Um 100 manns í röð eftir miðum á Mugison

Það myndaðist löng röð eftir miðum.

Klukkan 13 í dagvoru gefnir miðar á tónleika Mugison sem verða á Græna hattinum næsta föstudagskvöld.  Það verða haldnir tvennir tónleikar, kl. 20 og 23.  Mikil eftirspurn var eftir miðum og þegar Haukur opnaði þá voru um 100 manns í röðinni.