Menning

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Skrifað 12. júlí 2014 klukkan 13:39 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

sumartonleika_myndTónleikar númer tvö í sumartónleikaröð Akureyrarkirkju eru á dagskrá næstkomandi sunnudag, 13. júlí. Þá flytja Helena Guðlaug Bjarnadóttir söngkona, Petrea Óskarsdóttir flautuleikari, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari barroktónlist.

Á efnisskránni eru aríur úr Níu þýskum aríum eftir Georg Friedrich Händel en aríurnar voru samdar á árunum 1724-27 við texta B.H. Brockes (1680-1747), sem var borgarstjórnarmaður í Hamborg og að auki velþekkt ljóðskáld. Aríurnar eru það síðasta, sem Handel samdi við þýskan texta, en í sumum þeirra notast hann við ýmislegt eldra efni úr eigin smiðju, eins og títt var í þá daga. Aríurnar voru ekki gefnar út meðan Handel lifði og enn er óvíst hvaða hlutverk  hann hafði ætlað þeim. Líklegast þykir að þær séu eins konar samkvæmistónlist. Að auki verður leikin tríósónata eftir Johann Joachim Quantz sem var þýskur flautuleikari, flautusmiður og tónskáld.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


Ræflavík – frábært leikhús

Skrifað 11. júlí 2014 klukkan 14:01 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

RVikLeiklistarrýni Jón Óðinn Waage skrifar

Þegar ég fer á tónleika, í leikhús eða á kvikmynd þá geri ég þá kröfu að það sé snert við mér, að ég hrífist.  Ef ekki þá leiðist mér og ég get ekki dulið líðan mína.

Leikhópurinn Norðurbandalagið frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Ræflavík.  Leikhópurinn samanstendur af ungu fólki sem er ýmist í leiknámi, á leið í það eða nýútskrifað.  Verkið segir frá nokkrum unglingum í framhaldsskóla í litlu bæjarfélagi út á landi.  Ekki er rétt að rekja söguþráðinn nánar, það spillir fyrir, hann er hvers og eins að upplifa.  Nánar »


Harmóníkutónleikar FHVE

Skrifað 09. júlí 2014 klukkan 10:13 | | Menning, Tónlist |

v_MG_0507

Haukur Ágústsson skrifar:

FHVE, Félag harmónikuunnenda við Eyjafjörð, var stofnað árið 1980. Félagið heldur uppi líflegri starfssemi, sem meðal annars felur í sér tónleikahald, þar sem fram kemur hljómsveit félagsins. Á þessu ári efndi FHVE til tónleika í Hömrum, minni sal Menningarhussins Hofs, 29. júní. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Roar Kvam. Í henni eru níu harmoníkuleikarar, en auk þeirra komu fram á tónleikunum Jóhann G. Möller, sem lék gítar, Halli Gulli, trommuleikari, og Tómas Leó Halldórsson, bassaleikari.  Nánar »


Ég er gagnrýninn á samfélagið

Skrifað 03. júlí 2014 klukkan 13:30 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Jon GunnarJón Gunnar leikstýrir nýju verki sem frumsýnt verður í kvöld

Mér finnst að leikhúsið eigi ávallt að vera samfélagsspegill. Af hverju erum við að segja þessar sögur? Til hvers? Leikhús er þjónn samfélagsins og því einnig samfélagsspegill. Leikhús á að veita áhorfendunum það sem hann vill, stundum er það stuð, söngur, hlátur og stundum grátur. Auðvitað þarf að segja sögur sem hafa eitthvað að segja og það þarf að vega og meta hverju sinni hvaða sögur eru mikilvægastar,“ segir Jón Gunnar leikstjóri á Akureyri.

Fyrir tveimur árum fór ég til dæmis á Kirsuberjagarðinn eftir Tjekov, Tjekov er frábær en ég spurði sjálfan mig spurninguna af hverju að setja það verk upp núna? Verk þar sem ein fjölskylda er að missa sveitasetur á sama tíma og öll íslenska þjóðin er á hausnum? Vægi hverrar sögu er mismunandi eftir því á hvaða tíma við lifum, í dag er vægi Kirsuberjagarðsins að mínu mati ekki sterkt.“  Nánar »


Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Skrifað 02. júlí 2014 klukkan 15:00 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

Bæjarlíf 01Sunnudaginn 6. júlí nk hefst Sumartónleikaröð Akureyrarkirkju í 28. sinn.Þá verða sannkallaðir fjölskyldutónleikar haldnir, því hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson organisti ríða á vaðið ásamt dóttur þeirra, Guðrúnu Hrund Harðardóttur víóluleikara.

Þau munu leika verk eftir Telemann, Schmelzer, Guilain, Gunnar Andreas Kristinsson, Jón Leifs, Rachmaninoff, Saint- Säens og Áskel Jónsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hafa verið haldnir frá árinu 1987 og er önnur elsta tónleikaröðin á Íslandi. Tónleikarnir skipa mikilvægan sess í menningarlífi Akureyrar og hafa Akureyringar og ferðamenn, innlendir og erlendir, notið góðrar tónlistar og vandaðs flutnings frábærra listamanna í kirkjunni. Aðsókn að tónleikaröðinni hefur verið frábær undanfarin ár.

Næstu tónleikar:

Sunnudagur 13. júlí kl. 17:

Helena G. Bjarnadóttir sópran, Petrea Óskarsdóttir flautuleikari, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari

 Sunnudagur 20. júlí kl. 17:

Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari

 Sunnudagur 27. júlí kl. 17:

Jón Þorsteinsson baritón og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari

Guðrún Hrund Harðardóttir

Guðrún Hrund Harðardóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inga Rós Ingólfsdóttir

Inga Rós Ingólfsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

Hörður Áskelsson

Hörður Áskelsson


Barokkhátíð hófst á Hólum í gær

Skrifað 27. júní 2014 klukkan 11:39 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

barokkmyndBarokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26.-29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní kl. 14.  Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans.  Nánar »


Arctic Open hófst í gær Myndir

Skrifað 27. júní 2014 klukkan 00:50 | | Atburðir, Fréttir, Íþróttir |

Hið árlega golfmót, Arctic  Open hófst í gær. Nokkrar myndir frá 18. holu undir miðnætti.

Myndir: Þórir Ó Tryggvason

THTR7202 THTR7214 THTR7216 THTR7223 THTR7228 THTR7234 THTR7239 THTR7241 THTR7244 THTR7255 THTR7257 THTR7264 THTR7266 THTR7267 THTR7269 THTR7286 THTR7291 THTR7294 THTR7298 THTR7300 THTR7301


Skrímslin koma! Á Minjasafnið á Akureyri?

Skrifað 25. júní 2014 klukkan 09:40 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

SkrimsliUpp úr tjörninni við Minjasafnið á Akureyri og garði þess spretta nú skrímsli sem eiga fætur sínar og hala að rekja til landakorta sem eru á sýningunni Land fyrir stafni- Íslandskort 1547-1808. Skrímslin ætla að ganga á land fimmtudaginn 26. júní kl. 20 við Minjasafnstjörnina á Akureyri.

Þar sem sæskrímsli eiga erfitt með að hreyfa sig á landi verður þeim hjálpað síðasta spölinn á Minjasafnið þar sem þau taka sér nú bólfestu á sýningunni. Gengið verður í hersingu við hljómfagra tónlist með  dansandi hreyfilistafólki , blásurum, trumbuleikurum og ýmsum smáskrímslum.  Nánar »


Landsmót harmonikkuunnenda

Skrifað 24. júní 2014 klukkan 23:01 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

HarmonikkaLandsmót harmonikkuunnenda verður haldið daganna 3. – 6. júlí að Laugum í Reykjadal. Það eru félögin Harmonikkufélag Þingeyinga og Félag harmonikkuunnenda við Eyjafjörð sem halda mótið að þessu sinni. Þetta er mikill viðburður og er reiknað með 700 til 900 manns mæti og taki þátt og verða tónleikar alla dagana frá hádegi og fram á kvöld. Dansleikir á eftir sem gætu staðið fram á nótt.   Nánar »


Myndir frá Flugdegi Flugsafns Íslands í gær

Skrifað 22. júní 2014 klukkan 15:23 | | Atburðir, Fréttir |

Árlegur Flugdagur Flugsafns Íslands var haldinn hátíðlegur í gær, laugardaginn 21. júní.

Myndir: Hörður Geirsson

HG_9609 HG_9174 HG_9190 HG_9221 HG_9224 HG_9278 HG_9307 HG_9316 HG_9344 HG_9414 HG_9459 HG_9483 HG_9542 HG_9558 HG_9576


Flygill í Akureyrarkirkju

Skrifað 21. júní 2014 klukkan 22:03 | | Menning, Tóneyrað, Tónlist |

Bæjarlíf 01Haukur Ágústsson skrifar:

Þau merku tímamót eru orðin, að Akureyrarkirkja hefur eignast góðan flygil, sem varðveittur er í kirkjuskipinu og því til reiðu við tónleikahald í kirkjunni. Eins og tónlistarunnendur á Akureyri, í nærsveitum og víðar, vita, er Akureyrarkirkja gott hús til tónlistarflutnings hvort sem um er að ræða sungna tónlist eða leikna á hljóðfæri. Kirkjuskipið hefur hóflegan enduróm, sem svarar vel jafnframt því, sem hann fyllir og eykur þannig miklu oftast hrif þess, sem flutt er.  Nánar »


17. júní Lystigarðurinn og skrúðganga (Myndir)

Skrifað 18. júní 2014 klukkan 22:12 | | Atburðir, Menning, Viðburðir |

Hátíðardagskrá í Lystigarðinum. Lúðrasveitin á Akureyri spilaði  undir stjórn Alberto Porro Carmona. Séra Sunna Dóra Möller prestur í Akureyrarkirkju flutti  hugvekju. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri flutti  hátíðarávarp. Kvennakór Akureyrar söng undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Agnes Ársælsdóttir, UNG – skáld 2013 flutti eigið ljóð og Hafsteinn Davíðsson sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni las ljóð.

Myndir Þórir Ó Tryggvason

THTR5180 THTR5185 THTR5191 THTR5200 THTR5204 THTR5205 THTR5208 THTR5211 THTR5220 THTR5221 THTR5225 THTR5229 THTR5241 THTR5243 THTR5245 THTR5246 THTR5253 THTR5254 THTR5256 THTR5260 THTR5268 THTR5270 THTR5277 THTR5278 THTR5279 THTR5280 THTR5284 THTR5286 THTR5291 THTR5305 THTR5306 THTR5312 THTR5316 THTR5322 THTR5323 THTR5329 THTR5331 THTR5335 THTR5340 THTR5342 THTR5344 THTR5348 THTR5358 THTR5363 THTR5365 THTR5366 THTR5367 THTR5368 THTR5369 THTR5372 THTR5379


Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ (Myndir)

Skrifað 15. júní 2014 klukkan 13:15 | | Atburðir, Fréttir, Íþróttir |

Kvennahlaupið var haldið í 25. sinn í ár. Nokkrar myndir frá Akureyri.

Myndir: Þórir Ó Tryggvason

20140614-THTR4832 20140614-THTR4834 20140614-THTR4842 20140614-THTR4843 20140614-THTR4845 20140614-THTR4848 20140614-THTR4849 20140614-THTR4851 20140614-THTR4853 20140614-THTR4854 20140614-THTR4860 20140614-THTR4866 20140614-THTR4868 20140614-THTR4869 20140614-THTR4876 20140614-THTR4880 20140614-THTR4891 20140614-THTR4895 20140614-THTR4899 20140614-THTR4901 20140614-THTR4903 20140614-THTR4908 20140614-THTR4910 20140614-THTR4915 20140614-THTR4916 20140614-THTR4923 20140614-THTR4926 20140614-THTR4927 20140614-THTR4929 20140614-THTR4931 20140614-THTR4932 20140614-THTR4933 20140614-THTR4936 20140614-THTR4938 20140614-THTR4943 20140614-THTR4945 20140614-THTR4948 20140614-THTR4952 20140614-THTR4954 20140614-THTR4957 20140614-THTR4959 20140614-THTR4961


Jam session á Örkinni

Skrifað 13. júní 2014 klukkan 12:51 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

pálmi jpgÁ morgun, laugardaginn 14. júní mætir hinn landsþekkti tónlistamaður Pálmi Sigurhjartarson aftur á Örkina þar sem hann tekur á móti góðum vinum í ,,Jam session“.  Aðsóknin á fyrri tónleikna voru frábærir en tónleikarnir á morgun eru þeir þriðju þetta vorið/sumarið.  Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og miðverð er 1.500 krónur. Eldhúsið er að sjálfsögðu opið og meistararnir í eldhúsinu reiða fram norðlenska sælkeraveislu fyrir matargesti.

Já stemming í innbænum.


Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir í Flóru

Skrifað 10. júní 2014 klukkan 09:04 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

Kristin GunnlaugsdottirLaugardaginn 14. júní kl. 14, opnar sýning á nýjum og nýlegum verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur í Flóru á Akureyri.

Kristín er fædd á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accademia delle Belle Arti í Florence á Ítalíu. Hún er ein af okkar fremstu myndlistarmönnum og einkasýning hennar í Listasafni Íslands á síðasta ári hlaut verðskuldaða athygli. Fyrir þá sýningu fékk Kristín menningarverðlaun DV fyrr á þessu ári. Nánar »