Sandra María Jessen hetja Íslands

Þessa daganna tekur Íslenska stúlknalandslið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára þátt í milliriðli Evrópukeppninnar sem fram fer í Belgíu. Fyrsti leikur Íslenska liðsins var gegn Englendingum á föstudaginn. Í Íslenska landsliðinu eru þrír leikmenn úr Þór/KA þ.e. Sandra María Jessen, Lára Einarsdóttir og Oddný Karólína Hafsteinsdóttir.

Eins og fyrr segir hóf Ísland keppni á því að mæta Englendingum og það var hin unga og efnilega Sandra María Jessen sem skoraði sigurmark Íslands á 14. mínútu. Sandra María og Lára voru báðar í byrjunarliði Íslands en Oddný Karólína var á varamannabekknum og kom ekki við sögu í leiknum.

Næsti leikur liðsins verður á morugn sunnudaginn 15. apríl en þá mætir liðið Sviss og loka leikurinn í riðlinum verður miðvikudaginn 18. apríl og þá mætir liðið Belgum.

Staðan í riðlinum og næstu leikir