Síðamót Íslands úrslit og myndir frá keppni laugardagsins

Í gær fór fram keppni í skíðagöngu með frjálsri aðferð og er óhætt að segja  að Akureyringar hafi verið sigursælir Sindri Freyr Kristinsson sigraði í flokki drengja 17-19 ára, Veronika Lagun sigraði í flokki  kvenna og Vadim Gusev í karlaflokki.

Í svígi kvenna var María Guðmundsdóttir SKA tvöfalgur Íslandsmeistari. María sigraði í fullorðinsflokki, sem og í 17-19 ára.

Í svígi karla urðu þeir Sigurgeir Halldórsson og Einar Kristinn úr SKA Íslandsmeistarar.  Sigurgeir sigraði í karla flokki og Jakob Helgi Bjarnason Dalvík varð annar og Einar Kristinn Kristgeirsson SKA þriðji Einar sigraði einnig í flokki 17-19 ára. Annar í flokki 17-19 ára varArnar Geir Ísaksson SKA og í því þriðja varð Magnús Finnsson einnig úr SKA.

 

Öll nánari úrslit er að finna á vef Skíðafélagsins. Í dag verður keppni framhaldið.

Ármann Hinrik var í fjallinu í gær og tók hann meðfylgjandi myndir úr keppni í göngu.