KA tapar með þremur á Akureyrarvelli.

KA_IA_02KA og ÍA mættust í kvöld í tíundu umferð 1. deildarinnar. Dean Martin fyrrverandi spilandi þjálfari KA mætti sínu gömlu félögum og lærisveinum í KA og var kannski við hæfi að hann ætti fyrsta skot kvöldsins. Mörk ÍA skoruðu hins vegar Guðjón Heiðar, Ólafur Valur og Hjörtur Júlíus með tvö. Guðmundur Böðvar skoraði svo sjálfsmark.

Lið KA.

Sandor Matus(M), Haukur Heiðar Hauksson(F), Jón Heiðar Magnússon, Þórður Arnar Þórðarson, Elvar Páll Sigurðsson, Davíð Rúnar Bjarnason, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Ómar Friðriksson(útaf á 74.mín.), Hafþór Þrastarson, Sigurjón Fannar Sigurðsson og Daniel Jason Howell(útaf á 86. mín.).

Varamenn.

Davíð Örn Atlason, Arnór Egill Hallsson(inn á 86.mín.), Ívar Guðlaugur Ívarsson, Steinn Gunnarsson(inn á  74.mín.), Boris Lumbana, Jakob Hafsteinsson og  Fannar Hafsteinsson(M).

Þjálfari er Gunnlaugur Jónsson

Lið ÍA.

Árni Snær Ólafsson(M), Aron Ýmir Pétursson, Reynir Leósson, Heimir Einarsson(F), Gary John Martin, Mark Doninger, Hjörtur Júlíus Hjartarson(útaf á 86.mín.), Ólafur Valur Valdimarsson(útaf á 65. mín.), Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Dean Edward Martin(útaf á 86. mín.) og Guðjón Heiðar Sveinsson.

Varamenn.

Páll Gísli Jónsson(M), Hlynur Hauksson, Ragnar Leósson(inn á 86.mín.), Fannar Freyr Gíslason, Eggert Kári Karlsson(inn á 86.mín.), Einar Logi Einarsson og Andri Geir Alexandersson.

Þjálfari er Þórður Þórðarson.

ÍA menn mættu sterkir til leiks og byrjuðu af miklum krafti. Það tók þá ekki nema 6 mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Mark Doningar með aukaspyrnu af vinstri kant og boltinn fer yfir varnarmenn KA og þar var mættur Guðjón Heiðar Sveinsson sem setur boltann í þverslánna og inn. Flott byrjun og ÍA menn sýndu hvers megnugir þeir væru. Þeir héldu yfirbyrðum sínum áfram og pressuðu KA menn stíft. KA menn lentu svo tveimur mörkum undir eftir 18. mínútur. Aftur kom boltinn frá vinstri en Gary Martin kom með góða fyrirgjöf á Ólaf Val sem að potar boltanum á fjærstöng.

ÍA var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og munurinn hefði getað verið meiri. Staðan 0-2 í hálfleik og KA menn þurfa að rífa sig upp til eiga möguleika á stigi úr þessum leik.

KA menn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en það dugði ekki til í ÍA komst í 0-3 eftir 52. mínútur. Gary Martin aftur með fyrirgjöf en nú af hægri kanti. Sendingin ratar beint á Hjört Júlíus sem skallar boltann í netið. Níu mínútum seinna á Haukur Heiðar fasta fyrirgjöf inn í teig Skagamanna. Boltinn hrekkur af Guðmundi Böðvari varnarmanni ÍA og inn í markið. Staðan orðin 1-3 á 61.mínútu og KA menn verið að sækja í sig veðrið.

ÍA fær svo horn á 80. mínútu. Mark Doninger tekur það og Hjörtur Júlíus nær góðum skalla og boltinn í netið. Liðin skiptust svo á að sækja síðustu mínúturnar en ekki voru fleiri mörk skoruð.

Úrslitin 1-4 og verðskuldaður sigur Skagamanna sem styrktu stöðu sína á toppnum með þessum sigri en KA heldur 10. sæti með 10 stig.

Næsti leikur KA er á þriðjudaginn 12. júli á Torfnesvelli á Ísafirði á móti BÍ/Bolungarvík.

KA_IA_01

KA_IA_03

KA_IA_04