Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fer fram laugardaginn 14. mars nk. og lýkur kjörfundi kl. 18.  Talning fer fram í húsnæði flokksins í Kaupangi v/Mýrarveg
sunnudaginn 15. mars.  Niðurstöður verða kynntar á Hótel Kea og hefur salur verið tekinn í leigu frá kl. 17 til 20.  Nokkuð erfitt er að spá um tímasetningar og vera kann að þessi tímasetning breytist og þá frekar að þetta verði eitthvað fyrr að deginum.

 Nánari upplýsingar þar um verða sendar þegar nær dregur og einnig eru menn beðnir um að fylgjast með á vefritinu www.islendingur.is