Jólasamvera eldri borgara í Glerárkirkju

 Í ár verður jólasamvera eldri borgara í Glerárkirkju föstudaginn 16. desember kl. 15:00. Níels Árni Lund, skrifstofustjóri verður gestur samverunnar. Hann er mikilvirkur gamanvísnasöngvari og hefur gefið út geisladisk með eigin textum við þekkt lög. Einnig hefur hann gefið út bókina Af heimaslóðum sem segir frá lífi fólksins á Melrakkasléttu auk þess sem hann vinnur að annarri bók um sama svæði. Níels Árni mun flytja jólahugvekju auk þess sem hann mun taka lagið og flytja skemmtilegan fróðleik.