Hlutfall kvenna á framboðslistum lægst í Norðausturkjördæmi

Þuríður Backman er ein kvenna í öruggu þingsæti

Þuríður Backman er ein kvenna í öruggu þingsæti

Konur eru hvergi færri á framboðslistum en í Norðausturkjördæmi. Af 140 frambjóðendum í kjördæminu eru aðeins 56 konur í kjöri nú á laugardag. Aðeins ein kona leiðir lista í kjördæminu, en það er Ásta Hafberg Sigmundsdóttir, sem fer fyrir Frjálslynda flokknum. Frjálslyndir hafa þó aldrei fengið mann kjörinn í kjördæminu og verður því að telja þetta mjög ólíklegt þingsæti. Huld Aðalbjarnardóttir á Húsavík skipar þriðja sæti á lista Framsóknar, en flokkurinn fékk þrjá menn kjörna í síðustu kosningum. Hún á því nokkra möguleika á þingsæti. Jónína Rós Guðmundsdóttir frá Egilstöðum á einnig raunhæfa möguleika á þingsæti sem þriðji maður á lista Samfylkingarinnar. Hins vegar er ljóst að Arnbjörg Sveinsdóttir, sem skipar þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokki, þarf að berjast mikið til að halda þingsæti sínu, enda hefur flokkurinn tapað miklu fylgi og hún færst niður um sæti frá síðustu kosningum. Þuríður Backman er eina konan sem segja má að sé í öruggu þingsæti, en hún skipar annað sæti á lista Vinstri-Grænna.


Konur á framboðslistum í Norðausturkjördæmi:

B-listi Framsóknarflokksins
3. Huld Aðalbjarnardóttir, menningar- og fræðslufulltrúi, Norðurþingi.
5. Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Fjarðabyggð.
6. Hallveig Höskuldsdóttir, leiðtogi í málmvinnslu, Fjarðabyggð.
8. Anna Kolbrún Árnadóttir, sérkennari, Akureyri.
10. Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri, Dalvíkurbyggð.
12. Líneik Anna Sævarsdóttir, skólastjóri, Fjarðabyggð.
14. Guðmunda Vala Jónasdóttir, leikskólastjóri, Fljótsdalshéraði.
16. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri, Skútustaðahreppi.
18. Borghildur Sverrisdóttir, hótelstjóri, Vopnafirði.
20. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, Grýtubakkahreppi.

D-listi Sjálfstæðisflokksins
3. Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Seyðisfirði
5. Anna Guðný Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri, Akureyri
7. Kristín Linda Jónsdóttir, bóndi og ritstjóri, Þingeyjarsveit
8. Elín Káradóttir, framhaldsskólanemi, Egilsstöðum
10. Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, búfræðingur og húsmóðir, Eyjafjarðarsveit
12. Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir, háskólanemi, Siglufirði
15. Kristín Ágústsdóttir, landfræðingur, Norðfirði
17. Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi og fatahönnuður, Egilsstöðum
19. Anna Björg Björnsdóttir, húsmóðir, Akureyri

F-listi Frjálslynda flokksins
1. Ásta Hafberg Sigmundsdóttir, verkefnastjóri Akureyri
4. Stella Björk Steinþórsdóttir, fiskverkakona Neskauptstað
7. Ingibjörg H. Stefánsdóttir, verslunarstjóri Djúpavogi
10. Gunnur Lilja Júlíusdóttir, nemi Akureyri
13. Hólmfríður Helga Björnsdóttir, heimavinnandi Hauganesi

O-listi Borgarahreyfingarinnar
2. Björk Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri, Lagarfelli 25
4. Ragnhildur Arna Hjartardóttir, Drekagil 28-403
5. Rakel Sigurgeirsdóttir, framhaldsskólakennari, Skarðshlíð 26b
7. Rannveig Þórhallsdóttir, Hafnargata 42
9. Erna Kristín Kristjánsdóttir, kennari, Hólatún 1
10. Sigurbjörg Árnadóttir, lækjargata 4
14. S. Arna Arngeirsdóttir, skálateigur 1
19. Hansína Sigurgeirsdóttir, Geislafræðingur, Björtuhlíð 11

P-listi Lýðræðishreyfingarinnar (óraðaður listi)
Erna Rós Magnúsdóttir, Bjallarvaði 1, Reykjavík, Kaupmaður
Guðný Rut Hafsteinsdóttir, Frjóakur 8, Garðabæ, Nemi
Ingibjörg A.Jónsdóttir, Aðalgata 1, Blönduós, Nemi
Natalía Wium, Vogasel 1, Reykjavík, Lögfræðingur

S-listi Samfylkingarinnar
3. Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari
5. Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur
7. Herdís Björk Brynjarsdóttir, verkakona
8. Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri
10. Erna Indriðadóttir, framkvæmdarstjóri
11. Elfa Hlín Pétursdóttir, safnstjóri
14. Kristbjörg Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri
16. Þórunn Þorsteinsdóttir, fyrrv. stöðvarstjóri
18. Eydís Ásbjörnsdóttir, hársnyrtimeistari

V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
2. Þuríður Backman, alþingismaður
4. Bjarkey Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
6. Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir, leikskólakennari
8. Ingunn Snædal, grunnskólakennari
10. Ásta Svavarsdóttir, grunnskólakennari
12. Júlíana Garðarsdóttir, nemi
14. Jóhanna Gísladóttir, aðstoðarskólastjóri
16. Ríkey Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri
18. Sigríður Hauksdóttir, tómstundafulltrúi
20. Málmfríður Sigurðardóttir, fyrrverandi alþingiskona