Menning

Eyþór Ingi og Óskar Pétursson með Óskalagatónleika í Akureyrarkirkju

Skrifað 29. júlí 2014 klukkan 11:51 | | Menning, Tónlist |

Oskar og EythorEnn eina ferðina ætla vinirnir Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson að halda Óskalagatónleika í Akureyrarkirkju um Verslunarmannahelgina. ,,Okkur finnst þetta afar skemmtilegt og getum eiginlega ekki hætt, þrátt fyrir að Óskar sé eiginlega orðinn allt of gamall til að halda tónleika. Við getum ekki lofað mikilli kyrrð, en lofum léttu andrúmslofti, gríni og fjölbreyttri tónlist. Tónleikagestir velja lögin, við flytjum þau“.  Nánar »


Kunstschlager leggur land undir fót og heimsækir perlu Norðurlands: Hjalteyri.

Skrifað 29. júlí 2014 klukkan 09:41 | | Menning, Sýningar |

KunstschlagerKunstschlager stendur fyrir myndlistaskemmtun í Verksmiðjunni á Hjalteyri og verður opnun um sjálfa Verslunarmannahelgina. Fjölbreyttur hópur ungra listamanna sýnir myndlist og mun sannkölluð karnival stemning svífa yfir vötnum.

Innsetningar, gjörningar, videó verk, grill, Kunstschlager basar, happdrætti, pílukast, músík, varðeldur og stuð!

Kunstschlager rottan mun svo slá botninn í fjörið og stýra brekkusöng á bryggjunni.  Nánar »


EKKERT ER ÓBREYTT

Skrifað 26. júlí 2014 klukkan 13:27 | | Menning, Sýningar |

Ekkert er obreyttÍ dag, laugardaginn 26. júlí kl 15 opnar sýningin Ekkert er óbreytt í sal Myndlistafélagsins á og stendur til 4. ágúst. Þema sýningarinnar er umrót og breytileiki, þar sem rými og listsköpun umbreyta hvort öðru. Eðlileg þróun náttúrunnar er hreyfing og breyting þar sem ekkert helst eins frá degi til dags. Listakonurnar Hekla Björt Helgadóttir og Karólína Baldvinsdóttir hafa þessar sífelldu breytingar í fyrirrúmi þar sem þær hyggjast endurskapa og breyta sýningunni stöðugt. Því má segja að ný sýning verði til á hverjum degi og aldrei eins umhorfs í salnum.  Nánar »


Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Skrifað 24. júlí 2014 klukkan 19:30 | | Menning, Tónlist |
Eyþór Ingi Jónsson og Jón Þorsteinsson

Eyþór Ingi Jónsson og Jón Þorsteinsson

Á síðustu Sumartónleikum sumarsins munu þeir Jón Þorsteinsson, tenór og Eyþór Ingi Jónsson, organisti flytja íslenska sálma og söngverk eftir J.S. Bach og G.F. Händel.  Þeir félagar hafa oft unnið saman áður og þá yfirleitt flutt saman sálma, en þeir leggja mikla áherslu á að draga fram fallegar laglínur sálmalaganna og túlka texta þeirra með virðingu og ástúð.  Spunakenndur undirleikur einkennir einnig flutning þeirra á sálmum.  Nánar »


ÓKEYPIS KAMMERVEISLA Í HOFI

Skrifað 21. júlí 2014 klukkan 15:00 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

Hof 1Laugardaginn 26. júlí er von á virtum tónlistarmönnum í Hof sem sigla til Akureyrar með skemmtiferðaskipi á vegum ferðaskrifstofunnar Kikrer Holidays. Tónlistarmennirnir skemmta farþegum um borð í skipinu en á Akureyri bregða þeir sér í land og halda tónleika í Hömrum í Hofi.

Tónleikarnir hefjast kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. Meðal flytjenda eru Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Adam Walker flautuleikari og fyrsta flauta í Sinfóníuhljómsveit Lundúna, sellóleikarinn Alasdair Tair sem lék áður með Balcea Kvartettinum og píanóleikarinn Carole Presland.  Nánar »


Miðaldadagur á Gásum

Skrifað 18. júlí 2014 klukkan 11:38 | | Atburðir, Fréttir, Menning |

MidaldadagarDagana 18. – 20. júlí, verða haldnir Miðaldadagar á Gásum við Eyjafjörð. Þar er reynt að endurskapa lífið við þennan forna verslunarstað eins og hann gæti hafa litið út í kringum árið 1300.

Þar er iðandi mannlíf, enda er aðalumskipunarhöfn landsins og mesti verslunarstaður að Gásum í um 400 ár. Þar reis á hverju sumri upp heilmikið þorp með glaumi eins og oft er þegar menn eru að fara í ferðalög eða koma heim úr siglingu. Þar er stundaður ýmiskonar iðnaður, þar eru kaupmenn og tónlistarmenn, skip koma að landi og stundum slær í brýnu.

Eitt er víst, það leiðist engum að Gásum,“ segir Skúli Gautason hjá Akureyrarstofu.


Langanes er ekki ljótur tangi

Skrifað 16. júlí 2014 klukkan 19:54 | | Fréttir, Menning, Sýningar |
Ljósmynd af málverkinu ,,Við Finnafjörð"

Ljósmynd af málverkinu ,,Við Finnafjörð"

Föstudaginn 18. júlí kl. 17:00 opnar í Hafliðabúð á Þórshöfn sýning nýrra verka Hildar Ásu Henrýsdóttur. Sýnd verða málverk, teikningar og ljósmyndir er unnin voru við verkefnið Langanes er ekki ljótur tangi síðastliðinn júní. Í tilefni sýningarinnar mun Hildur bjóða gestum að njóta léttra veitinga við opnun.  Nánar »


Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Skrifað 12. júlí 2014 klukkan 13:39 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

sumartonleika_myndTónleikar númer tvö í sumartónleikaröð Akureyrarkirkju eru á dagskrá næstkomandi sunnudag, 13. júlí. Þá flytja Helena Guðlaug Bjarnadóttir söngkona, Petrea Óskarsdóttir flautuleikari, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari barroktónlist.

Á efnisskránni eru aríur úr Níu þýskum aríum eftir Georg Friedrich Händel en aríurnar voru samdar á árunum 1724-27 við texta B.H. Brockes (1680-1747), sem var borgarstjórnarmaður í Hamborg og að auki velþekkt ljóðskáld. Aríurnar eru það síðasta, sem Handel samdi við þýskan texta, en í sumum þeirra notast hann við ýmislegt eldra efni úr eigin smiðju, eins og títt var í þá daga. Aríurnar voru ekki gefnar út meðan Handel lifði og enn er óvíst hvaða hlutverk  hann hafði ætlað þeim. Líklegast þykir að þær séu eins konar samkvæmistónlist. Að auki verður leikin tríósónata eftir Johann Joachim Quantz sem var þýskur flautuleikari, flautusmiður og tónskáld.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


Ræflavík – frábært leikhús

Skrifað 11. júlí 2014 klukkan 14:01 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

RVikLeiklistarrýni Jón Óðinn Waage skrifar

Þegar ég fer á tónleika, í leikhús eða á kvikmynd þá geri ég þá kröfu að það sé snert við mér, að ég hrífist.  Ef ekki þá leiðist mér og ég get ekki dulið líðan mína.

Leikhópurinn Norðurbandalagið frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Ræflavík.  Leikhópurinn samanstendur af ungu fólki sem er ýmist í leiknámi, á leið í það eða nýútskrifað.  Verkið segir frá nokkrum unglingum í framhaldsskóla í litlu bæjarfélagi út á landi.  Ekki er rétt að rekja söguþráðinn nánar, það spillir fyrir, hann er hvers og eins að upplifa.  Nánar »


Harmóníkutónleikar FHVE

Skrifað 09. júlí 2014 klukkan 10:13 | | Menning, Tónlist |

v_MG_0507

Haukur Ágústsson skrifar:

FHVE, Félag harmónikuunnenda við Eyjafjörð, var stofnað árið 1980. Félagið heldur uppi líflegri starfssemi, sem meðal annars felur í sér tónleikahald, þar sem fram kemur hljómsveit félagsins. Á þessu ári efndi FHVE til tónleika í Hömrum, minni sal Menningarhussins Hofs, 29. júní. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Roar Kvam. Í henni eru níu harmoníkuleikarar, en auk þeirra komu fram á tónleikunum Jóhann G. Möller, sem lék gítar, Halli Gulli, trommuleikari, og Tómas Leó Halldórsson, bassaleikari.  Nánar »


Ég er gagnrýninn á samfélagið

Skrifað 03. júlí 2014 klukkan 13:30 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Jon GunnarJón Gunnar leikstýrir nýju verki sem frumsýnt verður í kvöld

Mér finnst að leikhúsið eigi ávallt að vera samfélagsspegill. Af hverju erum við að segja þessar sögur? Til hvers? Leikhús er þjónn samfélagsins og því einnig samfélagsspegill. Leikhús á að veita áhorfendunum það sem hann vill, stundum er það stuð, söngur, hlátur og stundum grátur. Auðvitað þarf að segja sögur sem hafa eitthvað að segja og það þarf að vega og meta hverju sinni hvaða sögur eru mikilvægastar,“ segir Jón Gunnar leikstjóri á Akureyri.

Fyrir tveimur árum fór ég til dæmis á Kirsuberjagarðinn eftir Tjekov, Tjekov er frábær en ég spurði sjálfan mig spurninguna af hverju að setja það verk upp núna? Verk þar sem ein fjölskylda er að missa sveitasetur á sama tíma og öll íslenska þjóðin er á hausnum? Vægi hverrar sögu er mismunandi eftir því á hvaða tíma við lifum, í dag er vægi Kirsuberjagarðsins að mínu mati ekki sterkt.“  Nánar »


Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Skrifað 02. júlí 2014 klukkan 15:00 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

Bæjarlíf 01Sunnudaginn 6. júlí nk hefst Sumartónleikaröð Akureyrarkirkju í 28. sinn.Þá verða sannkallaðir fjölskyldutónleikar haldnir, því hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson organisti ríða á vaðið ásamt dóttur þeirra, Guðrúnu Hrund Harðardóttur víóluleikara.

Þau munu leika verk eftir Telemann, Schmelzer, Guilain, Gunnar Andreas Kristinsson, Jón Leifs, Rachmaninoff, Saint- Säens og Áskel Jónsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hafa verið haldnir frá árinu 1987 og er önnur elsta tónleikaröðin á Íslandi. Tónleikarnir skipa mikilvægan sess í menningarlífi Akureyrar og hafa Akureyringar og ferðamenn, innlendir og erlendir, notið góðrar tónlistar og vandaðs flutnings frábærra listamanna í kirkjunni. Aðsókn að tónleikaröðinni hefur verið frábær undanfarin ár.

Næstu tónleikar:

Sunnudagur 13. júlí kl. 17:

Helena G. Bjarnadóttir sópran, Petrea Óskarsdóttir flautuleikari, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari

 Sunnudagur 20. júlí kl. 17:

Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari

 Sunnudagur 27. júlí kl. 17:

Jón Þorsteinsson baritón og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari

Guðrún Hrund Harðardóttir

Guðrún Hrund Harðardóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inga Rós Ingólfsdóttir

Inga Rós Ingólfsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

Hörður Áskelsson

Hörður Áskelsson


Barokkhátíð hófst á Hólum í gær

Skrifað 27. júní 2014 klukkan 11:39 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

barokkmyndBarokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26.-29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní kl. 14.  Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans.  Nánar »


Arctic Open hófst í gær Myndir

Skrifað 27. júní 2014 klukkan 00:50 | | Atburðir, Fréttir, Íþróttir |

Hið árlega golfmót, Arctic  Open hófst í gær. Nokkrar myndir frá 18. holu undir miðnætti.

Myndir: Þórir Ó Tryggvason

THTR7202 THTR7214 THTR7216 THTR7223 THTR7228 THTR7234 THTR7239 THTR7241 THTR7244 THTR7255 THTR7257 THTR7264 THTR7266 THTR7267 THTR7269 THTR7286 THTR7291 THTR7294 THTR7298 THTR7300 THTR7301


Skrímslin koma! Á Minjasafnið á Akureyri?

Skrifað 25. júní 2014 klukkan 09:40 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

SkrimsliUpp úr tjörninni við Minjasafnið á Akureyri og garði þess spretta nú skrímsli sem eiga fætur sínar og hala að rekja til landakorta sem eru á sýningunni Land fyrir stafni- Íslandskort 1547-1808. Skrímslin ætla að ganga á land fimmtudaginn 26. júní kl. 20 við Minjasafnstjörnina á Akureyri.

Þar sem sæskrímsli eiga erfitt með að hreyfa sig á landi verður þeim hjálpað síðasta spölinn á Minjasafnið þar sem þau taka sér nú bólfestu á sýningunni. Gengið verður í hersingu við hljómfagra tónlist með  dansandi hreyfilistafólki , blásurum, trumbuleikurum og ýmsum smáskrímslum.  Nánar »