Jafntefli í fyrsta heimaleik KA.

Jafntefli varð niðurstaðan þegar KA og Víkingur R.  mættust á Akureyrarvelli í kvöld. Mörkin skoruðu Egill Atlason og Dávid Diztl.

KA

Byrjunarlið: Sandor Matus(M), Gunnar Valur Gunnarsson, Þórður Arnar Þórðarson, Guðmundur Óli Steingrímsson, Brian Gilmour, Dávid Diztl, Jóhann Helgason, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Elmar Dan Sigþórsson(F), Darren Lough, Jakob Hafsteinsson.

Varamenn:  Haukur Hinriksson, Srdjan Tufegdiz, Gunnar Örvar Stefánsson, Bjarki Baldvinsson, Ævar Ingi Jóhannesson, Kristján Freyr Óðinsson, Fannar Hafsteinsson(M).

Þjálfari er Gunnlaugur Jónsson.

Víkingur R.

Byrjunarlið: Skúli Sigurðsson(M), Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Reynir Leósson, Halldór Smári Sigurðsson, Davíð Örn Atlason, Kristinn Jóhannes Magnússon(F), Hjörtur Júlíus Hjartarson, Egill Atlason, Sigurður Egill Lárusson, Gunnar Helgi Steindórsson, Evan Schwartz.

Varamenn: Magnús Þormar(M), Christopher Francis Ross, Tómas Guðmundsson, Marteinn Briem, Helgi Sigurðsson, Patrik Snær Atlason, Aron Elís Þrándarson.

Þjálfari er Ólafur Þórðarson.

Skiptingar: Elmar Dan fór útaf meiddur fyrir Haukur Hinriksson á 23.mínútu. Hallgrímur Mar fór útaf fyrir Ævar Inga eftir klukkutíma leik. Aron Elís Þrándarson kom inn á fyrir Gunnar Helga á 63.mínútu.  Þorvaldur Sveinn skiptir við Patrik Snær á 74.mínútu. Hjörtur Júlíus kom útaf fyrir Helga Sigurðsson á 79.mínútu. Gunnar Örvar skiptir við Guðmund Óla á 87.mínútu.

Víkingur stjórnaði leiknum í frekar tíðindalitlum fyrri hálfleik. Víkingur átti þrjú dauðafæri en KA menn lumuðu á einu á móti. Annars var lítið að gerast í fyrri hálfleik.

Sigurður Egill Lárusson átti fyrsta dauðafærið þegar hann skaut í stöngina eftir að hafa fengið boltann eftir mikið klafs í teignum uppúr hornspyrnu snemma leiks. Hann var svo aftur að verki á 13.mínútu þegar hann fékk stungusendingu innfyrir en Sandor sá við honum.

KA átti svo sitt færi á 30.mínútu þegar Jóhann Helgason fékk boltann inn í teig og nær að snúa og á gott skot en Skúli nær að slá hendi í boltann og í horn.

Víkingur náði svo forystunni á 36.mínútu eftir að Egill Atlason nær að pota boltanum í markið eftir misskiling í vörninni hjá Gunnari Val og Sandor Matus.  Það var búið að vera mikið klafs í teignum og fyrir utan. Fyllilega verðskuldað hjá Víkingum sem stjórnuðu leiknum alveg.

KA menn voru meira með boltann í seinni hálfleik en náðu þó ekki upp hraða í sókninni og Víkingar áttu í litlum vandræðum með að stoppa sóknir KA-manna. Víkingur  fékk fyrsta dauðafæri seinni hálfleiks þegar Gunnar Helgi fékk stungusendingu á 53.mínútu. Gunnar Valur nær þó að bjarga með flottri tæklingu.

KA átti svo tvö langskot og virtust vera að reyna nýta vindinn sem þeir höfðu í bakið í seinni hálfleik. Jóhann Helgason reyndi fyrir sér á 55.mínútu og svo Guðmundur Óli  tíu mínútum seinna. Guðmundi Óla gekk þó aðeins betur þar sem hann hitti á markið en Skúli varði frá honum.

Á 74.mínútu skorar Dávid Diztl eftir aukaspyrnu frá Brian Gilmour en Dávid var dæmdur rangstæður. Hann var ekki lengi að bæta fyrir það og skallaði fyrirgjöf Jakobs af hægri kanti í markið aðeins tveimur mínútum seinna.

Má kannski segja að þetta sé sanngjörn niðurstaða þar sem KA var betri í þeim seinni. Lokatölur 1-1.

Myndir: Þórir Tryggvason