Íþróttir

Myndir úr leik KA/Þórs og Fram í kvöld.

Skrifað 22. september 2014 klukkan 23:06 | | Handbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR2373THTR2385THTR2390THTR2393THTR2400THTR2402THTR2405THTR2415THTR2425THTR2428THTR2430THTR2448THTR2458THTR2492THTR2498THTR2502THTR2507THTR2517THTR2521THTR2531THTR2547THTR2554THTR2558THTR2565THTR2571THTR2576

 


Þriggja marka tap gegn Fram

Skrifað 22. september 2014 klukkan 21:49 | | Handbolti, Íþróttir |
Mynd: Þórir Tryggvason

Mynd: Þórir Tryggvason

KA/Þór er enn án stiga eftir tvær umferðir í Olísdeild kvenna í handbolta eftir þriggja marka tap gegn Fram í leik sem fram fór í KA-heimilinu í kvöld. Fram er aftur á móti með fullt hús stiga. Lokatölur leiksins urðu 19-22 fyrir Fram.

Martha Hermannsdóttir var markahæst leikmanna KA/Þór með 6 mörk, Katrín Vilhjálmsdóttir kom næst með 5, Paula Chirila og Birta Fönn með 3 mörk hver og þær Laufey Lára Höskuldsdóttir og Harpa Rut Jónsdóttir eitt mark hvor.

Hjá Fram voru   Ragnheiður Júlíusdóttir og Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir markahæstar með 4 mörk hvor.


Þór/KA í þriðja sætið eftir sigur á Fylki

Skrifað 22. september 2014 klukkan 20:04 | | Fótbolti, Íþróttir |

THTR0577Stelpurnar í Þór/KA sóttu lið Fylkis heim í sautjándu og næst síðustu umferð Pepsídeildar kvenna í knattspyrnu í dag. Þór/KA var í fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn með 27 stig tveimur stigum á eftir Fylki sem var með 29. Skemmst er frá því að segja að Þór/KA skellti Fylki með einu marki og var þar að verki Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoraði markið á 50. mínútu. Liðið getur svo gulltryggt þriðja sætið í deildinni með sigri á FH í síðustu umferð sem fram fer næstkomandi laugardag á Þórsvelli.


Olísdeild kvenna: KA/Þór tekur á móti Fram í dag

Skrifað 22. september 2014 klukkan 11:30 | | Handbolti, Íþróttir |

THTR9124Í kvöld klukkan 18:00 tekur kvennalið KA/Þórs í handbolta á móti liði Fram í leik sem fram fer í KA-heimilinu. KA/Þór hóf keppni í Olísdeildinni um helgina  þegar liðið sótti Val heim í Vodafonehöllina í leik þar sem Valur hafði betur 18-14 en staðan í hálfleik var 8-6 Val í vil. Fram hóf keppni í mótinu á því að vinna stórsigur á Selfyssingum 33-21 í Framhúsinu.


Naumt tap gegn Haukum í sveiflukenndum leik í Hafnarfirði

Skrifað 21. september 2014 klukkan 23:01 | | Handbolti, Íþróttir |
Kristján Orri í leik gegn ÍR 6. mars 2014. Mynd Þórir Tr.

Kristján Orri í leik gegn ÍR 6. mars 2014. Mynd Þórir Tr.

Akureyri varð að sætta sig við eins marks tap, 24-23 í sveiflukenndum leik gegn Haukum á Íslandsmótinu í handbolta í Hafnarfirði á sunnudaginn.

Elías Már Halldórsson skoraði fyrsta mark leiksins gegn sínum gömlu félögum í Haukum, en hann lét óþarflega lítið fyrir sér fara í leiknum. Akureyri saknaði skyttunnar ungu Brynjars Hólm Grétarssonar sem var meiddur og verður væntanlega einnig frá gegn Stjörnunni á fimmtudagskvöldið þar sem hann verður væntanlega í leikbanni.

Fyrri hálfleikurinn var mjög góður hjá Akureyringum sem léku fantavel í vörninni auk þess sem Sigþór Heimisson fór hamförum í sóknarleiknum. Hann skoraði 5 mörk í fyrri hálfleiknum og réðu varnarmenn Hauka ekkert við hann. Staðan vænleg í hálfleik fyrir norðanmenn sem leiddu 12-15.

Þrátt fyrir að línumaðurinn sterki Þrándur Gíslason skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks og kom Akureyri í 12-16, virtist sem þeir hefðu tekið eitthvað róandi í hálfleiknum. Haukar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn  og komust yfir 17-16 á örskömmum tíma.

Þar má segja að Haukar hafi lagt grunn að sigrinum þó Akureyringar gæfust ekki upp þrátt fyrir að vera þrem mörkum undir 5 mínútum fyrir leikslok. Þrátt fyrir slakan sóknarleik í síðari hálfleiknum náðu þeir að minka muninn í eitt mark og unnu síðan boltann þegar skammt var eftir. Þegar tíminn var að renna út skaut Elías Már Halldórsson af löngu færi, en náði ekki að skora og Haukar fögnuðu því fyrsta sigri sínum á Íslandsmótinu.

Segja má að bestu menn liðsins hafi verið varnartröllin Sverrir og Ingimundur sem einnig skilaði sínu í sóknarleiknum. Sigþór mjög góður í sókn í fyrri hálfleik og Kristján Orri Jóhannsson stóð vel fyrir sínu. Markvarsla liðsins var þó ekki nægilega góð að þessu sinni og vörðu þeir félagar Tomas Olason og Bjarki Símonarson aðeins fimm skot hvor.

Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni kl. 18.00 á fimmtudaginn og fer hann fram í Íþróttahöllinni á Akureyri. Vonandi fjölmenna Akureyringar og styðja sína menn. Þeir tveir leikir sem liðið hafur spilað til þessa lofa góðu, en ekkert jafnast á við góðan stuðning á heimavelli.

Mörkin: Kristján Orri Jóhannsson 7/4, Sigþór Heimisson 6, Ingimundur Ingimundarson 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Andri Snær Stefánsson 2, Þrándur Gíslason 2 og Elías Már Halldórsson 1.

ÞLA


Sportið um helgina

Skrifað 20. september 2014 klukkan 09:30 | | Fréttir, Íþróttir |
Ævar Ingi og félagar í KA taka á móti ÍA í loka umferð 1. deildar karla í dag laugardag.

Ævar Ingi og félagar í KA taka á móti ÍA í loka umferð 1. deildar karla í dag laugardag.

Í dag, laugardag verður leikin síðasta umferðin í fyrstu deild karla. Þá á KA heimaleik gegn ÍA sem hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild að ári. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst klukkan 14:00. Þá fer einnig fram síðasta umferðin í annarri deild karla og þá tekur KF á móti Gróttu sem þegar hefur tryggt sér sæti í fyrstu deild að ári. Leikurinn fer fram á Ólafsfjarðarvelli klukkan 14:00. Á sama tíma sækir lið Dalvíkur/Reynis lið ÍR heim og fer leikurinn fram á Herzvellinum. Að lokum fara Völsungar frá Húsavík til Hornafjarðar og etja kappi við Sindra. Allir leikir laugardagsins hefjast klukkan 14:00.

Stelpurnar í KA/Þór sem leika í Olís-deildinni hefja leik á Íslandsmótinu á laugardag þegar liðið sækir Val heim í Vodafonehöllina leikurinn hefst klukkan 15:00.

Íshokkí:

Deildarkeppnin í íshokkí er hafið og mætir Skautafélag Akureyrar að venju til leiks með hörkulið. SA hefur þegar spilað þrjá leiki og eru efstir með sjö stig. Næsti leikur liðsins er í dag, laugardag og fær þá SA lið Bjarnarins í heimsókn og hefst leikurinn kl. 16:30. Strax á eftir leik SA og Bjarnarins í meistaraflokki karla (c.a. 19:30) hefst deildarkeppnin í meistaraflokki kvenna en þá spila SA Ásynjur við kvennalið Bjarnarins.

Á morgun sunnudag á Akureyri útileik gegn Haukum í Olísdeild karla í handbolta í leik sem fram fer í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði og hefst leikurinn klukkan 15:00. Klukkutíma síðar eða klukkan 16:00 sækja Þórsarar lið Vals heim í 20. umferð Pepsí-deildar karla leikurinn fram fer á Vodafonevellinum.

Kraftlyftingar: í dag og á morgun fer fram Íslandsmeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum sem haldið er í aðstöðu KFA í sunnuhlíð. Keppt er í yngri flokki á laugardag og eldri hópi á sunnudag. Keppni í dag hefst klukkan 14:00.


Gott start Akureyringa á Íslandsmótinu í handbolta.

Skrifað 19. september 2014 klukkan 13:30 | | Handbolti, Íþróttir |
Mynd: Þórir Tryggvason

Mynd: Þórir Tryggvason

Lið Akureyringa gerði góða ferð í Kópavoginn á fimmtudagskvöldið og sigraði heimamenn í HK 21-25 í fyrstu umferð Úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Fyrirfram var lið Akureyringa talið sigurstanglegra í leiknum og óhætt að segja að liðið hafi siglt öruggum sigri í höfn.

Það sást strax í hvað stefndi, Akureyri komst í 4-12 og hafði örugga forystu í hálfleik 9-13. Síðari hálfleikurinn var mun jafnari, en sigurinn aldrei í hættu. Sterkur varnarleikur og fín markvarsla Tomas Olason sem varði 19 skot í leiknum var nokkuð sem HK-ingar réðu ekki við. Kristján Orri Jóhannsson og Brynjar Hólm Grétarsson voru athvæðamiklir í sókninni, en Brynjar gerði sig þó sekan um slæm mistök í lokin er hann lét reka sig útaf að ástæðulausu. Hann fékk beint rautt spjald fyrir vikið og á því yfir höfði sér leikbann. Þetta fer vonandi í reynslubankann hjá þessum stórefnilega leikmanni, en menn læra víst mest af mistökunum eins og sagt er.

Mörk Akureyri: Kristján Orri Jóhannsson 7/1, Brynjar Hólm Grétarsson 5, Elías Már Halldórsson 3, Þrándur Gíslason 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Ingimundur Ingimundarson 2, Andri Snær Stefánsson 1, Halldór Logi Árnason 1 og Sigþór Heimisson 1.

Næsti leikur Akureyringa er gegn Haukum í Hafnarfirði á Sunnudaginn, en Haukar töpuðu nokkuð óvænt gegn Fram 21-22 í fyrsta leik og koma því eflaust dýrvitlausir til leiks.

Önnur óvænt úrslit í fyrstu umferð var jafntefli ÍR og Vals, 23-23 og spurning hvort rekja megi þau til hins óvænta brotthvarfs Ólafs Stefánssonar þjálfara Vals rétt fyrir mót sem valdið hefur mörgum handboltaunnendum sem og Gróu kerlingu á Leiti nokkrum heilabrotum.

ÞLA


Akureyri sæki HK heim í Olísdeild karla í handbolta í kvöld.

Skrifað 18. september 2014 klukkan 11:32 | | Handbolti, Íþróttir |

Valþór í færi gegn FH 13. febrúar 2014Olís-deildin byrjar í kvöld og er fyrsti leikur Akureyri handboltafélags útileikur gegn HK. Liði Akureyrar er spáð ágætu gengi í vetur en af flestum er HK spáð slöku gengi. Lið Akureyrar hefur tekið nokkrum breytingum frá síðasta tímabili og verður spennandi að sjá hvernig liðinu vegnar í vetur. Leikurinn fer fram í Digranesi og hefst klukkan 19:30.


Þór fallið eftir tap gegn FH

Skrifað 15. september 2014 klukkan 07:38 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

Thor_FH_0028Í gærkvöld mættust lið Þórs og FH á Þórsvelli í 19. umferð Pepsi deildar karla. Fyrir leik var vitað að með tapi myndu Þórsarar staðfesta veru sína í 1. deild að ári. FH­ingar hinsvegar í toppmálum í deildinni en þeir voru í efsta sætinu fyrir umferðina.

Rétt fyrir leik féll stuðningsmaður FH úr stúkunni á Þórsvelli og seinkaði leiknum því um nokkrar mínútur á meðan verið var að hlúa að manninum sem var svo fluttur á brott með sjúkrabíl.

Leikurinn sjálfur fór svo mjög rólega af stað. Mikið rok var í Þorpinu og hafði það mikil áhrif á leikinn. Þórsarar byrjuðu með vindinn í bakið og virtist það veita þeim byr undir báða vængi því þeir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Ekkert merkilegt gerðist þó í fyrri hálfleik ef frá er talið atvik sem átti sér stað undir lok hans. Þar virtist Steven Lennon, framherji FH, sparka viljandi í Atla Jens Albertsson, varnarmann Þórs, eftir að dómarinn hafði blásið í flautu sína. Ekkert var þó gert í málinu og Steven Lennon því heppinn að sleppa.

Í seinni hálfleik mættu FH­ingar þó sterkari til leiks. Þeir notuðu hvert tækifæri sem gafst til að setja boltann upp í vindinn og skapa þannig hættu inná teig Þórsara. Fyrsta mark leiksins kom svo á 61. mínútu. Þá tók Ólafur Páll Snorrason hornspyrnu á nærstöng og þangað mætti Kassim Doumbia og stangaði boltann í netið. Einungis 3 mínútum seinna kom svo seinna mark leiksins. Þá var það sama uppskrift, Óli Palli á Kassim. Nú var það aukaspyrna sem Óli tók, setti boltann á fjærstöng í þetta skiptið og þangað mætti Kassim til að setja boltann í netið. Á 73. mínútu kom svo hættulegasta marktækifæri Þórsara. Sigurður Marinó Kristjánsson tók þá aukaspyrnu utan af velli, sem sveif í fallegum boga og small í þverslánni, rosalegt skot.

Lokatölur á Þórsvelli 0­2 og Þórsarar því fallnir. FH­ingar hinsvegar í þægilegum málum í toppsætinu en þeir hafa tveggja stiga forskot á Stjörnuna þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir.

AEF

Myndir úr leiknum Palli Jóh: Thor_FH_001 Thor_FH_004 Thor_FH_008 Thor_FH_0013 Thor_FH_0015 Thor_FH_0016 Thor_FH_0020 Thor_FH_0021 Thor_FH_0023 Thor_FH_0025 Thor_FH_0028 Thor_FH_0030 Thor_FH_0031 Thor_FH_0034 Thor_FH_0037 Thor_FH_0038 Thor_FH_0040 Thor_FH_0044


Góður árangur hjá KFA á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu

Skrifað 14. september 2014 klukkan 13:27 | | Fréttir, Íþróttir |
Ragnheiður og Þorbergur. Mynd: kraft.is

Ragnheiður og Þorbergur. Mynd: kraft.is

Þorbergur Guðmundsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar  (KFA) og Ragnheiður K. Sigurðardóttir úr Gróttu urðu stigameistarar á Íslandsmeistaramótinu í réttstöðulyftu sem fram fór í Kópavogi í gær. Þorbergur sem keppir í +120 kg flokki lyfti 340 kílóum.  Þá sigraði Viktor Samúelsson einnig úr KFA í 120 kg flokki hann lyfti 310 kg og reyndi við 320 kg en sú lyfta var ógild.  Í 93 kg flokki varð Halldór Kristinn Harðarson úr KFA  í öðru sæti með 240 kg en Halldór fór upp með 255 kg sem hefði dugað honum til sigurs en lyftan var ógild.

Í kvennaflokkum fékk Kraftlyftingafélag Akureyrar tvo titla. Í 72 kg flokki var Alexandra Guðlaugsdóttir meistari hún lyfti 160 kg og fyrir það 157,6 stig. Þá varð Fríða Björk Einarsdóttir hlutskörpust í 84 kg flokki en hún lyfti 175 kg og fyrir það hlaut hún 158,3 stig. Í öðru sæti varð svo Hulda B. Waage einnig úr KFA hún lyfti 160 kg og hlaut 146,9 stig.

Kraftlyftingafélag Akureyrar varð stigahæsta liðið á mótinu í sameiginlegri keppni karla og kvenna.

Glæsilegur árangur hjá KFA


Þór mætir FH í dag

Skrifað 14. september 2014 klukkan 12:00 | | Fótbolti, Íþróttir |

THTR8806Í dag tekur Þór á móti FH í nítjándu umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu í leik sem fram fer á Þórsvelli. Staða liðanna er ólík þar sem Þór situr í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig en FH er á toppnum með 41, tveimur stigum meira en Stjarnan sem er í örðu sætinu. Leikur Þórs og FH hefst klukkan 17:00


Á döfinni

Skrifað 13. september 2014 klukkan 09:30 | | Íþróttir |
Mynd frá NM í lyftingum 2013. Mynd Palli Jóh

Mynd frá NM í lyftingum 2013. Mynd Palli Jóh

Í dag, laugardaginn 13. September eiga grannar okkar í Dalvík/Reyni  heimaleik gegn Reyni S. á Dalvíkurvelli og hefst leikur liðanna klukkan 14:00. Á sama tíma sækja KA-menn Selfyssinga heim í leik sem fram fer á  Jáverkvellinum á Selfossi, sömu sögu er að segja af KF, þeir eiga útileik gegn Njarðvík. Þessi leikir hefjast allir klukkan 14:00. Þá fer einnig fram lokaumferðin í þriðju deild karla og sækir Magni frá Grenivík lið Leikni frá Fáskrúðsfirði  heim, leikurinn hefst klukkan 14:00.

Íslandsmótið í réttstöðulyftu fer fram í Kópavogi nú um helgina og þar ætla félagar í Kraftlyfingafélagi Akureyrar (KFA) sér stóra hluti. Í flokki kvenna munu Alexandra Guðlaugsdóttir -72kg flokki, Fríða Björk Einarsdóttir -84kg fl., Hulda B. Waage -84kg fl. og Elíngunnur Anna Sigurðardóttir +84kg fl. keppa fyrir KFA. Í karlaflokki verða þeir Halldór Kristinn Harðarson -93kg fl, Viktor Samúelsson -120kg fl  og Þorbergur Guðmundsson +120kg flokki fulltrúar KFA.

Á sunnudag tekur Þór á móti FH  í Pepsí-deild karla í knattspyrnu í leik sem fram fer á Þórsvelli og hefst leikur liðanna klukkan 17:00.

Akureyri vikublað 11. september 2014


Evrópuleikar Special Olympics

Skrifað 11. september 2014 klukkan 13:00 | | Fréttir, Íþróttir |
Sundmaðurinn  Axel Birkir Þórðarson úr sundfélaginu Óðni

Sundmaðurinn Axel Birkir Þórðarson úr sundfélaginu Óðni

Dagana 9.-13. september fara fram Evrópuleikar  Special Olympics sem haldnir eru í Belgíu. Þar tekur m.a. þátt sundmaðurinn Axel Birkir Þórðarson úr sundfélaginu Óðni. Á leikunum er keppt í 10 greinum  en Íslendingar taka þátt í boccia, badminton, borðtennis, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og sundi. Auk sundfélagsins Óðins koma keppendur frá aðildarfélögum ÍF, ÍFR og Ösp í Reykjavík, Nes Reykjanesbæ, Fjörður Hafnarfirði, Suðri Selfossi, Eik Akureyri, Völsungur Húsavík, Ívar Vestfjörðum.

Alls koma keppendur frá 58 þjóðum alls um 2.000. Gert er ráð fyrir þúsund aðstandendum sem koma m.a. frá Íslandi. Þá munu um 4.000 sjálfboðaliðar aðstoða við leikana og gert er ráð fyrir að áhorfendur verði um 40.0000.

Axel Birkir mun njóta liðstyrks Dýrleifar Skjóldal í ferðinni og býr íslenski hópurinn  í vinabæ Íslands sem er Kortrijk.

Akureyri vikublað 11. september 2014

Axel Birkir ásamt félögum sínum að loknu Asparmóti í fyrra.

Axel Birkir ásamt félögum sínum að loknu Asparmóti í fyrra.


Okkar menn í landsliðinu og myndasyrpa

Skrifað 10. september 2014 klukkan 23:47 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndasyrpa úr landsleik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli 09.09.2014.

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

Sölvi Geir Ottesen

Sölvi Geir Ottesen

Birkir Bjarnason

Birkir Bjarnason

Aron Einar Gunnarsson

Aron Einar Gunnarsson

Haukur Heiðar Hauksson

Haukur Heiðar Hauksson

THTR0857 THTR0944 THTR0975 THTR1003 THTR1004 THTR1006 THTR1029 THTR1047 THTR1083 THTR1089 THTR1127 THTR1142 THTR1221 THTR1224 THTR1300 THTR1309 THTR1324 THTR1344 THTR1385 THTR1397 THTR1406 THTR1437 THTR1459 THTR1505 THTR1537 THTR1593 THTR1609 THTR1642 THTR1646 THTR1671 THTR1688 THTR1720 THTR1818 THTR1844 THTR1895 THTR1903 THTR1912 THTR1926 THTR1941 THTR2002 THTR2054 THTR2055 THTR2070 THTR2084 THTR2135 THTR2147 THTR2153 THTR2186 THTR2189 THTR2201 THTR2210 THTR2244 THTR2268


SA sigraði SR

Skrifað 10. september 2014 klukkan 10:15 | | Fréttir, Íshokkí, Íþróttir |

THTR82451Skautafélag Akureyrar sigraði SR 5-3 í leik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöld. Var leikur liðanna liður í annarri umferð Íslandsmótsins í íshokkí karla.  SA sem mátti þola tap gegn Birninum í fyrstu umferð í framlengdum leik byrjuðu leikinn í gær af miklum krafti. Eftir aðeins þriggja mínútna leik var SA komið í 2-0. SR minnkaði muninn fljótlega í 2-1 og þannig var staðan eftir fyrstu lotu. SA jók forskotið í 3-1 strax í upphafi annarrar lotu en SR minnkaði muninn í 3-2 á lok lotunnar.  SA bætti svo við tveimur mörkum í þriðju lotu án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig og lokatölur leiksins urðu 5-3 SA í vil.

Mörk SA: Ingvar Þór Jónsson 2, Andri Már Mikaelsson, Ben DiMarco og Orri Blöndal eitt mark hver.

Mörk gestanna: Robbie Sigurðsson 2 og Arnþór Bjarnason 1.