Næturlíf

Ein með öllu

Skrifað 20. júlí 2012 klukkan 09:42 | | Atburðir, Fréttir, Menning, Næturlíf |

Hvað eiga Sálin, Paparnir, Hjálmar, Páll Óskar, Hvanndalsbræður og XXX Rotweilerhundar sameiginlegt?  Jú öll verða þau á Akureyri um verslunarmannahelgina ásamt fleirum stórskemmtilegum atriðum.  Fjöldi annarra viðburða munu fara fram eins og Mömmur og muffins, Kirkjutröppuhlaupið og ekki má gleyma Sparitónleikunum á flötinni fyrir neðan leikhúsið en þar mun Sálin hans Jóns míns enda tónleikana.  Kynnið ykkur dagskrána á einmedollu.is


Upprisa holdsins á Dátanum

Skrifað 20. maí 2009 klukkan 11:58 | | Næturlíf, Viðburðir |

Nú verður Rokkað á Dátanum
Upprisa holdsins á Dátanum Miðvikudagskvöldið 20 mai
Stór Mjólk á tilboði á Barnum

Disturbing Boner
Buxnaskjónar
Earendel & Hælsæri
Frítt inn
18 ára aldurstakmark
opnum kl 22:00 með geggjuðu ROKKI


Græni Hatturinn

Skrifað 10. apríl 2009 klukkan 04:28 | | Næturlíf, Viðburðir |

Uppselt í gær og uppselt í fyrradag. Enn eru eftir miðar á tónleika Guðrúnar Gunnarsdóttur í kvöld föstudaginn langa og eingöngu seldir við dyrnar þar sem Eymundsson er lokað í dag.
Svo eru það Mannakorn á laugardagskvöld og Hundur í Óskilum á sunnudagskvöld. Húsið opnað kl.20.00 öll kvöldin og tónleikar hefjast kl.21.00


Allt að gerast á græna Hattinum

Skrifað 25. mars 2009 klukkan 12:30 | | Næturlíf |

„Killer Queen" Er nafn hljómsveitar sem var sett á laggirnar fyrir skemmstu til þess eins að flytja lög hljómsveitarinnar ástsælu Queen.
Sveitina skipa Magni Ásgeirsson söngur, Thiago Trinsi gítar, Sumarliði Helgason bassi og raddir, Valur Halldórsson trommur og raddir og Valmar Valjots hljómborð og raddir.
Hljómsveitin heldur tónleika á Græna Hattinum fimmtudagskvöldið 26. mars kl.21.00  og föstudagskvöldið 27. kl.22.00 Húsið opnar klst. fyrir tónleikana.
Forsala er hafin í Eymundsson Hafnarstræti og er miðaverð kr.2000

Hljómsveitin Hjálmar hefur ekki látið mikið á sér bera að undanförnu. Sveitin er þó í fantaformi þessa dagana og hefur verið á kafi í upptökum á sinni fjórðu breiðskífu síðustu vikurnar. Undanfarið hefur hljómað á öldum ljósvakans útfærsla þeirra af laginu „Who the Cap Fit" eða „Heyrist hverjum" sem Bob Marley gerði frægt um árið en það lag mun einmitt prýða nýju breiðskífuna.

Upptökur hafa gengið vel en í maí heldur hljómsveitin til vöggu reggítónlistarinnar, Jamaíka, til að leggja lokahönd á verkið. Þar munu einnig ýmsir góðir innfæddir tónlistarmenn leggja strákunum lið og setja svip sinn á plötuna.

Laugardaginn næsta, þann 28. mars, mun sveitin bregða sér norður í land til að leika á tónleikum á Græna hattinum á Akureyri. Sá staður hefur orðið eins konar heimavöllur Hjálmanna á Norðurlandi og því líklegt að þar verði rífandi stemmning. Á tónleikunum munu lög af nýju plötunni skipa veglegan sess og því ættu aðdáendur sveitarinnar ekki að láta sig vanta.

Tónleikarnir hefjast kl.22.00 og húsið opnar kl.21.00 Forsala er hafin í Eymundsson Hafnarstræti og miðaverð er kr.2000

Þess má geta að hljómsveitin vígir eitt þekktasta hljóðfæri íslenskrar poppsögu sem er Hammond C3 orgel sem var í eigu Karls heitins Sighvatssonar en Græni Hatturinn hefur eignast gripinn.

Góða skemmtun og velkomin á Græna Hattinn Haukur Tryggvason.


U2 Project á Græna Hattinum

Skrifað 20. mars 2009 klukkan 02:35 | | Næturlíf |

U2 Project halda tónleika á Græna Hattinum í kvöld föstudaginn 20. mars og laugardagskvöldið 21. mars. Hljómsveitina skipa:

Rúnar Örn Friðriksson söngur
Friðrik Sturluson bassi
Gunnar Þór Eggertsson gítar
Birgir Nielssen trommur

Hljómsveitin hélt vel heppnaða tónleika á Naza fyrir skemmstu við frábærar undirtektir og dóma og er fengur í því að fá hana norður til tóneikahalds.
Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl.22.00 en húsið opnar kl.21.00 Miðaverð er kr.2000 og er forsala er hafin í Eymundsson Hafnarstræti Hægt er að sjá frá Naza-tónleikunum á facebook, U2 project svo hvet ég alla einnig til að ganga í hóp Græna Hattsins á facebook.

Forsala er einnig hafin á Queen-tribute tónleikana sem verða 26. og 27.mars og forsala á Eivöru hefst mánudaginn 23.mars allt í Eymundsson Hafnarstræti.

 


Græni um helgina

Skrifað 25. febrúar 2009 klukkan 11:20 | | Næturlíf |

Að venju verður mikið um að vera á Græna Hattinum þessa helgina og byrjar fjörið á föstudagskvöld með snarstefjuðum, blúshrynjanda frá hljómsveitinni RIOT, en hana skipa hljóðfærasnillingarnir Björn Thoroddsen gítar,Halldór Bragason gítar,Jón Rafnsson bassi,Ásgeir Óskarsson trommur og Karl Olgeirsson orgel.
Tónleikarnir hefjast kl.22.00 og er húsið opnað kl.21.00 Forsala er í Eymundsson og er miðaverð kr.2000

Á laugardagskvöldið er það sjálfur meistarinn Gunnnar Þórðarson sem kemur nú í fyrsta sinni opinberlega fram einn með gítarinn og flytur perlurnar sínar. Má hér heyra lög eins og Lít ég börn að leika sér, Bláu augun þín, Vetrarsól, Vesturgatan, Borgarblús, Þitt fyrsta bros, Hrafninn, Nú blánar yfir berjamó, Við saman ofl ofl.
Auk þess sem hann segir söguna bak við lögin ásamt öðru.

Eru hér sannarlega einstakir tónleikar á ferð og er okkur sannur heiður að vera fyrstir til að bjóða uppá þá.
Tónleikarnir hefjast kl.21.00 og opnar húsið kl.20.00 Forsala er í Eymundsson Hafnarstræti og er miðaverð kr.1800

Góða skemmtun og tryggið ykkur miða í tíma.


Græni Hatturinn

Skrifað 19. febrúar 2009 klukkan 11:55 | | Næturlíf |

Á laugardagskvöldið 21. febrúar eru það 200.000 Naglbítar sem troða upp á Græna hattinum. Það eru ár og dagar síðan Naglbítarnir hafa spilað á Akureyri þ.e.a.s. án lúðrasveitar og verður spennandi að heyra lögin þeirra í upprunalegu útsetningunum beint af skepnunni. Tónleikarnir hefjast kl.22.00 og opnar húsið kl.21.00 Miðaverð er kr.1500 í forsölu og er hún hafin í Eymundsson Hafnarstræti.


Megas á Græna

Skrifað 04. febrúar 2009 klukkan 01:40 | | Næturlíf |

Föstudagskvöldið 6. febrúar er það sjálfur meistari Megas og Senuþjófarnir, en Senuþjófana skipa: Guðmundur Pétursson gítar, Guðmundur Kristinn Jónsson gítar, Sigurður Guðmundsson bassi, Davíð Þór Jónsson Hammond orgel og Björn Ólafsson trommur, semsagt,hver snillingurinn af öðrum.
Tónleikarnir hefjast kl.22.00 og opnar húsið kl.21.00 Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson Hafnarstræti og er miðaverð kr.2500

Á laugardagskvöld kemur leikflokkurinn „Vanir menn" frá Húsavík og sýnir okkur verkið „Upprisa holdsins.is" eftir Hörð þór Benónýsson en það hefur verið sýnt fyrir austan við frábærar undirtektir.
Leikritið fjallar um útrásarmenn frá Reykjavík sem setja upp símaþjónustu í tenglsum við byggingu álvers á Húsvík.
Sýningin hefst kl.21.00 og er forsala í Eymundsson Hafnarstræti.
Miðaverð er kr.1500

Einstakur viðburður verður svo í lok mánaðarins en þá mun Gunnar Þórðarson koma fram einn með gítarinn í fyrsta skipti opinberlega á sínum glæsta 45 ára ferli. Perlur eins og Borgarblús, Þitt fyrsta bros, Vesturgatan, Lít ég börn að leika sér, Vetrarsól, Við saman, Gamli bærinn minn ofl ofl.
munu hljóma í nýjum útsetningum Gunnars og sagan á bak við lögin fær að fylgja með.
Forsala á þessa einstöku tónleika sem eru laugardagskvöldið 28.febrúar hefst í Eymundsson laugardaginn 7. febr. Miðaverð er kr.1800.


Græni hatturinn helgina 11.- 13. des

Skrifað 10. desember 2008 klukkan 09:48 | | Næturlíf |

Jæja þá eru síðustu tónleikar fyrir jól í vændum og mikil og jólaleg stemning framundan.

Á fimmtudagskvöldið er það Elín Ey sem ætlar að kynna okkur nýútkomna plötu sína sem nefnist „See you in dreamland" en Elín er ein þeirra sem teljast hvað mesta efni íslenskrar dægurtónlistar í dag.
Enda hefur Elín ekki langt að sækja hæfileikana, er dóttir tónlistarhjónanna Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar. Elín kemur með hljómsveit með sér og hefjast tónleikarnir kl.21.00 og opnar húsið kl.20.00 Miðaverð er kr.1500 og er miðasala við innganginn.

Á laugardagskvöld eru það aðventutónleikar Ragnheiðar Gröndal.
Ragnheiður er einhver alvinsælasta söngkona landsins og á hún þessa vikuna plötu vikunnar á Rás 2 sem er jafnframt mest selda skífa landsins í dag. En nú ætlar Ragnheiður að bjóða uppá vandaða jóladagskrá og verða tónleikarnir teknir upp til útsendingar á Rás 2 um hátíðarnar. Hjómsveitina skipa þeir Haukur Gröndal saxófónn, Guðmundur Pétursson gítar, Birgir Baldursson trommur og Pétur Sigurðsson bassi. Forsala er hafin í Pennanum Hafnarstræti og er miðaverð kr.2000.
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Akureyrarstofu og Rás 2.

Með læt ég fylgja mynd af einum ástsælasta tónlistarmanni síðustu áratuga, öðlingnum og töffaranum Rúnari Júlíussyni. Þessi mynd var tekin á síðustu tónleikum Hljóma í Cavern klúbbnum í Liverpool í sumar,en Rúnar átti einnig góða spretti á Græna Hattinum hér áður fyrr, bæði með Hljómum og með sinni eigin hljómsveit.
Blessuð sé minning þessa mikla ljúflings.


Enn ein stórhelgin á Græna Hattinum.

Skrifað 26. nóvember 2008 klukkan 10:49 | | Næturlíf |

Á föstudagskvöldið 28. nóv. er það Margrét Guðrúnar og Bandið hans Pabba en þá sveit skipa ekki ómerkari menn en:
Ásgeir Óskarsson (Pelican,Stuðmenn,Þursaflokkurinn)Trommur
Björgvin Gíslason (Náttúra,Pelican)Gítar Tómas Tómasson (Stuðmenn,Þursaflokkurinn)Bassi og Margrét Guðrúnar Píanó og Söngur.
Efnið sem þau flytja er að mestu leiti lög og textar Margrétar sem eru blús og poppblendin auk þess sem blúsættuð lög úr ýmsum áttum fá að fljóta með.
Og eins og mbl. sagði í dómum eftir Blúshátíð í Reykjavík fyrr á árinu „Margrét hefur þétta og kraftmikla rödd og augljóslega mikill talent á ferðinni" Tónleikarnir eru kl.22.00 og opnar húsið kl.21.00 Forsala er í Pennanum Hafnarstæti og er miðaverð kr.2000

Á laugardagskvöld er það Stórsveitin Dúndurfréttir sem flytur „Dark side of the Moon" í heild sinni ásamt Andreu Gylfadóttur og Steinari Sigurðssyni saxófónleikara. Auk þess flytja þeir önnur stórvirki Pink Floyd eins og „Shine on you Crazy Diamond","Comfortably Numb" ofl.
Tímaritið Rolling Stone valdi Dúndurfréttir besta „Pink Floyd Cover band"
í heimi, hvorki meira né minna og þeir ætla að sýna að þeir standi undir þeim væntingum og mikill heiður fyrir Græna Hattinn að taka á móti svona stórhljómsveit.
Tvennir tónleikar verða haldnir, þeir fyrri kl.20.00 en þeir seinni kl.23.00. Húsið opnar kl.19.00 Miðasala er á midi.is og er miðaverð kr.2500


Hvanndalsabræður rafmagnslausir á Græna hattinum

Skrifað 05. nóvember 2008 klukkan 11:37 | | Næturlíf |

Græni hatturinn: Þá er komið að „rafmagnslausu" tónleikum Hvanndalsbræðra eða „unplugged" eins og þeir segja í Færeyjum. Eingöngu verður notast við rafmagn frá sjötta áratugnum.
Það er öll helgin undirlögð enda stendur mikið til.Rússneskt og færeyskt þema verður allsráðandi enda þetta þær þjóðir sem við getum helst reitt okkur á þegar við þurfum á að halda.
Tónleikarnir eru bæði föstudags- og laugardagskvöld og opnar húsið kl.21.00 bæði kvöldin, tónleikarnir hefjast svo á slaginu 22.00 Forsala er hafin í Pennanum á Glerártorgi og gengur bærilega, það er bara tímaspursmál hvenær það verður uppselt því miðaverð er bara 1500 og það er tekið við íslenskum krónum.

Svo er margt og merkilegt framundan eins og Stórsveit Baggalúts,Dúndurfréttir Margrét Guðrúnar og Bandið hans Pabba sem er skipað þeim Ásgeiri Óskarssyni, Tómasi Tómassyni og Björgvini Gíslasyni og ýmislegt fleira.


Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg á Græna hattinum

Skrifað 27. október 2008 klukkan 11:33 | | Næturlíf |

Þriðjudagskvöldið 28. október halda þeir Svavar Knútur trúbador og Aðalsteinn Ásberg, skáld og tónsmiður, tónleika á Græna hattinum þar sem þeir flytja frumsamið efni í tónum og tali. Efnisskrá kvöldsins hjá þeim félögum verður fjölbreytt og skemmtileg. Yrkisefnin snúast gjarnan um hina mannlegu tilveru, hamingjuleitina og fleira í þeim dúr og moll. Þeir félagar munu leitast við að draga fram ljós, von, bjartsýni og hlýju nú þegar dagurinn styttist og þörf er á birtu og yl.  Svavar Knútur er forsprakki hljómsveitarinnar Hrauns, en hefur sem trúbador einnig ferðast víða og verið í samstarfi við trúbadora víða um heim. Aðalsteinn Ásberg hefur um langt árabil starfað með ýmsum tónlistarmönnum, bæði hérlendis og á Norðurlöndum.Húsið opnar kl.20.00 og hefst dagskráin kl.21.00.
Aðgangseyrir er kr.1000 og er miðasala við innganginn.

Svo vil ég minna á að forsala á tónleika LayLow sem eru á á fimmtudagskvöld er hafin í Pennanum Hafnarstræti.


Og áfram heldur veislan á Græna Hattinum

Skrifað 22. október 2008 klukkan 10:37 | | Næturlíf |

Á föstudagskvöldið 24. okt.  koma Helgi og hljóðfæraleikararnir og halda sína bráðskemmtilegu tónleika en hljómsveitin á einn tryggasta aðdáendahóp sem fyrirfinnst í íslensku tónlistarlífi og myndast kostuleg stemning á þessum uppákomum. Tónleikarnir hefjast kl.22.00 og opnar húsið kl.21.00 miðaverð er kr.1500 og er miðasala við innganginn.

Á laugardaginn 25. okt. er það íslenska ofurtríóið Guitar Islancio sem er skipað þeim Birni Thoroddsen, Jóni Rafnssyni og Gunnari Þórðarsyni.
Þeir munu leika íslensk þjóðlög sem og lög eftir þá Gunnar Þórðarson og Björn Thoroddsen. Tónleikarnir hefjast kl.21.30 og opnar húsið kl.20.30.
Forsala hefst á morgun, miðvikudag og fer fram í Pennanum Hafnarstræti Miðaverð er kr.1500.


Ný dönsk með útgáfutónleika á Græna Hattinum

Skrifað 13. október 2008 klukkan 10:21 | | Næturlíf |

Fyrstu útgáfutónleikar sem hljómsveitin Nýdönsk heldur til að kynna sína
nýjustu plötu „Turninn" eru á Græna Hattinum n.k. laugardagskvöld kl.20.00

Forsala er þegar hafin og fer hún fram í Pennanum Hafnarstræti.
Miðaverð í forsölu er kr.2500 en almennt verð er kr.2900.

Þannig að ef þið ætlið ekki að missa af þessum merka viðburði, þá kvetjum
við ykkur að að draga það ekkert alltof lengi að tryggja ykkur miða,  því
aðeins 160 sæti eru í boði.

Kveðja
Græni Hatturinn


Týr á Græna hattinum

Skrifað 02. október 2008 klukkan 10:52 | | Næturlíf |

Eftir frábærar viðtökur rokkunnenda um síðustu helgi, þegar Brant Bjork og Brain Police sýndu stórleik, teflir Græni hatturinn fram næsta trompi, sem er færeyska þjóðlagarokkhljómsveitin Týr. Hún heldur tónleika á föstudagskvöld ásamt hljómsveitunum Shogun, Disturbing Boner, Finngálkn og Provoke. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og opnar húsið kl. 21.00. Miðaverð er kr. 1500 og forsala hafin í verslunum Pennans í Hafnarstræti og á Glerártorgi.