Sex ungir ljósmyndarar sýna á Bláu könnunni

Ljósmyndasýning á Bláu könnunniÍ kvöld opnar samsýning áhugaljósmyndara frá Akureyri á kaffihúsinu Bláu könnunni í Hafnarstræti. Þar sýna sex ljósmyndarar verk sín sem hafa orðið til á síðustu árum, hér á Akureyri og víðar um land.

„Við höfum flest verið að fást við götulíf og mannlífsmyndir, með einstaka undantekningum þó. Myndirnar eru allar teknar á svarthvítar filmur og við framköllum sjálf og stækkum,“ segir Sigurjón Már Svanbergsson, einn ljósmyndaranna, en auk hans sýna Elvar Freyr Pálsson, Friðjón Snorrason, Hugi Hlynsson, Hörður Edvinsson og  Marta Kusinska.

Sýningin opnar klukkan átta í kvöld og eru allir velkomnir.