Menning

Endhaf, sýning listnema við VMA

Skrifað 17. apríl 2014 klukkan 19:33 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

EndhafListnemar við Verkmenntaskóla Akureyrar efna til sýningar á lokaverkefnum. Sýningin, nefnd Endhaf opnar þann 25. apríl kl 20:00 í Boxinu, sal myndlistarfélagsins við Kaupvangsstræti 10. Okkur er sönn ánægja að bjóða alla hjartanlega velkomna. Átján nemendur afhjúpa uppskeru vorannar 2014 og því er rík ástæða til að sækja fjölþætta sýninguna. Textíl- og myndlistarkjörsvið deila rými, meðal annars fyrir innsetningu, sjónlistir og fatahönnun.

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 26. apríl og sunnudaginn 27. apríl frá 13:00 til 16:00.


Hljómsveitin Á Geigsgötum á Akureyri Backpackers

Skrifað 09. apríl 2014 klukkan 09:01 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

GeigsgotumHljómsveitin Á Geigsgötum leika tónlist fyrir gesti Akureyri Backpackers í kvöld miðvikudagskvöldið 9. apríl kl. 20:30. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Á Geigsgötum spilar tilfinningaþrungna tónlist sem byggir á togstreitu yfir níhíliskum undirleik. Verkefnið byrjaði árið 2010 sem einstaklingsframtak en hefur nú tekið á sig fullmótaða mynd sem hljómsveit, sem bíður eftir að springa út.


Dagrún Matthíasdóttir sýnir í Ketilhúsinu

Skrifað 09. apríl 2014 klukkan 08:54 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Dagrun MatthiasdottirLaugardaginn 12. apríl kl. 15 opnar myndlistarkonan Dagrún Matthíasdóttir sýninguna Gómsætt í Ketilhúsinu á Akureyri. Matur er umfjöllunarefnið en Dagrún vinnur með ólík efni og aðferðir og velur það sem hentar viðfangsefninu hverju sinni. Frásögn bregður fyrir í verkum hennar þar sem hún gramsar í matnum og gefur honum hlutverk með túlkun sinni í formum og litum. Á sýningunni reiðir Dagrún fram alls konar rétti úr eldhúsi myndlistarinnar, jafnt hefðbundin málverk sem fjöltæknilega bragðarefi. Þannig fá gestir sýningarinnar vatn í munninn um leið og hugtökin tilraunaeldhús og heimabakstur eignast nýja merkingu.

Sýningin stendur til 18. maí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.


Helgi Hjaltalín og Pétur Örn sýna í Listasafninu

Skrifað 02. apríl 2014 klukkan 08:50 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Listasafn-populus tremulaLaugardaginn 5. apríl kl. 15 opna myndlistamennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson sýninguna Markmið XIV í Listasafninu á Akureyri. Á þessari sýningu halda þeir áfram að gera tilraunir, sem skila engri afgerandi niðurstöðu, á ferðalagi sem hefur engan sérstakan áfangastað. Tilgangur félaganna er að setja saman mynd þar sem framkvæmd og framsetning sýningarinnar verður að sjónrænni upplifun. Þeir ýta myndmálinu að rökrænum þolmörkum sínum, en bjóða um leið áhorfandanum upp á dúnmjúkan þægindaramma fyrir skilningarvitin. Nánar »


Mafama og Nolo á Akureyri Backpackers

Skrifað 27. mars 2014 klukkan 20:17 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

mafamapressReykvíska hljómsveitin Nolo og hin norðlenska Mafama munu leika tónlist fyrir gesti Akureyri Backpackers föstudagskvöldið 28. mars kl. 23. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Mafama er brakandi fersk hljómsveit sem leikur rafmagnað skrýtipopp og er skipuð Victor Ocares, Þórgný Ingusyni og Árna Theodórssyni. Hljómsveitin vinnur að sinni fyrstu plötu og hefur þegar sent frá sér eitt lag, smellinn Chain Gang.

Nolo er ættuð úr Breiðholti og leikur sömuleiðis rafmagnað skrýtipopp. Hljómsveitin var á mála hjá Kimi Records og gaf út breiðskífuna Nology árið 2011, og hlaut hún frábærar viðtökur. Nolo hafa sent frá sér ógrynni laga á má þau flest finna á heimasíðu sveitarinnar.


Tumi Tímalausi í álfheimum frumsýndur í Hofi í dag

Skrifað 23. mars 2014 klukkan 13:27 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Tumi Tímalausi (Forsíða) aknetLeikhópurinn Grímurnar frumsýnir í dag sunnudag nýjan barnasöngleik eftir Pétur Guð og Jokku, með tónlist af vísnaplötum Gunnars Þórðarsonar, Einu sinni var & Út um græna grundu. Ívar Helgason er leikstjóri, danshöfundur og listrænn stjórnandi sýningarinnar, Heimir Ingimars og Margrét Árnadóttir eru söng-& kórstjórar og tónlistarstjóri er Friðrik Ómar. Nánar »


Tumi Tímalausi í álfheimum sýndur í Hofi

Skrifað 19. mars 2014 klukkan 12:48 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Tumi Tímalausi (Forsíða) aknetLeikhópurinn Grímurnar frumsýnir næsta sunnudag nýjan barnasöngleik eftir Pétur Guð og Jokku, með tónlist af vísnaplötum Gunnars Þórðarsonar, Einu sinni var & Út um græna grundu. Ívar Helgason er leikstjóri, danshöfundur og listrænn stjórnandi sýningarinnar, Heimir Ingimars og Margrét Árnadóttir eru söng-& kórstjórar og tónlistarstjóri er Friðrik Ómar. Nánar »


Franska kvikmyndahátíðin (FFF) komin til Akureyrar, Frítt í bíó

Skrifað 17. mars 2014 klukkan 14:45 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Franska kvikmynda 2014

Franska kvikmyndahátíðin (FFF) er komin til Akureyrar en hún er samstarfsverkefni  sendiráðs Frakklands á Íslandi og Alliance francaise, í samstarfi við Akureyrarbæ og Fjallabyggð. Skipulagðar voru tvær franskar kvikmyndahátíðir á Norðurlandi frá 15. til 19. mars. Hátíðin var haldinn á Siglufirði og Ólafsfirði 15. Mars en er nú haldinn á Akureyri daganna 16. – 19 mars 2014. Aðgangur er ókeypis á alla hátíðina!

Á dagskránni á Akureyri 16. til 19. mars eru eftirtaldar myndir:

Nánar »


Stétt með stétt

Skrifað 12. mars 2014 klukkan 09:50 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Laugardaginn 15. mars kl. 15 verður opnuð samsýningin Stétt með stétt í Deiglunni á Akureyri. Þar sýnir fjöldi listamanna verk sem öll eru unnin út frá gangstéttinni í Listagilinu. Hver listamaður býr til sína eigin hellu í myndverki og saman mynda þær eina stétt. Þannig samanstendur sýningin af hellum sköpuðum af fólki úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Nánar »


Menningarhúsið Berg: Skyggnst inn á heimili – mars 2014.

Skrifað 09. mars 2014 klukkan 22:02 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Áhugaverð, nýstárleg sýning þar sem að gestum er boðið að skyggnast inn á heimili íbúa í Dalvíkurbyggð. Menningarhúsið Berg óskaði eftir aðilum til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem nú er orðið að veruleika. Sendur var póstur á öll heimili í byggðarlaginu þar sem óskað var eftir að fá lánaða mynd sem hefði hangið á heimilinu lengi. Myndefnið eða stærðin skipti ekki máli og þetta mátti vera ljósmynd, málverk eða hvernig mynd sem var. Nánar »


Hlynur Hallsson opnar sýningu á Siglufirði.

Skrifað 06. mars 2014 klukkan 15:13 | | Menning, Sýningar |

Hlynur Hallsson opnar sýninguna ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 8. mars kl. 14-17. Hlynur sýnir nokkur alþýðleg spreyverk sérstaklega gerð fyrir Alþýðuhúsið og alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt þann 8. mars. Nánar »


SÖNGUR HRAFNANNA

Skrifað 28. febrúar 2014 klukkan 11:40 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Hljóðverkið Söngur hrafnanna eftir Árna Kristjánsson verður sýnt í Davíðshúsi við Bjarkarstíg 6 næstu laugardaga og frumsýnt 1. mars. Leikstjóri er Viðar Eggertsson Útvarpsleikhússtjóri en hljóðvinnslu annast Einar Sigurðsson. Í verkinu er öllum aðferðum útvarpsleikhússins beitt til að sýna Davíð og samferðafólk hans með listrænum og manneskjulegum hætti. Nánar »


Flóðbylgja ofneyslunnar í Ketilhúsinu

Skrifað 25. febrúar 2014 klukkan 14:25 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Laugardaginn 1. mars næstkomandi kl. 15 opnar Jonna, Jónborg Sigurðardóttir, innsetninguna Flóðbylgja í Ketilhúsinu á Akureyri. Þar túlkar hún tilfinningar sínar til flóðbylgju ofneyslunnar sem brýst inn á heimilin og hrifsar allt til sín með dyggri aðstoð neytenda. Vitundarvakning er nú loksins að eiga sér stað þegar afleiðing ofgnóttar og sóunar blasir við; tískublætið, græjusýkin, peningabraskið, allur óþarfa lúxusinn og taumlausa hlutadýrkunin – allt bullið og vitleysan. Nánar »


Þræðir

Skrifað 17. febrúar 2014 klukkan 21:51 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Laugardaginn 22. febrúar kl. 14:00 opnar Helga Sigríður Valdemarsdóttir sýningu með nýjum verkum í Flóru á Akureyri.  Sýningin nefnist Þræðir.

Helga Sigríður er fædd á Akureyri árið 1975. Hún útskrifaðist úr VMA af myndlista- og handíðabraut og er með diploma í myndlist frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Helga hefur tekið þátt í samsýningum Myndlistarfélagsins og haldið nokkrar einkasýningar og þetta er hennar sjöunda einkasýning.


Sek eftir Hrafnhildi Hagalín valin til þátttöku í Leikskáldalest Norrænna sviðlistadaga.

Skrifað 17. febrúar 2014 klukkan 12:01 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Hrafnhildur Hagalín

Leikritið Sek eftir Hrafnhildi Hagalín hefur verið valið af valnefnd Leiklistarsambands Íslands og Félags leikskálda og handritshöfunda til þátttöku fyrir Íslands hönd í Leikskáldalest Norrænu sviðslistadagana sem fram fara í júní næstkomandi.

Leikskáldalestin sviðsetur leiklestur á völdum verkum frá Norðurlöndunum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi og er lestin starfrækt annað hvert ár. Nánar »Menning