Menning

Arna og Hymnodia

Skrifað 29. ágúst 2014 klukkan 16:00 | | Menning, Sýningar |

Arna1Á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst, kl. 15 opnar í Listasafninu á Akureyri sýning Örnu Valsdóttur Staðreynd – Local Fact. Á sýningunni gefur að líta mörg eldri myndbandsverka Örnu ásamt nýju verki sem sérstaklega var unnið af þessu tilefni.

Á opnuninni flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og listamannaspjall verður með Örnu kl. 20. Listasafnið verður opið til kl. 22 vegna Akureyrarvöku.

Í tilefni sýningarinnar kemur út vönduð sýningarskrá hönnuð af Sigríði Snjólaugu Vernharðsdóttur með texta á íslensku og ensku eftir Dr. Hlyn Helgason: „Hlutverk raddarinnar í Staðreyndum 1–4 er sérstakt og áberandi. Það er persónulegt og tengist Örnu sjálfri. Það er hennar rödd sem ómar í sýningarrýminu. Ómurinn er hennar leið til að skrá rýmið og tileinka sér það. Eins og fugl sem helgar sér svæði með kvaki sínu gerir Arna rýmið að sínu með því að raula í því. Í sýningarsalnum ómar lag sem listakonan velur út frá tengingum við liðna viðburði og upplifun sína af svæðinu.“

Sýningin stendur til 12. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. 
Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga kl. 12. Aðgangur er ókeypis.

Akureyri vikublað 28. ágúst 2014


Syngdu mig heim

Skrifað 29. ágúst 2014 klukkan 12:00 | | Menning, Tónlist |

Söngskemmtun í MA í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum

Jon fra LjarskogumÁ þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns frá Ljárskógum, skáldsins og söngvarans þjóðkunna. Í tilefni þess verður haldin vegleg söngskemmtun á Sal Menntaskólans á Akureyri á Akureyrarvöku laugardaginn 30. ágúst kl. 18:00.

Að tónleikunum stendur einvala lið tónlistarmanna sem flytur mörg þekktustu söngljóð skáldsins, þar á meðal nokkur lög sem M.A.-kvartettinn gerði fræg og heyrast nú í upprunalegri útsetningu þeirra í fyrsta skipti í 70 ár. Atriðin eru af ýmsum toga, einsöngur, dúettar, kvartett og kór en meðal flytjenda má nefna nýstofnaðan söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins.

Ljarskogar 1Þetta er í þriðja sinn sem þessi söngdagskrá er flutt en hún var fyrst flutt á hátíðartónleikum í Vídalínskirkju í Garðabæ 26. mars síðastliðinn. Þar ríkti einstök stemmning og var troðfullt út úr dyrum en áætlað er að tæplega þúsund manns hafi sótt skemtunina. Morgunblaðið flutti fregnir af tónleikunum nokkru síðar og sagði þá bæði „glæsilega“ og „vel heppnaða í alla staði“. Í blaði Morgunblaðsins segir jafnframt: „Var þétt setið á hverjum bekk og komust mun færri að en vildu.“

Jón frá Ljárskógum fæddist 28. mars 1914 og var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins á sinni tíð. Strax um tvítugt söng hann sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar ásamt félögum sínum í M.A.-kvartettinum sem með réttu mætti kalla fyrstu dægurstjörnur íslenskrar tónlistarsögu, en þeir störfuðu  á árunum 1932-1942 og nutu einstakrar hylli landsmanna. Auk þess að syngja með kvartettinum gerði Jón marga söngtexta sem urðu geysivinsælir, en meðal þekktra söngljóða hans má nefna Sestu hérna hjá mér, Húmar að kveldi, Ó, Súsanna og Blærinn í laufi. Jón lést aðeins 31 árs úr berklum en þrátt fyrir stutta ævi liggja eftir hann tvær frumortar ljóðabækur og veglegt söngtextahefti. Þá hefur söngur hans og M.A.-kvartettsins hljómaðí útvarpinu síðustu 70 árin við feikna vinsældir.

Með söngskemmtuninni á laugardaginn gefst mönnum nú einstakt tækifæri að heyra lög Jóns frá Ljárskógum og M.A.-kvartettsins sungin á sama stað og ævintýrið hófst fyrir 82 árum.

LjarskogarFlytjendur á tónleikunum eru: Unnur Birna Björnsdóttir, Una Dóra Þorbjörnsdóttir, Unnur Helga Möller, Björn Bjarnsteinsson, Guðmundur Davíðsson, Magnús Pétursson, Reynir Bergmann Pálsson og Sigurður Helgi Oddsson.

Tónleikarnir hefjast sem fyrr segir kl. 18:00 á Sal Menntaskólans á Akureyri og er gengið inn um anddyri Gamla skóla. Aðgangseyrir er kr. 2000 og verður engin posi á staðnum.

Allir eru hjartanlega velkomnir.


Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur nýtt starfsár

Skrifað 29. ágúst 2014 klukkan 10:10 | | Menning, Tónlist |
Verðlaunaafhendingin fer fram í Hofi

Verðlaunaafhendingin fer fram í Hofi

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands  kynnir fjölbreytt og leiftrandi tónleikaár 2014-2015 þar sem hlúð er að sígildri tónlist um leið og spennandi nýjungar eru í boði að sögn Brynju Harðardóttur, framkvæmdastýru SN.

Tónleikaárið hefst af krafti á Akureyrarvöku um helgina þegar SN gefur gestum sínum kost á að SYNGJA MEÐ og skapa „ógleymanlega tónleika“ eins og Brynja orðar það með listafólkinu Ragnheiði Gröndal, Hjalta og Láru og Óskari Péturssyni.

Í byrjun október hyllir SN tvo mestu meistara tónlistarsögunnar Mozart og Haydn undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Það er óhætt er að lofa glæslegum tónleikum þar sem einleikararnir Ella Vala Ármansdóttir og Helgi Þ. Svavarson koma fram.“

Í lok sama mánaðar verður svo skipt yfir í kammertónleika með blóðhita og tangó.

Laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu gengur hljómsveitin Árstíðir til liðs við SN. Flutt verða jólalög sem allir þekkja ásamt eldri og nýrri lögum Árstíða m.a. af nýjustu breiðskífu þeirra. Margir þekkja hljómsveitina vegna myndbands sem birt var á netinu þegar hún flutti án undirleiks á þýskri lestarstöð „Heyr himna smiður“ og hlaut heimsathygli fyrir.

Í janúar kemur blásarasveitin Hexogon fram á kammertónleikum og verður á rómantískum nótum.

Febrúar verður svo kröftugur og dramatískur  þegar SN hyllir Beethoven og Brahms með einleikaranum Aladár Rácz.  

Í mars tekur SN á móti Sinfóníuhljómsveit Íslands og einni skærustu stjörnu Sibeliusarakademíunnar í Finnlandi  Önnu Mariu Helsing sem stjórnar.

Brynja segir svo að SN muni skarta sínu fegursta að venju á skírdag og flytji verk eins og Eldfuglinn eftir Stravinsky.

Tónleikaaárinu  lýkur á rómantískum nótum þar sem  skjótt skiptast á veður í lofti og með hinum sígildu verkum Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi og Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Piazolla, einleikari er Greta Guðnadóttir.

Akureyri vikublað 28. ágúst 2014


Norðlenskt sveitapönk á útitónleikum við Akureyri Backpackers

Skrifað 28. ágúst 2014 klukkan 12:09 | | Menning, Tónlist |
Helgi og hljóðfæraleikararnir, ljósmyndari: Daníel Starrason

Helgi og hljóðfæraleikararnir, ljósmyndari: Daníel Starrason

Hljómsveitirnar Heflarnir, Helgi og hljóðfæraleikararnir og Buxnaskjónar munu koma fram á útitónleikum við veitinga- og gististaðinn Akureyri Backpackers næstkomandi föstudagskvöld (29. ágúst). Tónleikarnir eru haldnir í portinu milli Græna hattsins og Akureyri Backpackers og hefjast kl. 20 og standa til 22. Þeir eru haldnir í tilefni af Akureyrarvöku, sem er sett sama kvöld.

Komið fagnandi og njótið norðlenskrar menningar í friðelskandi umhverfi.


AKUREYRARVAKA Í HOFI

Skrifað 27. ágúst 2014 klukkan 15:00 | | Atburðir, Menning |

Hof i myrkriÞað styttist í Akureyrarvöku og að venju verður heilmikið um að vera í Hofi. Eins og áður er lögð áhersla á að öll fjölskyldan geti komið saman í Hof og notið fjölbreyttra viðburða sem í mörgum tilfellum kostar ekkert inn á. Á dagskránni eru til að mynda vísindatilraunir fyrir börn, tónleikar og tískusýningar. Gestum Hofs gefst kostur á að taka virkan þátt – til dæmis með því spóka sig um á íslenskum búningi eða syngja hátt og snjallt í Hamraborg. Það eru nefnilega ekki bara þekktir listamenn sem fá að hefja upp raust sína í Hofi um helgina.

Hvanndals verða með

Hvanndals verða með

SÖNGUR OG GLEÐI Í HAMRABORG

Búast má við einstakri stemningu í Hamraborg á föstudagskvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands blæs til söngveislu með tónleikunum Syngdu með. Ragnheiður Gröndal, Óskar Pétursson og Hjalti og Lára koma fram á tónleikunum og gestir í salnum eru hvattir til þess að syngja með, hver með sínu nefi. Á efnisskránni eru íslensk lög sem allir þekkja. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:30 og hægt er að kaupa miða í miðasölu Hofs og á www.menningarhus.is.

Á laugardagskvöld er svo komið að annari söngveislu í Hamraborg – með öllu óvanari söngvurum. Þá býður Hof, í samstarfi við Íslandsbanka, Akureyringum og gestum þeirra  á tónleika þar sem Hvanndalsbræður halda uppi stuði og fá til sín fjölda gestasöngvara sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa lítið sem ekkert sungið opinberlega áður. Gestalistinn kemur á óvart en meðal þeirra sem hefja upp raust sína eru skólameistari, handboltamaður, sjónvarpskona og einkaþjálfari. Kynnir á tónleikunum er presturinn og Ljóti hálfvitinn, Oddur Bjarni Þorkelsson. Tónleikarnir hefjast kl. 23:30 og aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Í fyrra komust færri að en vildu svo það borgar sig að mæta tímanlega en tónleikunum verður einnig varpað á tjald í Hömrum.

Ævar visindamaður verður á staðnum

Ævar visindamaður verður á staðnum

Í DEN OG Í DAG

Dagskrá Hofs á Akureyrarvöku einskorðast ekki við tónlistarviðburði. Á laugardaginn verður Hörður Geirsson, safnvörður í Minjasafninu á Akureyri, með leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn í Hamragili en þar eru til sýnis gamlar ljósmyndir frá Akureyri. Hörður segir gestum skemmtilegar og fróðlegar sögur tengdar myndunum kl. 13:30 og aftur kl. 15:00.

Ekki verður sagt alveg skilið við gamla tímann þá. Hönnunarverslunin Kista stendur fyrir tveimur tískusýningum í Hamragili á laugardag: Tískan í den og tískan í dag. Á þeirri fyrrnefndu, sem hefst kl. 16:00 verður sýndur fatnaður frá liðnum tíma í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri og Iðnaðarsafnið. Gestir eru hvattir til að mæta uppáklæddir og þetta er tilvalið tækifæri til að draga fram íslenska búninginn. Seinni tískusýningin hefst kl. 17:00 og þá er komið að því að skoða tísku dagsins í dag. Þar gefur meðal annars að líta nýja hönnun frá Kron by Kronkron, Andreu, Utanum, VíkPrjónsdótturogGlófa.

ÓKEYPIS „FLUGELDASÝNING“ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

Menningarhúsið Hof og Norðurorka hafa endurnýjað samstarfssamning sinn. Með framlagi Norðurorku gefst Hofi kostur á að bjóða upp á ýmsa opna viðburði í vetur, til að mynda Barnamorgna.

Sunnudagsmorgunninn í Hofi á Akureyrarvöku er einmitt helgaður börnum en þá er von á Ævari vísindamanni og vinkonu hans Sprengju-Kötu. Þau bjóða upp á innanhúss flugeldasýningu fyrir alla fjölskylduna þar sem gerðar verða stórkostlegar tilraunir. Eftir sýninguna munu Ævar og Kata spjalla við krakkana og Ævar kynnir bókina sína Umhverfis Ísland í 30 tilraunum. Skemmtunin fer fram í Hamraborg og hefst kl. 11:00. Aðgangur er ókeypis.

 


Menningarhátíð einfaranna

Skrifað 26. ágúst 2014 klukkan 00:32 | | Menning, Sýningar |
Furðuverur taka vel á móti gestum hátíðarinnar. Mynd: Ágúst Atla

Furðuverur taka vel á móti gestum hátíðarinnar. Mynd: Ágúst Atla

Við Súgandafjörð safnast á hverju sumri saman leikarar, tónlistarmenn og aðrir skemmtikraftar. Tilgangurinn er að rýna ítarlega í þá tegund listar sem ein persóna fremur á sviði. Suðureyri við Súgandafjörð fyllist gestum, sem sumir koma langt að og stemningin á götunum er ólýsanleg.

Bærinn breytist í risastórt leiksvið og húsin verða að leikmynd á fyrstu rökkurkvöldum sumarsins. Listamennirnir koma víða að og nokkrir norðlenskir þar á meðal, það má með sanni segja að Act-Alone, eins og hátíðin heitir sé þess virði að leggja land undir fót, berja Vestfirði augum í allri sinni dýrð og njóta sviðslista á heimsklassa, þar sem snarbrattar fjallshlíðar faðma gesti og listamenn.

Akureyri vikublað 21. ágúst 2014

Meðfylgjandi myndir af hátíðinni Ágúst Atlason og Völundur Jónsson fyrr í mánuðinum.

Egill Ólafsson hélt áhorfendumsínum dolföllnum í töfrandi yfirferð á sínum eigin ferli. Mynd Völundur

Egill Ólafsson hélt áhorfendum sínum dolföllnum í töfrandi yfirferð á sínum eigin ferli. Mynd Völundur

Eiríkur Örn Norðdahl flytur texta sína. Mynd Ágúst Atla

Eiríkur Örn Norðdahl flytur texta sína. Mynd Ágúst Atla

Furduverur

Hatidin

Hverjum er ekki sama!

Hverjum er ekki sama!

Villi naglbítur á kvöldvöku. Mynd: Ágúst Atla

Villi naglbítur á kvöldvöku. Mynd: Ágúst Atla

 

Gestir einleikjahátíðarinnar Act Alone raða sér upp við félagsheimili Súgfirðinga. Enda sjófið að byrja. Mynd: Völundur

Gestir einleikjahátíðarinnar Act Alone raða sér upp við félagsheimili Súgfirðinga. Enda sjófið að byrja. Mynd: Völundur

 


Eitthvað fallegt

Skrifað 25. ágúst 2014 klukkan 13:08 | | Menning, Sýningar |
María Rut

María Rut

Laugardaginn 30. ágúst kl. 14, á Akureyrarvöku opnar María Rut Dýrfjörð sýninguna “Eitthvað fallegt” í Flóru á Akureyri.

María er fædd árið 1983 á Akureyri og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2013. Auk þess er hún með diplómapróf í alþjóðlegri markaðsfræði með áherslu á hönnun frá TEKO í Danmörku og stúdentspróf af félagsfræðibraut úr Menntaskólanum á Akureyri og af listhönnunarbraut með áherslu á textíl frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. María rekur vinnustofu í Flóru á Akureyri þar sem hún starfar sem grafískur hönnuður ásamt því að sinna ýmsum persónulegum verkefnum.

Á þessari fyrstu einkasýningu Maríu, Eitthvað fallegt, sýnir hún textílverk sem unnin eru með blandaðri tækni, útsaum og vefnaði. Í verkunum endurspeglast vangaveltur Maríu um lífið og undrið sem náttúran er, hvernig allar baldursbrár virðast við fyrstu sýn eins, þegar hvert blóm er í raun einstakt. Um verkin segir María:

Ég hef alla tíð haft unun á symmetríu og endurtekningu. Það fylgir því hugarró að uppgötva reglu í endurtekningu, sjá út óvænt munstur og fylgja því til enda. Það er einmitt þannig sem náttúran er uppbyggð, í allskonar kerfum og endurtekningum. Og planta er ekki bara planta; með því að rýna í séreinkenni hverrar og einnar getum við greint á milli tegunda, flokkað og séð að plantan sem þú hefur í hendi er hundasúra en ekki túnsúra. Ég er eins og hver önnur manneskja með tvö augu, munn og nef, tvær hendur og fætur. Eitt af mínum einkennum er þörfin fyrir að skapa. Kannski hef ég það í genunum, mögulega á ég það að þakka uppeldinu. Skilgreinir þörfin mig frá öðrum, er þetta mitt séreinkenni? Með nál og þráð á lofti yfirfæri ég vangaveltur mínar í myndvef með endurteknum handtökum, útkoman er eitthvað fallegt sem ég skil eftir mig fyrir komandi kynslóðir.”

Nánari upplýsingar um verk Maríu má finna á http://mariacreativestudio.com

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru á Akureyrarvöku kl. 10-18.  Frá og með 1. september er opið mánudaga – laugardaga kl. 12-16. Sýningin stendur til laugardagsins 4. október 2014.

Eitthvad fallegt


Tónlistarsystkin taka upp nýtt efni með Írum

Skrifað 23. ágúst 2014 klukkan 20:51 | | Menning, Tónlist |
Hljómsveitin Torrek með allt á hreinu fyrir æfingu í Hofi. Einn býr í Los Angeles, ein á Akureyri, einn í Cork á Írlandi og einn í Madríd.

Hljómsveitin Torrek með allt á hreinu fyrir æfingu í Hofi. Einn býr í Los Angeles, ein á Akureyri, einn í Cork á Írlandi og einn í Madríd.

Tónskáldið þekkta frá Hollywood, Atli Örvarsson, sem samið hefur tónlist við ýmsar þekktar kvikmyndir og sjónvarsþáttaraðir undanfarið er staddur í heimabænum á Akureyri þessa dagana þar sem hann hefur tekið upp tónlistarsamstarf við systur sína og tvo Íra. Þórhildur Örvarsdóttir söngkona er ásamt Atla í hljómsveitinni ásamt tveimur írskum tónlistarmönnum. Þau vinna nú að samningu og upptöku nýs efnis. Auk þess sem hópurinn verður með tónleika á Græna hattinum næsta laugardagskvöld. Hljómsveitin heitir Torrek og er að sögn Atla blanda af íslenskum og írskum þjóðlagastemmum í elektrónísku umhverfi. Tónleikarnir á Græna hattinum verða hluti af Þjóðmenningarhátíðinni.

Akureyri vikublað hitti liðsmenn Torrek rétt í þann mund sem æfingar voru að hefjast sl. mánudag. Kom á daginn að nokkrum vandkvæðum er bundið að koma hljómsveitinni saman, því Atli býr í Los Angeles, Þórhildur á Akureyri, annar Íranna í Cork en hinn í Madríd.

Akureyri Vikublað spurði Atla hvort honum dygði ekki tónlistarlega að vera „bara“ heimsþekkt kvikmyndatónskáld? Hvort sú væri ástæða þess að hann væri farinn að spila með öðrum eftir einherjastarfum langt skeið.

Nei, greinilega dugar það mér ekki. Þegar ég sem tónlist fyrir kvikmynd kemur kvikmyndin fyrst. Ég hef gaman að því að vera kvikmyndagerðarmaður en þar er maður í raun að búa til bíó með tónlistinni. Ég finn líka fyrir þörf fyrir að gera tónlist á öðrum forsendum, mínum forsendum, gera tónlist bara tónlistarinnar vegna, það hefur verið að aukast hjá mér síðastliðin ár. Ég er að finna ýmisskonar útrás fyrir þetta og Torrek dæmið er hluti af þessu.

Írsk þjóðlagatónlist ólík okkar

Stefnt er að útgáfu geisladisks með Torrek, en ekki er vitað hvenær. Hljómsveitarmeðlimir voru sammála um að praktískar lausnir, svo sem að yfirvinna landfræðilega fjarlægð milli tónlistarmannanna myndu að einhverju leyti ráða útkomunni.

En hvaða orð myndi Atli nota til að lýsa þeirri tónlist sem Torrek semur og flytur?

Í grunninn erum við að taka annars vegar írska þjóðlagahefð og hns vegar íslenska þjóðlagahefð, blanda þessu tvennu saman með elektrónísku ívafi. Svo verðum við með slagverksleikara sem mun spila á indverskar trommur og þar kemur austrænt líka inn. Þetta er kokkteill af áhrifum. Ég kynntist þessum Írum þegar ég var að gera tónlist við mynd á Bretlandseyjum, The Eagle, þá ræddum við að það hlyti að vera tenging milli írskrar og íslenskrar þjóðlagahefðar en við höfum ekki fundið hana enn þannig að við bara ákváðum að búa hana til. Írski arfurinn er svona snör stef, endurtekin, línur sem eru oft stuttar en okkar melódíur eru rosalega langar og hægar, svona jöklatempó á þeim. Það er gaman að blanda þessu tvennu saman, finna leiðir til að þetta fléttist í einhverju formi. Við erum t.d. að taka Bíbí og blaka með írskum köflum, þetta er smárunk upp að vissu marki en ég held við eigum öll sameiginlegt að langa til að finna út eitthvað nýtt, gera eitthvað nýtt.“

 

Það skemmtilega við írsku þjóðlagahefðina er að hún er lifandfi, hún er eins og jógúrtgerill sem heldur áfram að breytast. Okkar þjóðlagahefð er pínu dauð. Svo ég grínist svolítið erum við kannski að vanhlega þessi íslensku lög okkar með því að gefa þeim nýtt líf.“

Rætt verður nánar við Atla í næsta tölublaði um annað spennandi verkefni sem hann tekst á hendur við.

Akureyri vikublað 21. ágúst 2014


Dansað í Ketilhúsinu

Skrifað 19. ágúst 2014 klukkan 15:56 | | Atburðir, Menning |

RebeccaNæstkomandi fimmtudag, 21. ágúst, kl. 16 stendur Listhús í Fjallabyggð, í samvinnu við Listasafnið á Akureyri, fyrir dansgjörningi í Ketilhúsinu. Þá mun Rebecca Wong Dance Group frá Hong Kong sýna Þegar tíminn haltrar (When Time Limps) sem er tilraunakenndur og rýmistengdur dansgjörningur þar sem dansorkan breytist eftir rýminu sem dansað er í.

Dansinn er innblásinn af málverkum og dagbókum Salvadors Dalí og er leið listamannsins í gegnum sköpunarferlið rakin. Með hjálp tónlistarinnar lifna málverkin við og verða að skuggum á vegg sem leiða okkur inn í undarlega og fjarstæðukennda veröld.

Listamennirnir sem sýna eru nútímadansararnir Rebecca Wong Pik-Kei, Wayson Poon Wai-shun og King Lo King-San.

Sýningartími er 50 mínútur. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir.


Greifatorfæran verður á svæði Bílaklúbbs Ak. 16.og 17.ágúst

Skrifað 15. ágúst 2014 klukkan 18:36 | | Atburðir, Íþróttir |

Stærsta Torfærukeppni Íslandssögunnar verður haldinn 16. og 17. ágúst í gryfjunum á svæði B.A ofan Akureyrar.
Greifatorfæra 2. síðustu umferðirnar í Íslandsmótinu 2014.
NEZ formula offroad 2014 tveggja daga keppni.
Keppendalista má finna hér
http://spjall.ba.is/index.php?board=28.0

Myndir frá Greifatorfærunni 2012 Þórir Ó. Tryggvason

s_net_torf-01__1_ THTR26761 THTR26961 THTR27311 THTR27961 THTR28291 THTR29481 THTR30381 THTR30551 THTR30711 THTR30941 THTR31131 THTR31181 THTR31271 THTR36461 THTR36531 THTR36971 THTR37621 THTR37741 (3) THTR38461 THTR38571 THTR38761 THTR38831 THTR39821 THTR39941 THTR40541 THTR40701 THTR44981 THTR45981 THTR46441 THTR46511 THTR46551 THTR47081 THTR48261 THTR48601 THTR48921 THTR51941


Skapandi greinar í Ketilhúsinu

Skrifað 14. ágúst 2014 klukkan 15:51 | | Menning, Sýningar |

???????????????????????????????Næstkomandi laugardag kl. 15 opnar í Ketilhúsinu sýning Urta Islandica ehf.  Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi sem samanstendur af myndlist, gjörningum, vöruhönnun, matvælaiðnaði og verslun. Tilgangurinn er að skoða samlegðaráhrif þessara ólíku sviða og þá orku sem losnar úr læðingi þegar skapandi greinar á borð við myndlist komast í tæri við fjármagn sem tengist viðskiptalífinu og öfugt.  Nánar »


FUKL – Í VERKSMIÐJUNNI Á HJALTEYRI

Skrifað 13. ágúst 2014 klukkan 08:23 | | Menning, Sýningar |

FuklLaugardaginn 16 ágúst kl. 16:00  fer fram dagskrá gjörninga og sýning undir yfirskriftinni  Fukl í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Kukl. Háls, fugl, rödd, kok. Herping, höft. Cervix. Corvus corax.

Cervix er latneskt orð, notað á ensku til að lýsa aðþrengjandi svæði líkamans. Cervix (legháls) er hluti af æxlunarfærum kvenna, en allir hafa cervix þar sem það er líka annað orð yfir háls. Cervix er þröng rás.

Corvus Corax (Latín) er flokkunarfræðilegt heiti yfir hrafninn.

Fukl, er innsetning og gjörningar eftir myndlistarmenn, rithöfunda og tónlistarfólk.

 

Magic, a neck, a bird. Voice, throat. Constriction, restriction. Cervix. Corvus corax.

Cervix is a Latin word, adapted into English to refer to a constricted part of the body. Women have cervixes as part of their reproductive systems, and all humans have cervixes as it is another word for the neck. Cervix is a narrow passage.

Corvus corax is the taxonomic name (of Latin root) for the raven.

Fukl is an installation and performance by artists, writers, and musicians.

 

Dagskráin hefst laugardaginn 16. ágúst 2014, kl. 16:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

FUKL – VERKSMIÐJAN 2014

Koma listamannanna  og viðburðurinn eru styrkt af, Myndlistarsjóði og Menningarráði Eyþings.

Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.


Kristín Gunnlaugsdóttir: Sýningarlok sunnudaginn 17. ágúst

Skrifað 11. ágúst 2014 klukkan 10:01 | | Menning, Sýningar |

Kristin 1Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur í flóru en henni lýkur sunnudaginn 17. ágúst 2014.

Kristín er fædd á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accademia delle Belle Arti í Florence á Ítalíu. Hún er ein af okkar fremstu myndlistarmönnum og einkasýning hennar í Listasafni Íslands á síðasta ári hlaut verðskuldaða athygli. Fyrir þá sýningu fékk Kristín menningarverðlaun DV fyrr á þessu ári. Á sýningunni í Flóru eru fimm verk af þeirri sýningu ásamt nýjum teikningum.  Nánar »


Tríóið Minua í Akureyrarkirkju

Skrifað 09. ágúst 2014 klukkan 14:11 | | Menning, Tónlist |

MinuaTríóið Minua er á ferð um landið og þann 17. ágúst næstkomandi mun tríóið fylla Akureyrarkirkju tregafullum spunahljóheim með tveimur gíturum og bassa klarinettu. Tónsmíðum og spuna verður ofið saman og einföldum laglínum teflt á móti fljótandi, óreiðufullum hljómum. Gítarleikarinn Kristinn Smári Kristinsson, sem er nýútskrifaður úr tónlistarháskólanum í Basel er hér á ferð ásamt félögum sínum þaðan, þeim Luca Aaron sem einnig leikur á gítar og Fabian Willmann bassaklarinettuleikara.

Tónleikarnir hefjast kl 17:00 og er frítt inn.


Prestatríó á Handverkshátíð

Skrifað 08. ágúst 2014 klukkan 17:28 | | Menning, Sýningar |

YfirlitsmyndHandverk201422. Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit var sett í gær, fimmtudaginn 7. ágúst og lýkur á sunnudag. Ester Stefánsdóttir verkefnastjóri segir að aðstandendur hátíðarinnar búi sig undir að taka á móti 15-20.000 gestum. Sýningin hafi m.a. fengið að gjöf 1,5 metra háa gestabók klædda laxaroði og verði hún staðsett í hjarta sýningarinnar. „Við hvetjum gesti til að kvitta fyrir heimsókn sína í hana.“

Sýningin verður að sögn Esterar fjölbreytt líkt og undanfarin ár. 91 sýnandi af öllu landinu mun selja skart, fatnað, fylgihluti, textíl, keramik og gler. Á útisvæðinu er einnig stórt tjald og skálar með ýmiskonar íslenskum matvælum.

Félag ungra bænda á Norðurlandi býður upp á húsdýrasýningu auk skemmtilegra viðburða, Búsaga sýnir gamlar vélar og þjóðháttafélagið Handraðinn setur upp miðaldabúðir. Veitingasala, handverksmarkaður og lifandi tónlist verður alla dagana en uppskeruhátíðin fer fram á laugardagskvödinu.

Matreiðslumenn Greifans sjá um glæsilega grillveislu í sýningarlok.Meðal þeirra sem fram koma eru Pálmi Gunnarsson og hljómsveit sem og Álftagerðisbræður. Þá mun prestatríó stíga á stokk, skipað séra Hildi Eir, séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon. Mun tríóið slá á létta strengi að sögn Esterar.

Akureyri vikublað 7. ágúst 2014