Ungbarnanudd

Dilla og Heiða senda frá sér bók núna fyrir jólin sem er frábær gjöf fyrir nýbakaða foreldra eða til væntanlegra foreldra.  Nudd hefur fylgt manninum frá örófi alda. Í þessari gullfallegu bók fer Dilla yfir aðferðir sem eru ætlaðar til að nálgast barnið þitt, tengjast því og örva snertiskynið með nuddi.

Höfundur bókarinnar, Dilla, hefur 20 ára reynslu af ungbarnanuddi og setur sitt persónulega mark á leiðbeiningarnar sem allar eru sýndar á skýran og einfaldan hátt með fallegum litmyndum Heiðu ljósmyndara (www.heida.is).
Sá kærleikur sem þú lærir að miðla í gegnum hendurnar með ungbarnanuddi er kær leikur sem setur mark sitt á barnið þitt til lífstíðar. Því vilja höfundar bókarinnar fyrst og fremst miðla til þín. Eigðu kærleiksríkar nuddstundir með barninu þínu. Falleg gjöf handa öllum foreldrum.

Útgefandi Ungbarnanudds er: Tindur.  Bókin fæst í öllum betri bókaverslunum.