Stjörnublik í Deiglunni

Glæsileiki, fegurð, fágun, kynþokki – tónlistin, tískan, hattarnir, kjólarnir, hárgreiðslan – demantar, daður og dramatík – allt einkennir þetta The Golden Age of Hollywood sem hófst 1927 með frumsýningu The Jazz Singer og stóð fram yfir 1960. Þessi gullaldartími kvikmyndagerðar í Hollywood er innblástur sýningar Rósu Njálsdóttur, Stjörnublik, sem opnar kl. 13 laugardaginn 16. júní í Deiglunni á Akureyri.

Þar gefur að líta portrett myndir af þeim leikurum og leikkonum – aðeins brot af þeim bestu – sem heilluðu heimsbyggðina hér áður fyrr og gera enn. Myndirnar eru ýmist í lit eða svart/hvítu, málaðar með olíu á striga. Rósa hóf nám í olíumálun árið 2004 og er þetta hennar fjórða einkasýning.

Sýningin verður opin kl. 13-17 frá 16. júní – 1. júlí, alla daga nema mánudag og þriðjudaga.