Sigfús hættur hjá Þór

mynd af heimasíðu Þórs, www.thorsport.is

Sigfús Ólafur Helgason er hættur sem framkvæmdarstjóri Þórs.   Samkvæmt heimasíðu Íþróttafélagsins Þórs óskaði hann eftir því í dag að vera leystur undan störfum sem framkvæmdarstjóri.  Sigfús var þar til nýlega formaður félagsins einnig en núverandi formaður er Árni Óðinsson.  Aðalstjórn félagsins hefur nú þegar tekið fyrir beiðni Sigfúsar og hefur hann nú lokið störfum sem framkvæmdarstjóri.