Útgáfutónleikar Ingu Eydal á Græna hattinum

Inga Eydal gefur út sinn fyrsta sólódisk í dag.Á morgun kemur út fyrsta sólóplata söngkonunnar Ingu Eydal. Inga hefur sungið frá barnsaldri, lengst af með hljómsveit föður síns, Ingimars Eydal, og síðar með eigin hljómsveit. Meðleikarar Ingu og útsetjarar plötunnar ásamt henni eru Karl Olgeirsson á píanó, Jón Rafnsson á kontrabassa, Benedikt Brynleifsson á trommur og slagverk og Jón Elvar Hafsteinsson á gítara. Í tilefni útgáfunnar heldur Inga tónleika á Græna hattinum annað kvöld og hefjast þeir klukkan 21.00.