Skólar

Getum við stofnað nýtt NASA (Norður-Atlantshafssamband) þjóða á norðurslóðum?

Skrifað 07. apríl 2014 klukkan 17:25 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Sólborg_júlíMiðvikudaginn 9. apríl kl. 12.00-13.00 mun Högni Hoydal, sagnfræðingur, flytja erindið Getum við stofnað nýtt NASA (Norður-Atlantshafssamband) þjóða á norðurslóðum?

Loftslagsbreytingar, nýjar auðlindir, nýjar siglingaleiðir og mikill þrýstingur stórvelda og alþjóðlegra stórfyrirtækja hefur sett Norður-Atlantshafssvæðið og Norðurheimskautið í brennidepil í heiminum. Íslandi, Færeyjum og Grænlandi hefur enn ekki tekist að byggja upp raunverulegt pólitískt samstarf, sem getur tryggt sameiginlega hagsmuni, réttindi og kraft til að taka ákvarðanir um þróun til framtíðar á norðurslóðum. Nú síðast hefur makríl- og síldarstríðið sýnt að klofningur skapast á milli landanna í mikilvægum pólitískum málum.

Í erindi sínu mun Högni m.a. svara spurningunni um hvort hægt sé að stofna samband Norðuratlandshafsþjóða (nýtt NASA)? Hvaða kosti gæti slíkt samband haft, hvað kröfur gerði það til landanna – og hverjar eru helstu hindranir í vegi fyrir stofnun slíks sambands? Og hvaða hlutverk gæti hugsanlega sjálfstætt Skotland haft í sambandi Norður-Atlantshafsþjóða.

Högni Hoydal er fæddur í Kaupmannahöfn 1966. Hann er sagnfræðingur að mennt og hefur setið á færeyska þinginu – Lögtinget – fyrir Þjóðveldisflokkinn frá árinu 1998. Áður starfaði hann sem fréttamaður á ríkissjónvarpi Færeyja. Hann var dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra landsins frá 1998 til 2003. Árið 2001 var hann kjörinn fulltrúi Færeyja á danska þjóðþinginu – Folketinget – þar átti hann sæti í 10 ár eða til 2011, með hléum þá er hann gegndi ráðherraembætti. Árið 2008 varð Högni utanríkisráðherra Færeyja en því embætti gegndi hann í eitt ár.

Félagsvísindatorgið verður í stofu M102 og er opið almenningi án endurgjalds.


Félagsvísindatorg við HA ,,Frá hrunkosningum til ESB-kosninga?“

Skrifað 31. mars 2014 klukkan 09:47 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Gretar Thor EythorssonMiðvikudaginn 2. apríl mun dr. Grétar Þór Eyþórsson Prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri flytja erindið  ,,Frá hrunkosningum til ESB-kosninga?“  Um sveitarstjórnarkosningarnar 2010 og hvert stefnir í komandi kosningum. Nánar »


VORRÁÐSTEFNA MIÐSTÖÐVAR SKÓLAÞRÓUNAR

Skrifað 26. mars 2014 klukkan 14:19 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Solborg_2Það verður hverjum að list sem hann leikur. Lifandi starfsþróun – árangursríkt skólastarf.

Þann 5. apríl 2014 verður haldin á Akureyri árleg vorráðstefna miðstöðvar skólaþróunar HA. Að þessu sinni er ráðstefnan tileinkuð starfsþróun og árangursríku skólastarfi. Skólastarf er lifandi og síbreytilegt, háð innri og ytri þáttum sem hafa áhrif á möguleika til eflingar og þróunar þeirra sem þar starfa. Horft er til þess að þróun skóla sem stofnana og starfsþróun kennara fari saman og þeirri spurningu velt upp hvað einkennir árangursríkt skólastarf? Nánar »


SAGAN AF GUÐRÚNU KETILSDÓTTUR. EINSÖGURANNSÓKN Á ÆVI 18. ALDAR VINNUKONU

Skrifað 24. mars 2014 klukkan 09:46 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

gudny_bokGuðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur mun flytja erindið Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu á Félagsvísindatorgi  miðvikudaginn 26. mars kl. 12.00

Í erindi sínu mun Guðný fjalla um rannsókn á ævisögubroti sem telja má elstu varðveittu sjálfsævisögu íslenskrar alþýðukonu. Fyrir jólin 2013 kom út bók eftir Guðnýju sem heitir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur: Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Bókin var gefin út af Háskólaútgáfunni og er sú 16. í ritröðinni Sýnisbækur íslenskrar alþýðumenningar. Bók Guðnýjar byggist meðal annars á þessu sjálfsævisögubroti sem varðveist hefur frá tímum höfundar og ber titilinn Ævisaga Guðrúnar Ketilsdóttur.  Nánar »


Málstofa auðlindadeildar: Fjarnám við University of Highlands and Islands

Skrifað 19. mars 2014 klukkan 08:58 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Glerarkirkja desemberÍ febrúar fóru 4 starfsmenn af Viðskipta- og raunvísindasviði ásamt kennsluráðgjafa í kynnisferð til UHI í Skotlandi, með styrk frá ERASMUS áætluninni um starfsmannaþjálfun/-skipti.  Tilgangur ferðarinnar var að kynnast þeim lausnum og útfærslu sem UHI hefur byggt upp varðandi háskólanám í dreifðum byggðum, þar sem áhersla hefur verið lögð á sveigjanlegt netnám.  Hópurinn ræddi m.a. við rektor skólans og forstöðumann námsþróunarsviðs í höfuðstöðvum skólans í Inverness og starfsfólk við Lews Castle College í Stornoway, sem er ein af 13 stofnunum sem mynda UHI. Nánar »


Makríll á villigötum – endurúthlutun heildarkvóta til nýrra strandríkja.

Skrifað 17. mars 2014 klukkan 15:08 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

peter_orebechPeter Ørebech, prófessor við lagadeild Háskólans í Tromsø mun flytja fyrirlestur þriðjudaginn 18. mars klukkan 12 í stofu M101 í Sólborg. Yfirskrift fyrirlestursins er ,,Makríll á villigötum – endurúthlutun heildarkvóta til nýrra strandríkja“.

Undanfarin misseri hefur breytt hegðunarmynstur makrílstofnsins í Norð-austur Atlantshafi valdið harðvítugum deilum um skiptingu kvóta sem ekki sér fyrir endan á. Á lögfræðitorgi leitar Peter Ørebech svara við því með hvaða hætti megi bregðast við breyttu flökkumynstri deilistofna eins og makríls og hvernig ríki, sem litla sem enga veiðireynslu hafa haft af slíkum deilistofnum áður en þeir gerðu innrás í fiskveiðilögsögu þeirra, geti komið að ákvörðunum um útdeilingu kvóta sem önnur strandríki hafa áður skipt sín á milli.  Nánar »


MÁLÞING: SAMGÖNGUBÆTUR OG LAUNATEKJUR Á ÍSLANDI

Skrifað 12. mars 2014 klukkan 13:52 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Föstudaginn 14. mars verður haldið málþing í R312 íi Borgum við Norðurslóð.  Þar mun Vífill Karlsson dósent við Háskólann á Akureyri og ráðgjafi SSV  í erindi sínu mun Vífill segja frá fyrstu niðurstöðum greinar sem hann er að vinna að. Í greininni er samband samgöngubóta og atvinnutekna á Íslandi prófað. Landfræðilegur launamunur (atvinnutekjur) er til staðar um allan heim m.a. vegna mismunandi atvinnugreina, framleiðni þeirra og jafnvel veðurfars og annarra staðbundinnar sérstöðu. Á einu svæði er landbúnaður ríkjandi en sjávarútvegur á öðru. Nánar »


ÍSLAND Á NORÐURSLÓÐUM – MÁLÞING Í HA

Skrifað 08. mars 2014 klukkan 00:14 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Föstudaginn 14. mars fer fram opið málþing í hátíðarsal Háskólans á Akureyri sem ber nafnið Ísland á Norðurslóðum. Þema þess er Viðskiptatækifæri og áskoranir í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, leit og björgun og olíuleit.

Eru allir klárir í bátana? Hvernig erum við í stakk búin til að nýta tækifæri á norðurslóðum með ábyrgum hætti? Loftslagbreytingar og bráðnun íss á norðurslóðasvæðinu hafa á undanförnum árum vakið athygli heimsbyggðarinnar í auknum mæli. Möguleikar er varða betra aðgengi á svæðinu vekja upp vangaveltur varðandi þau viðskiptatækifæri sem þeirri þróun fylgja. Umræða um aukna starfsemi á svæðinu helst þó í hendur við umræðu um áhrif slíkrar starfsemi á náttúru og samfélög sem á svæðinu eru. Náttúra svæðisins er viðkvæm og að hana ber að umgangast með ýtrustu gætni. Viðskiptaleg, samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið eru því óumdeilanlega fléttuð saman.

Föstudaginn 14. mars n.k. verður haldið opið málþing um Ísland á Norðurslóðum í ráðstefnusal Háskólans á Akureyri. Þingið er skipulagt af Norðurslóðaneti Íslands, Norðurslóða viðskiptaráðinu, Arctic Services, Norðurslóðum Reykjanes hf., Samvinnunefnd um málefni norðurslóða, og Grænlensk – íslenska viðskiptaráðinu og er liður í að efla samstarf og fjölþætta umræðu um málefni norðurslóða meðal margvíslegra hagsmunaaðila. Nánar »


AKUREYRARAKADEMÍAN OG HA Í SAMSTARF

Skrifað 05. mars 2014 klukkan 10:06 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Dagný Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar og Stefán B. Sigurðsson rektor við undirskrift.Háskólinn á Akureyri og AkureyrarAkademían skrifuðu í gær undir samstarfssamning til næstu þriggja ára. Markmið samningsins er að efla samstarf og nýta sem best sérþekkingu, kunnáttu, efnivið og aðstöðu sem samningsaðilar búa yfir. Auk þess er tilgreint að samningsaðilar munu halda að minnsta kosti eina sameiginlega ráðstefnu í húsakynnum Háskólans á Akureyri á samningstímanum. Nánar »


Sjö sóttu um stöðu rektors við Háskólann á Akureyri

Skrifað 03. mars 2014 klukkan 17:17 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Mynd: Palli Jóh

Staða rektors við Háskólann á Akureyri var auglýst laus til umsóknar 31. janúar 2014. Umsóknarfrestur rann út 28. febrúar sl. Eftirtaldir aðilar sækja um stöðuna:

Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir. Aðstoðarrektor – Háskólinn á Bifröst

Dr. Eyjólfur Guðmundsson.  Director and Lead Economist – CCP hf

Dr. Javier Sánchez Merina.  Assistant Professor – Alicante University, Spain

Dr. Sigurður Kristinsson. Prófessor – Háskólinn á Akureyri

Dr. Sveinn Aðalsteinsson. Framkvæmdastjóri – Starfsafl

Dr. Sveinn Viðar Guðmundsson. Prófessor – Toulouse Business School, France

Dr. Ögmundur Knútsson.  Forseti viðskipta- og raunvísindasviðs – Háskólinn á Akureyri


DAGUR TÓNLISTARSKÓLANNA

Skrifað 18. febrúar 2014 klukkan 20:46 | | Fréttir, Skólar |

Laugardaginn 22. febrúar heldur Tónlistarskólinn á Akureyri uppá dag tónlistarskólanna og af því tilefni efnir skólinn til hátíðar í Hofi og býður á tónleika í Hamraborg. Á þessum tónleikum verður stiklað á stóru í tónlistarsögunni í tali og tónum. Þar koma fram nemendur á öllum stigum, einir sér eða í hópum, stórum sem smáum. Tónleikarnir verða kl. 13:00 og síðan endurteknir kl. 15:00.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir !


Félagsvísindatorg: „EKKI BENDA Á MIG...“ – UM MISMUNUN Á ÍSLENSKUM VINNUMARKAÐI.

Skrifað 12. febrúar 2014 klukkan 10:01 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Í dag klukkan 12:00 mun Ingibjörg Elíasdóttir flytja erindi á  Félagsvísindatorgi: „Ekki benda á mig...“ – Um mismunun á íslenskum vinnumarkaði. Erindið verður flutt í Sólborg í stofu M102.   Í erindi sínu mun Ingibjörg fjalla um nýja rannsókn sem Jafnréttisstofa lét gera um jafnrétti og mismunun á vinnumarkaði. Nánar »


Samstarfssamningur BioPol og Háskólans á Akureyri framlengdur

Skrifað 11. febrúar 2014 klukkan 15:06 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Stefán B. Sigurðsson rektor og Adolf H. Berndsen stjórnarformaður BioPol.

Nýsköpunar- og sprotafyrirtækið BioPol ehf. á Skagaströnd og Háskólinn á Akureyri hafa skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning. Aðilarnir hafa með góðum árangri starfað saman í sex ár við rannsóknir í sjávarlíftækni.

Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri heimsótti sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd 6. febrúar til að endurnýja samstarfssamning stofnananna tveggja. Fyrri samningur var gerður 2007 og var til fimm ára. Því var ástæða til að skrifa undir nýjan samning í ljósi mikillar ánægju beggja aðila með samstarfið. Nánar »


MÁLÞING: SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA – ÁVINNINGUR OG ÁSKORANIR

Skrifað 06. febrúar 2014 klukkan 16:40 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Áhugavert málþing um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja – ávinningur og áskoranir verður nk. mánudag 10. febrúar í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Þrír gestafyrirlesarar munu koma norður en þeir eru Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri Festu, hann mun ræða um festu og samfélagsábyrgð á Íslandi? Hrefna Thoroddsen, vörustjóri Össurar veltir upp spurningunni af hverju samfélagsábyrgð? Og Hulda Hreiðarsdóttir, hugmyndasmiður og stofnandi Fafu segir frá Fafu og barnið breyta heiminum! Nánar »


Embætti Rektors HA laust til umsóknar

Skrifað 04. febrúar 2014 klukkan 09:49 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur auglýst embætti rektors skólans laust til umsóknar. Rektor starfar í umboði háskólaráðs sem fer með æðsta ákvörðunarvald innan háskólans. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri í dag. Nánar »Skólar