Skólar

Góðir gestir frá Randers

Skrifað 10. september 2014 klukkan 08:35 | | Framhaldsskólar, Fréttir, Skólar |
Dönsku gestirnir ásamt Jóhannesi og Hjalta Jóni Sveinssyni skólameistara. Mynd akureyri.is

Dönsku gestirnir ásamt Jóhannesi og Hjalta Jóni Sveinssyni skólameistara. Mynd akureyri.is

Síðustu daga hefur fjórtán manna hópur frá Randers Social og Sundhedsskole í Danmörku verið í heimsókn á Akureyri. Samstarf hefur komist á milli VMA og þessa danska skóla í vinabæ Akureyrar vegna þess að í báðum skólum er sjúkraliðanám. Af þeim sökum m.a. hafa nemendur komið frá Randers til Akureyrar og tekið hluta af sínu starfsnámi hér og það sama gildir um sjúkraliðanema í VMA. Dönsku gestirnir áttu fund með stjórnendum VMA á mánudag.

Jóhannes Árnason, kennari við VMA og verkefnastjóri erlendra samskipta, hitti hópinn sl. laugardag þegar fólkið kom til Akureyrar og á sunnudag fór hann með hópnum í ferð til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar þar sem Síldarminjasafnið var meðal annars skoðað. Á mánudag heimsóttu Danirnir síðan dvalarheimili aldraðra á Hlíð og einnig var einn af leikskólum Akureyrar heimsóttur en nýlega var gerður samningur þessa danska skóla við leikskólann Kiðagil um að nemendi frá skólanum verði um tíma í starfsnámi þar frá og með 19. september nk. Deginum lauk síðan með fundi Dananna með stjórnendum VMA.

Jóhannes Árnason segir að heimsókn fulltrúa Randers Social og Sundhedsskole í Randers sé til marks um að skólinn vilji styrkja enn frekar samvinnu við vinabæinn Akureyri og stofnanir hér, VMA meðtalinn, og einnig vilji Danirnir kynna sér starfsemi þeirra stofnana þar sem nemendur frá skóla þeirra í Randers taki hluta af verknámi sínu en þeir eru hér jafnan í nokkrar vikur í senn.

Frétt af Akureyri.is


Nýr rektor við Háskólann á Akureyri kominn til starfa

Skrifað 02. júlí 2014 klukkan 10:59 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |
Eyjólfur Guðmundsson tekur við lyklavöldum úr hendi af Stefáni B. Sigurðssyni fráfarandi Rektors HA

Eyjólfur Guðmundsson tekur við lyklavöldum úr hendi af Stefáni B. Sigurðssyni fráfarandi Rektors HA

Dr. Eyjólfur Guðmundsson tók formlega við starfi rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014 af Stefáni B. Sigurðssyni sem gegnt hefur stöðu rektors síðastliðin fimm ár.

Eyjólfur hefur starfað hjá CCP síðast¬liðin sjö ár sem aðalhagfræðingur fyrirtækisins. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og lauk BS-gráðu í hagfræði frá Há¬skóla Íslands árið 1992. Eyjólfur lauk doktors¬prófi í sömu fræðigrein frá Rhode Island University í Bandaríkjunum árið 2001. Á þeim tíma starfaði Eyjólfur við Háskólann á Akureyri þar sem hann starfaði í sjö ár, síðustu árin sem deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar skólans, áður en hann var ráðinn til CCP. Nánar »


Nemendur úr MA hlutu styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands

Skrifað 27. júní 2014 klukkan 10:56 | | Framhaldsskólar, Fréttir, Skólar |

Menntaskolinn MAFyrr í vikunni tóku tveir nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Þeir voru í hópi 26 nemenda sem fengu slíkan styrk en nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja þeir allir nám við Háskóla Íslands í haust.

Nemendur tveir eru Halldóra Sigríður Halldórsdóttir og Kristín Kolka Bjarnadóttir.  Nánar »


179 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri í dag.

Skrifað 17. júní 2014 klukkan 21:07 | | Framhaldsskólar, Fréttir, Skólar |
Mynd: Sverrir Páll

Mynd: Sverrir Páll

Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 134. sinn í dag, þriðjudaginn 17. júní. Jón Már Héðinsson skólameistari sleit skóla, fulltrúar afmælisárganga og nýstúdenta fluttu ávörp og nemendur léku tónlist.

Í ræðu talaði skólameistari um  hlutverk skólans og gat þess að í nýrri námskrá MA kæmi fram að skólinn væri skapandi lærdómsstofnun sem byggi nemendur undir framtíðina. Mikilvægt væri að nemandinn tæki ábyrgð á námi sínu og spyrði spurninga sem kennarinn hjálpaði til við að tengja markmiðum skólans og lífsins. Hefðbundinni nálgun náms væri ögrað strax á fyrsta ári í stórum áföngum, menningarlæsi og náttúrulæsi. Námskráin hafi verið gerð innan veggja skólans og hún sé lifandi og í reglulegri endurskoðun. „Til þess að ná góðum árangri þarf æfingu en hún þarf að vera merkingarbær og vekja áhuga. Menntun þarf sinn tíma og atriði eins og æfing í lýðræði, siðfræði og gagnrýninni hugsun þarf einstaklingsbundinn tíma. Við setjum okkur það markmið að mennta nemendur sem sjálfstæða borgara með sterka samfélagsvitund.“  Nánar »


Skólaslit Menntaskólans á Akureyri 2014

Skrifað 16. júní 2014 klukkan 20:31 | | Framhaldsskólar, Fréttir, Skólar |

Menntaskolinn MAMenntaskólanum á Akureyri verður slitið með athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun, þriðjudaginn 17. júní. Athöfnin hefst klukkan 10, en hús stendur opið frá klukkan 9.

Að þessu sinni verða brautskráðir 179 stúdentar, en þetta er í fyrsta sinn sem brautskráðir eru nemendur sem hafa stundað nám samkvæmt nýrri námskrá MA.  Nánar »


Úthlutun úr Háskólasjóði KEA

Skrifað 14. júní 2014 klukkan 19:51 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

KEA 2Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA og Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri, afhentu í dag styrki úr Háskólasjóði KEA við athöfn sem fram fór á Sólborg, húsnæði Háskólans á Akureyri við Norðurslóð.

Að þessu sinni voru veittir átta  rannsóknastyrkir en fimmtán umsóknir bárust sjóðnum. Við úthlutun úr sjóðnum er horft til þess að verkefnin tengist starfsemi skólans. Einnig hlutu þrír nemar viðurkenningu fyrir góðan námsárangur við brautskráningu úr háskólanum, sem fram fór í dag. Þetta er í tólfta sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA og var heildarupphæð styrkja 4,1 mkr.

Eftirtalin rannsóknaverkefni fengu styrk úr Háskólasjóði KEA:

Vaxandi áhugi og áhrif ríkja í Asíu á málefnum heimskautanna: Sjónarhorn frá Íslandi

Rannsóknamiðstöð ferðamála – Edward Huijbens

Kr. 400.000,-

Viðhorf, kunnátta og vilji Íslendinga til að aðlagast loftslagsbreytingum

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri – Eva Halapi      

Kr. 600.000.-

Ráðstefna um nýtingu loðnu

Viðskipta- og raunvísindasvið – Hörður Sævaldsson

Kr. 400.000.-

Hvers vegna eru útlendingar svona ánægðir hér ?

Hug- og félagsvísindasvið – Markus Meckl

Kr. 400.000.-

Hugleikur – samræður til náms

Miðstöð skólaþróunar og kennaradeild – Sólveig Zophoníasdóttir

Kr 300.000.-

Norðurslóðir á 21. öld

Hug- og félagsvísindasvið – Rachael Lorna Johnstone

Kr 200.000.-

Vaðlaheiðargöng – samfélagsáhrif

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri – Hjalti Jóhannesson

Kr 1.000.000.-

Auðlindasetur

Viðskipta- og raunvísindasvið – Ögmundur Knútsson

Kr 700.000.-

Eftirtaldir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:

Viðskipta- og raunvísindasvið:

Baldur Ingi Karlsson

Kr. 50.000,-

Heilbrigðisvísindasvið:

Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir

Kr. 50.000,-

Hug- og félagsvísindasvið:

Heiðar Ríkharðsson

Kr. 50.000,-


327 kandídatar brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri í dag.

Skrifað 14. júní 2014 klukkan 19:36 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |
Kandidatar sem hlutu heiðursviðurkenningar Góðvina Háskólan.

Kandidatar sem hlutu heiðursviðurkenningar Góðvina Háskólan.

Í dag voru 327 kandídatar brautskráðir á Háskólahátíð Háskólans á Akureyri sem þótti heppnast afar vel. Athöfnin fór fram í fyrsta sinn í glæsilegum húsakynnum skólans. Háskólaárið 2013-2014 stunduðu um 1700 nemendur nám á þremur fræðasviðum við Háskólann á Akureyri. Skipting kandídata eftir því hvort þeir voru í staðarnámi, fjarnámi eða lotunámi var eftirfarandi:  Nánar »


Háskólahátíð Háskólans á Akureyri – brautskráning 14. júní 2014

Skrifað 13. júní 2014 klukkan 14:06 | | Háskólinn, Skólar |

Haskolinn 2014Á morgun, laugardaginn 14. júní kl. 11:00 fer fram brautskráning frá Háskólanum á Akureyri. Athöfnin fer í fyrsta sinn fram í glæsilegum húsakynningum skólans.

Háskólaárið 2013-2014 stunduðu um 1700 nemendur nám á þremur fræðasviðum við Háskólann á Akureyri. Í ár verða 326 kandídatar brautskráðir á háskólahátíðinni. Af þessum hópi hafa margir stundað fjarnám fyrir milligöngu háskólasetra og símenntunarmiðstöðva víða um land.  Nánar »


HÁSKÓLINN Á AKUREYRI FÆR BESTU EINKUNN

Skrifað 13. júní 2014 klukkan 11:53 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Haskolinn 2014Niðurstöður Gæðaráðs íslenskra háskóla á úttekt á gæðum náms við Háskólann á Akureyri hafa nú verið gerðar opinberar.

Gæðaráð íslenskra háskóla starfar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og er úttektin liður í skipulegu eftirliti Gæðaráðs með gæðum náms við íslenska háskóla.  Nánar »


Góð aðsókn í nám í VMA

Skrifað 11. júní 2014 klukkan 23:14 | | Framhaldsskólar, Fréttir, Skólar |

VMAInnritun á haustönn gengur vel og lítur út fyrir að skólinn verði þétt setinn að vanda. Nemendur verða um 1250-1300 og verða nýnemar heldur fleiri en á síðasta ári. Áberandi er mikill áhugi á námi í tæknigreinum og hefur aðsóknin að sumum deildum þar aldrei verið jafnmikil; eins og í grunndeild málm- og véltæknigreina og grunndeild rafiðna. Aðsókn á aðrar brautir skólans er jafnframt góð og má búast fjörugu skólaári 2014-2015. Þá er þess að geta að á síðasta skólaári voru 260 nemendur brautskráðir frá VMA. Þetta kemur fram á vef Verkmenntaskólans.


ÖRVERUR Á NORÐURSLÓÐUM – námskeið við Háskólann á Akureyri

Skrifað 07. júní 2014 klukkan 20:40 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

HaskolinnAlþjóðlegt námskeið um örveruvistfræði norðurslóða (Arctic Microbial Ecology) verður haldið í þriðja sinn í Háskólanum á Akureyri dagana 15. til 28. júní næstkomandi. Að þessu sinni standa fjórir háskólar að námskeiðinu, Háskólinn á Akureyri, University of Reading, Jacobs University Bremen og Universiteit Gent, en auk þess koma að námskeiðinu kennarar frá Universidad Pública de Navarra, Íslenskum Orkurannsóknum, Náttúrufræðistofnun, Hafrannsóknastofnuninni og Sjávarútvegsmiðstöðinni. Nemendur verða í ár 33 talsins.  Nánar »


Aukin aðsókn í nám við Háskólann á Akureyri

Skrifað 06. júní 2014 klukkan 12:26 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Solborg_JuliVið lok umsóknarfrests um nám við Háskólann á Akureyri fyrir haustönn 2014 hafa borist 7% fleiri umsóknir samanborið við árið á undan. Vaxandi áhugi er á þeim námsleiðum sem aðrir háskólar á Íslandi eru ekki að bjóða upp á, ásamt öðrum vinsælum námsleiðum.  Nánar »


Vorhlaup Heilsuleikskólans Krógabóls – Hreyfing til góðs

Skrifað 21. maí 2014 klukkan 13:44 | | Fréttir, Leikskólar, Skólar |

Vorhlaup KrogabolÍ dag 21.maí var haldið vorhlaup heilsuleikskólans Krógabóls á Þórsvellinum við Hamar. Allar deildir leikskólans mættu og tóku þátt.  Byrjað var á upphitun, teygjum og dansi hjá Sólveig Bennýjar sem sér um hreyfistundir á Krógabóli.  Eftir upphitun hljóp síðan hver deild í einu og voru verðlaunin að taka þátt og gera sitt besta. Frábærir og duglegir krakkar á Krógabóli.  Nánar »


ÖFLUG ÁFRAM!

Skrifað 19. maí 2014 klukkan 14:20 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Solborg_JuliMálþing félags eldri borgara og heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri

Félag eldri borgara á Akureyri og heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri efna til málþings um tækifæri og áskoranir efri áranna undir yfirskriftinni Öflug áfram! Á málþinginu verða fjölmörg erindi, meðal annars um starfslok, heilbrigði auk erindis Andra Snæs Magnasonar rithöfundar um tímann og vatnið. Þá syngur kór eldri borgara og boðið verður upp á leiklestur ásamt pallborðsumræðum.

Málþingið er ókeypis og öllum opið.

Nánar »


Fyrsta útskrift leiðsögumanna á norðurlandi

Skrifað 14. maí 2014 klukkan 14:23 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Utskrift leidsogumannaSímenntun Háskólans á Akureyri útskrifaði 30 nemendur úr Leiðsögunámi þann 13. maí síðastliðinn. Þetta er í fyrsta skipti sem útskrifað er úr slíku námi utan höfuðborgarsvæðisins. Útskrifaðir nemendur geta fengið aðild að Félagi leiðsögumanna. Námið var byggt á námskrá fyrir leiðsögunám í samstarfi við Leiðsöguskólann og Samtök ferðaþjónustunnar og stunduðu nemendur nám í tvær annir.  Nánar »