Menning

Dansað í Ketilhúsinu

Skrifað 19. ágúst 2014 klukkan 15:56 | | Atburðir, Menning |

RebeccaNæstkomandi fimmtudag, 21. ágúst, kl. 16 stendur Listhús í Fjallabyggð, í samvinnu við Listasafnið á Akureyri, fyrir dansgjörningi í Ketilhúsinu. Þá mun Rebecca Wong Dance Group frá Hong Kong sýna Þegar tíminn haltrar (When Time Limps) sem er tilraunakenndur og rýmistengdur dansgjörningur þar sem dansorkan breytist eftir rýminu sem dansað er í.

Dansinn er innblásinn af málverkum og dagbókum Salvadors Dalí og er leið listamannsins í gegnum sköpunarferlið rakin. Með hjálp tónlistarinnar lifna málverkin við og verða að skuggum á vegg sem leiða okkur inn í undarlega og fjarstæðukennda veröld.

Listamennirnir sem sýna eru nútímadansararnir Rebecca Wong Pik-Kei, Wayson Poon Wai-shun og King Lo King-San.

Sýningartími er 50 mínútur. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir.


Greifatorfæran verður á svæði Bílaklúbbs Ak. 16.og 17.ágúst

Skrifað 15. ágúst 2014 klukkan 18:36 | | Atburðir, Íþróttir |

Stærsta Torfærukeppni Íslandssögunnar verður haldinn 16. og 17. ágúst í gryfjunum á svæði B.A ofan Akureyrar.
Greifatorfæra 2. síðustu umferðirnar í Íslandsmótinu 2014.
NEZ formula offroad 2014 tveggja daga keppni.
Keppendalista má finna hér
http://spjall.ba.is/index.php?board=28.0

Myndir frá Greifatorfærunni 2012 Þórir Ó. Tryggvason

s_net_torf-01__1_ THTR26761 THTR26961 THTR27311 THTR27961 THTR28291 THTR29481 THTR30381 THTR30551 THTR30711 THTR30941 THTR31131 THTR31181 THTR31271 THTR36461 THTR36531 THTR36971 THTR37621 THTR37741 (3) THTR38461 THTR38571 THTR38761 THTR38831 THTR39821 THTR39941 THTR40541 THTR40701 THTR44981 THTR45981 THTR46441 THTR46511 THTR46551 THTR47081 THTR48261 THTR48601 THTR48921 THTR51941


Skapandi greinar í Ketilhúsinu

Skrifað 14. ágúst 2014 klukkan 15:51 | | Menning, Sýningar |

???????????????????????????????Næstkomandi laugardag kl. 15 opnar í Ketilhúsinu sýning Urta Islandica ehf.  Skapandi greinar í átt að heilbrigðara efnahagskerfi sem samanstendur af myndlist, gjörningum, vöruhönnun, matvælaiðnaði og verslun. Tilgangurinn er að skoða samlegðaráhrif þessara ólíku sviða og þá orku sem losnar úr læðingi þegar skapandi greinar á borð við myndlist komast í tæri við fjármagn sem tengist viðskiptalífinu og öfugt.  Nánar »


FUKL – Í VERKSMIÐJUNNI Á HJALTEYRI

Skrifað 13. ágúst 2014 klukkan 08:23 | | Menning, Sýningar |

FuklLaugardaginn 16 ágúst kl. 16:00  fer fram dagskrá gjörninga og sýning undir yfirskriftinni  Fukl í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Kukl. Háls, fugl, rödd, kok. Herping, höft. Cervix. Corvus corax.

Cervix er latneskt orð, notað á ensku til að lýsa aðþrengjandi svæði líkamans. Cervix (legháls) er hluti af æxlunarfærum kvenna, en allir hafa cervix þar sem það er líka annað orð yfir háls. Cervix er þröng rás.

Corvus Corax (Latín) er flokkunarfræðilegt heiti yfir hrafninn.

Fukl, er innsetning og gjörningar eftir myndlistarmenn, rithöfunda og tónlistarfólk.

 

Magic, a neck, a bird. Voice, throat. Constriction, restriction. Cervix. Corvus corax.

Cervix is a Latin word, adapted into English to refer to a constricted part of the body. Women have cervixes as part of their reproductive systems, and all humans have cervixes as it is another word for the neck. Cervix is a narrow passage.

Corvus corax is the taxonomic name (of Latin root) for the raven.

Fukl is an installation and performance by artists, writers, and musicians.

 

Dagskráin hefst laugardaginn 16. ágúst 2014, kl. 16:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

FUKL – VERKSMIÐJAN 2014

Koma listamannanna  og viðburðurinn eru styrkt af, Myndlistarsjóði og Menningarráði Eyþings.

Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.


Kristín Gunnlaugsdóttir: Sýningarlok sunnudaginn 17. ágúst

Skrifað 11. ágúst 2014 klukkan 10:01 | | Menning, Sýningar |

Kristin 1Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur í flóru en henni lýkur sunnudaginn 17. ágúst 2014.

Kristín er fædd á Akureyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accademia delle Belle Arti í Florence á Ítalíu. Hún er ein af okkar fremstu myndlistarmönnum og einkasýning hennar í Listasafni Íslands á síðasta ári hlaut verðskuldaða athygli. Fyrir þá sýningu fékk Kristín menningarverðlaun DV fyrr á þessu ári. Á sýningunni í Flóru eru fimm verk af þeirri sýningu ásamt nýjum teikningum.  Nánar »


Tríóið Minua í Akureyrarkirkju

Skrifað 09. ágúst 2014 klukkan 14:11 | | Menning, Tónlist |

MinuaTríóið Minua er á ferð um landið og þann 17. ágúst næstkomandi mun tríóið fylla Akureyrarkirkju tregafullum spunahljóheim með tveimur gíturum og bassa klarinettu. Tónsmíðum og spuna verður ofið saman og einföldum laglínum teflt á móti fljótandi, óreiðufullum hljómum. Gítarleikarinn Kristinn Smári Kristinsson, sem er nýútskrifaður úr tónlistarháskólanum í Basel er hér á ferð ásamt félögum sínum þaðan, þeim Luca Aaron sem einnig leikur á gítar og Fabian Willmann bassaklarinettuleikara.

Tónleikarnir hefjast kl 17:00 og er frítt inn.


Prestatríó á Handverkshátíð

Skrifað 08. ágúst 2014 klukkan 17:28 | | Menning, Sýningar |

YfirlitsmyndHandverk201422. Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit var sett í gær, fimmtudaginn 7. ágúst og lýkur á sunnudag. Ester Stefánsdóttir verkefnastjóri segir að aðstandendur hátíðarinnar búi sig undir að taka á móti 15-20.000 gestum. Sýningin hafi m.a. fengið að gjöf 1,5 metra háa gestabók klædda laxaroði og verði hún staðsett í hjarta sýningarinnar. „Við hvetjum gesti til að kvitta fyrir heimsókn sína í hana.“

Sýningin verður að sögn Esterar fjölbreytt líkt og undanfarin ár. 91 sýnandi af öllu landinu mun selja skart, fatnað, fylgihluti, textíl, keramik og gler. Á útisvæðinu er einnig stórt tjald og skálar með ýmiskonar íslenskum matvælum.

Félag ungra bænda á Norðurlandi býður upp á húsdýrasýningu auk skemmtilegra viðburða, Búsaga sýnir gamlar vélar og þjóðháttafélagið Handraðinn setur upp miðaldabúðir. Veitingasala, handverksmarkaður og lifandi tónlist verður alla dagana en uppskeruhátíðin fer fram á laugardagskvödinu.

Matreiðslumenn Greifans sjá um glæsilega grillveislu í sýningarlok.Meðal þeirra sem fram koma eru Pálmi Gunnarsson og hljómsveit sem og Álftagerðisbræður. Þá mun prestatríó stíga á stokk, skipað séra Hildi Eir, séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon. Mun tríóið slá á létta strengi að sögn Esterar.

Akureyri vikublað 7. ágúst 2014


Sýning í Verksmiðjunni

Skrifað 08. ágúst 2014 klukkan 12:05 | | Menning, Sýningar |

mynd af kunstschlUm helgina var opnuð ný sýning í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Björk Viggósdóttir, Dóra Hrund Gísladóttir, Hanna Kristín Birgisdóttir, Þorvaldur Jónsson, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Helgi Þórsson, Kristín Karolína Helgadóttir, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Sigmann Þórðarson, Þórdís Erla Zoega, Þorgerður Þórhallsdóttir, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Victor Ocares, Sigurður Ámundason og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir standa að sýningunni.

Sýningin er kennd við Kunstschlager sem stendur fyrir myndlistaskemmtun í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Fjöllbreyttur hópur ungra listamanna sýnir þar myndlist.

 


Goddur fjallar um feril Gísla B.

Skrifað 07. ágúst 2014 klukkan 14:14 | | Menning, Sýningar |

Gisli BNæstkomandi sunnudag, 10. ágúst, kl. 15-16 mun Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) halda fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri um starfsferil Gísla B. Björnssonar í grafískri hönnun síðastliðna fimm áratugi. Goddur er prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur um árabil stundað rannsóknir á íslensku myndmáli og táknmyndum í auglýsingum.

Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af síðustu dögum yfirlitssýningar Gísla B. í Ketilhúsinu, Fimm áratugir í grafískri hönnun, sem lýkur 10. Ágúst.  Nánar »


Handverkshátíðin verður sett á morgun

Skrifað 06. ágúst 2014 klukkan 11:39 | | Menning, Sýningar |

????????Handverkshátíðin verður sett á morgun í 22. sinn og mikið um dýrðir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra setur hátíðina kl:12. Fjöldi nýrra sýnenda tekur þátt í ár og fjölbreytnin er mikil. Á útisvæðinu er risið 250 fermetra tjald þar sem matvælaframleiðendur koma sér fyrir. Nánar »


Endurnýting og endurhönnun á Amtsbókasafninu

Skrifað 01. ágúst 2014 klukkan 16:44 | | Menning, Sýningar |

EndurnytingÁ Amtsbókasafninu hefur verið sett um sýning þar sem fimm konur sýna hvernig gamlir hlutir, gömul föt og jafnvel skyndibitaumbúðir geta breyst í listaverk eða nytjahluti.

Hér er bæði endurunnið og endurhannað!

Eygló Antonsdóttir – Draumafangarar og teiknimyndasögur

Halla Birgisdóttir – Mósaík, kross og hjörtu

Helga Björg Jónasardóttir – Barnaföt

Halldóra Björg Sævarsdóttir – Kjólar

Jónborg Sigurðardóttir – Blómapottar og slæðukjóll

Skilaboð þessara skapandi kvenna eru að við hættum að henda og reynum frekar að finna hlutum nýtt hlutverk!

Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin á afgreiðslutíma safnsins.


Eyþór Ingi og Óskar Pétursson með Óskalagatónleika í Akureyrarkirkju

Skrifað 29. júlí 2014 klukkan 11:51 | | Menning, Tónlist |

Oskar og EythorEnn eina ferðina ætla vinirnir Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson að halda Óskalagatónleika í Akureyrarkirkju um Verslunarmannahelgina. ,,Okkur finnst þetta afar skemmtilegt og getum eiginlega ekki hætt, þrátt fyrir að Óskar sé eiginlega orðinn allt of gamall til að halda tónleika. Við getum ekki lofað mikilli kyrrð, en lofum léttu andrúmslofti, gríni og fjölbreyttri tónlist. Tónleikagestir velja lögin, við flytjum þau“.  Nánar »


Kunstschlager leggur land undir fót og heimsækir perlu Norðurlands: Hjalteyri.

Skrifað 29. júlí 2014 klukkan 09:41 | | Menning, Sýningar |

KunstschlagerKunstschlager stendur fyrir myndlistaskemmtun í Verksmiðjunni á Hjalteyri og verður opnun um sjálfa Verslunarmannahelgina. Fjölbreyttur hópur ungra listamanna sýnir myndlist og mun sannkölluð karnival stemning svífa yfir vötnum.

Innsetningar, gjörningar, videó verk, grill, Kunstschlager basar, happdrætti, pílukast, músík, varðeldur og stuð!

Kunstschlager rottan mun svo slá botninn í fjörið og stýra brekkusöng á bryggjunni.  Nánar »


EKKERT ER ÓBREYTT

Skrifað 26. júlí 2014 klukkan 13:27 | | Menning, Sýningar |

Ekkert er obreyttÍ dag, laugardaginn 26. júlí kl 15 opnar sýningin Ekkert er óbreytt í sal Myndlistafélagsins á og stendur til 4. ágúst. Þema sýningarinnar er umrót og breytileiki, þar sem rými og listsköpun umbreyta hvort öðru. Eðlileg þróun náttúrunnar er hreyfing og breyting þar sem ekkert helst eins frá degi til dags. Listakonurnar Hekla Björt Helgadóttir og Karólína Baldvinsdóttir hafa þessar sífelldu breytingar í fyrirrúmi þar sem þær hyggjast endurskapa og breyta sýningunni stöðugt. Því má segja að ný sýning verði til á hverjum degi og aldrei eins umhorfs í salnum.  Nánar »


Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Skrifað 24. júlí 2014 klukkan 19:30 | | Menning, Tónlist |
Eyþór Ingi Jónsson og Jón Þorsteinsson

Eyþór Ingi Jónsson og Jón Þorsteinsson

Á síðustu Sumartónleikum sumarsins munu þeir Jón Þorsteinsson, tenór og Eyþór Ingi Jónsson, organisti flytja íslenska sálma og söngverk eftir J.S. Bach og G.F. Händel.  Þeir félagar hafa oft unnið saman áður og þá yfirleitt flutt saman sálma, en þeir leggja mikla áherslu á að draga fram fallegar laglínur sálmalaganna og túlka texta þeirra með virðingu og ástúð.  Spunakenndur undirleikur einkennir einnig flutning þeirra á sálmum.  Nánar »