Ari Trausti með opinn fund á Akureyri


Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi verður með opna fundi á Norðurlandi þar sem rætt verður allt á milli himins og jarðar. Þar mun hann einnig kynna áherslur sínar nái hann kjöri og þá reynslu og þekkingu sem hann hefur til að gegna embættinu. Vonast hann til að sjá sem flesta. Ari Trausti verður á Akureyri föstudaginn 15. júní á Götubarnum klukkan 17:15.

Ari verður einnig á Ólafsfirði 15. Júní kl. 11.30-12:00 á Hótel Brimnesi og á Dalvík kl. 12:30-13:00 á veitingastaðnum Við Höfnina og að lokum á Siglufirði kl. 20:00 á Rauðku, Bláa húsinu.

Ari Trausti og María Baldvinsdóttir