunni, komast í sókn en ÍR-ingar hreinsa í horn. Sveinn Elías fékk boltann og skorar upp úr hornspyrnunni. Staðan orðin 2-1 eftir 49.mínútur.

Við þetta færðist smá fjör í leikinn. Þórsarar bættu í sóknarleikinn einum færri en ÍR átti nokkrar góðar hraðar sóknir. Á 53. mínútu kemst Kristinn Þór í gott færi, Þórir Guðnason á úthlaup úr markinu en Kristinn setur boltann framhjá honum og Þórir hindrar síðan för hans. Þórður Már Gylfason dómari leiksins sá ekkert athugavert við þetta en Sverrir Gunnar aðstoðardómari veifar hins vegar flagginu. Víti dæmt, en Sverrir Gunnar þarf svo að minna kollega sinn á reglurnar þar sem Þórir er klárlega að ræna Kristni marktækifærinu. Þórir Guðnason fær rautt spjald og skyndilega jafnt í liðum og Þórsarar eiga vítaspyrnu. Kristinn Þór Björnsson fór sjálfur á vítapunktinn og skorar af miklu öryggi.

Þriðja rauða spjaldið kom á 63.mínútu þegar Marteinn Gauti Andrason fékk sitt seinna gula spjald, hann hafði fengið það fyrra einungis fimm mínútum fyrr.

Þórsarar orðnir einum fleyri en náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Þórsarar gerðu tilkall til þess að fá mark á 65.mínútu þegar boltinn virtist fara yfir línuna en dómarinn taldi að svo hefði ekki verið.

Lokatölur 2-2 en Þór fer hins vegar á topp deildarinnar á markatölu.

Myndir Þórir Tryggvason