Íþróttir

Myndir úr leik SA Vík­ing­a og UMFK Esju Í gær.

Skrifað 01. október 2014 klukkan 23:00 | | Íshokkí, Íþróttir |

Umfjöllun HÉR     Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR4037 THTR4049 THTR4074 THTR4095 THTR4101 THTR4164 THTR4166 THTR4169 THTR4206 THTR4254 THTR4257 THTR4261 THTR4263 THTR4266 THTR4270 THTR4293 THTR4316 THTR4333 THTR4357 THTR4378 THTR4392 THTR4399 THTR4400 THTR4433 THTR4434 THTR4438 THTR4473 THTR4494 THTR4504 THTR4509 THTR4531 THTR4561 THTR4569 THTR4600 THTR4603 THTR4614 THTR4622 THTR4628 THTR4634 THTR4678 THTR4684 THTR4724 THTR4735 THTR4741 THTR4764 THTR4767 THTR4816 THTR4822

 


Esja kom sá og sigraði SA Víkinga

Skrifað 30. september 2014 klukkan 23:27 | | Íshokkí, Íþróttir |
Mynd: Þórir Tryggva

Mynd: Þórir Tryggva

Íslandsmeistarar SA í íshokkí tóku á móti  Esjunni í Skautahöllinni á Akureyri og þar er óhætt að segja að óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós því nýliðarnir fóru með 2-5 sigur af hólmi.  Liðin höfðu einu sinni áður mæst og þá höfðu Akureyringar betur en nú snérist dæmið við. Gestirnir komust í 1-3 í fyrsta leikhluta og þegar síðasti leikhlutinn hófst voru gestirnir yfir 1-4.  SA minnkaði muninn snemma í leikhlutanum en gestirnir bættu fimmta markinu við undir lok leiksins.


Kristófer og Stefanía með íslandsmet á Special Olympics

Skrifað 29. september 2014 klukkan 10:37 | | Íþróttir |
Hópurinn frá íslandi

Hópurinn frá íslandi

Alls tóku 29 keppendur frá Íslandi tóku þátt í Evrópuleikum Special Olympics í Antwerpen í Belgíu 13. – 21. September. Special Olympics samtökin voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni árið 1968.  Auk íþróttaviðburða starfa samtökin markvisst að því að efla og bæta lífsgæði fólks með  þroskahömlun. Skráðir iðkendur eru nú um 4 milljónir. Íslendingar kepptu í boccia, badminton, borðtennis, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og sundi.  Það var Ómar Karvel Guðmundsson frá Suðureyri sem var fyrstur Íslendinga til að keppa í badminton á leikum Special Olympics.  Keppendur komu frá ÍFR og Ösp í Reykjavík, Nes Reykjanesbæ, Firði Hafnarfirði, Suðra Selfossi, Eik Akureyri, Óðni Akureyri, Völsungi Húsavík og Ívari á Vestfjörðum. Hópur aðstandenda kom frá Íslandi, fylgdist með sínu fólki og hvatti hópinn til dáða. 2000 keppendur frá 58 löndum mættu á leikana en keppt var í 10 greinum.  Alls voru þar um 4000 sjálfboðaliðar og áhorfendur voru um 40.0000.   Þrír Akureyringar kepptu á Evrópuleikunum, Axel Birkir Þórðarson frá Óðni keppti í sundi og Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Kristófer Sigmarsson frá Eik í frjálsum íþróttum. Bæði Stefanía og Kristófer settu íslandsmet í sínum greinum, Stefanía setti glæsilegt nýtt íslandsmet í langstökki og stökk 4,54 metra sem er mikil bæting frá fyrra meti og með þessu stökki tryggði hún sér gullið. Kristófer keppti í langstökki og 400m hlaupi og náði að krækja í 3 sæti á tímanum 58,20 sekúndum sem er nýtt íslandsmet. Frábær árangur hjá okkar fólki.


Þór – Breiðablik í dag. (Myndir)

Skrifað 28. september 2014 klukkan 23:08 | | Fótbolti, Íþróttir |

Umfjöllun HÉR    Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR3658 THTR3660 THTR3677 THTR3699 THTR3709 THTR3717 THTR3731 THTR3744 THTR3765 THTR3775 THTR3776 THTR3786 THTR3791 THTR3795 THTR3799 THTR3802 THTR3806 THTR3819 THTR3821 THTR3824 THTR3833 THTR3839 THTR3840 THTR3847 THTR3851 THTR3859 THTR3864 THTR3868 THTR3871 THTR3873 THTR3879 THTR3881 THTR3888 THTR3890 THTR3892 THTR3896 THTR3958 THTR3972 THTR3980 THTR3985 THTR3989 THTR3994


Þór skellti Breiðablik í síðasta heimaleik sumarsins.

Skrifað 28. september 2014 klukkan 19:45 | | Fótbolti, Íþróttir |
Kristinn Þór Rósbergsson skoraði síðara mark Þórs. Mynd: Palli Jóh

Kristinn Þór Rósbergsson skoraði síðara mark Þórs. Mynd: Palli Jóh

Þórsarar mættu Breiðabliki í dag í 21.umferð Pepsi deildar karla í dag. Heimamenn fóru með 2 ­ 0 sigur á hólmi en þetta var fyrsti sigur þeirra síðan í 10.umferð þegar liðið sigraði KR Heimamenn byrjuðu leikinn með látum og eftir aðeins 3.mínútur voru þeir komnir yfir. Eftir laglegt samspil barst boltinn á Kristinn Rósbergsson sem kom með góða fyrirgjöf beint á Jóhann Helga Hannesson sem skallaði boltann í netið. Stuttu síðar áttu Blikar hörku skalla í slá en heppnin með Þórsurum í það skiptið. Ekki var mikið um opin færi í hálfleiknum og þegar flautað var til leikhlés var staðan 1 ­ 0 heimamönnum í vil.

Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og settu fína pressu á heimamenn í upphafi. En eins og í seinni fyrri hálfleik var ekki mikið um opin færi og baráttan var meira áberandi. Annað mark leiksins og annað mark heimamanna kom síðan á 82.mínútu. Þar var að verki Kristinn Þór Rósbergsson. Hann fékk langa sendingu fram völlinn náði að þræða sig í gegnum vörn Blika og skoraði. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og langþráður sigur Þórsara staðreynd. Blikar eiga eftir leikinn ekki möguleika á 4.sæti deildarinnar sem gefur rétt á að spila í forkeppni evrópudeildarinnar á næsta ári.

BKM


Þór tekur á móti Breiðabliki í dag

Skrifað 28. september 2014 klukkan 10:55 | | Fótbolti, Íþróttir |

Thor_FH_0028Í dag verður leikinn næst síðasta umferðin í Pepsídeild karla og verkefni Þórs verður að taka á móti liði Breiðabliks í leik sem fram fer á Þórsvelli.  Þór er sem fyrr á botni deildarinnar og er fallið og mun því leika í fyrstu deild að ári. Breiðablik er hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar. Leikur Þórs og Breiðablik er jafnfram síðasti heimaleikur Þórs í sumar og má segja að með þessum leik ljúki formlega knattspyrnusumrinu hér á Akureyri.  Þór mun svo mæta KR í síðasta leik sumarsins á KR velli laugardaginn 4. október.

Leikur Þórs og Breiðabliks fer fram á Þórsvelli og hefst hann klukkan 14:00


Allar flóðgáttir opnuðust þegar Þór/KA sigraði FH 8-1

Skrifað 27. september 2014 klukkan 22:30 | | Handbolti, Íþróttir |

Katrin AsbjornsdottirÞór/KA mætti FH­ingum í dag í loka umferð Pepsi deildar kvenna. Heimakonur í Þór/KA voru með gríðarlega yfirburði í leiknum og sigurðu þær leikinn 8 ­ 1.

Það var strax á 1.mínútu sem heimakonur komust yfir Kayla Grimsley átti flottan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann á Katrínu Ásbjörnsdóttur sem skoraði. Aðeins 7 mínútum síðar var staðan orðin 2 ­ 0 og aftur var það Katrín sem skoraði, í þetta skipti eftir hornspyrnu frá Láru Einarsdóttur. Gestirnir minnkuðu þó muninn á 29. mínútu en það gerði Guðrún Eggertsdóttir. En áður en fyrri hálfleik lauk skoruðu Þór/KA konur aftur. Markið skoraði Lillý Hlynsdóttir eftir flottan undirbúning frá Kayla Grimsley. staðan 3 ­ 1 í hálfleik.

Það var í síðari hálfleik sem allar flóðgáttir opnuðust. Thanai Annis skoraði á 46.mínútu eftir góðan undirbúning frá Kayla. Fjórum mínútum síðar skoraði Kayla svo sjálf úr vítaspyrnu og tveimur mínútum eftir það skoraði hún annað mark sitt í leiknum. Ótrúlegur kafli þar sem Kayla fór hamförum og staðan orðin 6 ­ 1 fyrir heimakonur. Það var svo tíu mínútum síðar þar sem Kayla fullkomnaði þrennuna með laglegu marki og staðan orðin 7 ­ 1 eftir aðeins 62.mínútna leik. Seinasta mark leiksins var svo sjálfsmark Lilju Gunnarsdóttur en eins og í nánast öllum mörkum heimakvenna átti Kayla þátt í því. Lokatölur á Þórsvelli því 8 ­ 1 Þór/KA í vil.

Þessi úrslit þýddu það að FH féll niður í 1.deild kvenna en Þór/KA tryggði sér 3.sæti deildarinnar.

BKM

Myndir úr leiknum (Þórir Tryggvason)


Myndir úr leik Þórs/KA – FH í dag.

Skrifað 27. september 2014 klukkan 18:08 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR37 THTR3152 THTR3156 THTR3159 THTR3162 THTR3163 THTR3164 THTR3165 THTR3166 THTR3167 THTR3168 THTR3169 THTR3170 THTR3171 THTR3173 THTR3176 THTR3182 THTR3184 THTR3185 THTR3195 THTR3208 THTR3220 THTR3227 THTR3235 THTR3243 THTR3247 THTR3251 THTR3260 THTR3265 THTR3276 THTR3279 THTR3282 THTR3292 THTR3299 THTR3312 THTR3322 THTR3325 THTR3346 THTR3358 THTR3371 THTR3374 THTR3375 THTR3381 THTR3393 THTR3411 THTR3421 THTR3424 THTR3427 THTR3430 THTR3432 THTR3445 THTR3448 THTR3457 THTR3462 THTR3471 THTR3485 THTR3488 THTR3494 THTR3497 THTR3531 THTR3537 THTR3566 THTR3572 THTR3575 THTR3579 THTR3583 THTR3591 THTR3597 THTR3608 THTR3615 THTR3644 THTR3645 THTR3646 THTR3647


Þór/KA tekur á móti FH í dag

Skrifað 27. september 2014 klukkan 08:00 | | Fótbolti, Íþróttir |

Katrin AsbjornsdottirÍ dag verður leikinn átjánda og síðasta umferðin í Pepsídeild kvenna í knattspyrnu og þá tekur Þór/KA á móti FH í leik sem fram fer á Þórsvelli. Með sigri getur Þór/KA tryggt sér þriðja sætið í deildinni en FH á hins vegar í harðri fallbaráttu en tap hjá FH gæti þýtt fall úr deildinni. Leikur liðanna fer fram á Þórsvelli og hefst klukkan 14:00.


Akureyri – Stjarnan í gær. (Myndir)

Skrifað 26. september 2014 klukkan 12:42 | | Handbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR2690 THTR2702 THTR2724 THTR2750 THTR2753 THTR2798 THTR2812 THTR2843 THTR2852 THTR2853 THTR2854 THTR2855 THTR2875 THTR2884 THTR2886 THTR2894 THTR2902 THTR2906 THTR2961 THTR2987 THTR2988 THTR2998 THTR3022 THTR3035 THTR3038 THTR3066 THTR3081 THTR3087 THTR3094 THTR3150


Ofurmúsin afgreiddi Stjörnuna

Skrifað 25. september 2014 klukkan 23:18 | | Handbolti, Íþróttir |

Sigthor HeimissonÞað gekk á ýmsu þegar Akureyri tók á móti nýliðum Stjörnunnar í Íþróttahöllinni á Akureyri er liðin mættust í Úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Fyrri hálfleikur hreint út sagt ömurlegur hjá Akureyri og stóð ekki steinn yfir steini hvort heldur var í vörn eða sókn. Léttleikandi Stjörnumenn komust í 0-3 og héldu öruggu forskoti út hálfleikinn sem þeir unnu 13-17. Heimamenn voru á hælunum í hugmyndasnauðum og slöppum sóknarleiknum og 6-0 vörnina léku þeir alltof aftarlega og létu gestina fara illa með sig hvað eftir annað. Akureyringar gátu þakkað markverðinum Tomas Olason og þeim Sigþóri Heimissyni og Heiðari Þór Aðalsteinssyni að vera enn inni í leiknum þegar gengið var til hálfleiks.

Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri, tvö mörk Stjörnunnar juku forskot þeirra í 6 mörk og útlitið dökkt. En varnarleikur heimamanna lagaðist, menn fóru að sækja út í sóknarmenn Stjörnunnar og náðu að hægja á spilinu og leikurinn jafnaðist. Oft þarf ekki nema lítinn neista til að kveikja í púðrinu og snúa leik sem þessum. Og sá neisti kom úr óvæntri átt, Sverrir Jakobsson vann boltann af miklu harðfylgi í vörninni og skoraði í kjölfarið af línu með mann á bakinu í sinni einu sókn í leiknum 16-20. Þetta kveikti jafnt í áhorfendum sem leikmönnum og um miðjan hálfleikinn jafnaði Heiðar úr vinstra horninu 23-23. Jafnræði var síðan með liðunum þar til Heiðar kom Akureyri í 28-26 er 5 mín. voru eftir og Akureyringar sigldu að lokum öruggum sigri í höfn 31-27.

Langbesti maður Akureyringa í leiknum var ofurmúsin Sigþór Heimisson. Hann er ekki hár í loftinu, en krafturinn, snerpan og leikgleðin eru engu lík þegar hann nær sér á strik. Það er ekki ofsagt að hann hafi haldið uppi sóknarleik liðsins og ekki verður sagt að aðrir séu að opna fyrir hann. Nei og auk þess að skora 11 mörk lagði hann upp fjölmörg mörk fyrir félaga sínu. Sannkallaður stórleikur hjá þessum magnaða leikmanni.

Heiðar Þór Aðalsteinsson var góður í vinstra horninu með mjög góða skotnýtingu.

Tomas Olason stóð sig vel í markinu og Sverrir Jakobsson var akkerið í vörninni sem náði að rífa sig upp eftir hörmulegan fyrri hálfleik.

Hægri vængurinn var ekki nægilega sterkur að þessu sinni og lítið sem ekkert kom frá línunni. Þá saknaði liðið sárlega Brynjars Hólm Grétarssonar sem var í leikbanni, en verður vonandi klár í næsta leik og veitir ekki af þar sem ekki er mikil ógn af þeim Ingimundi Ingimundarsyni og Elíasi Má Halldórssyni í skyttustöðunum.

Fjölmargir áhorfendur voru á leiknum, létu vel í sér heyra og studdu sína menn.

Mörk Akureyri: Sigþór Heimisson 11, Heiðar Þór Aðalsteinsson 9, Kristján Orri Jóhannsson 4/2, Ingimundur Ingimundarson 3, Elías Már Halldórsson 2, Sverrir Jakobsson 1 og Friðrik Svavarsson 1.

ÞLA

LeikskyrslaAk_Stjarnan2014


Sverre: Viljum gera betur en í fyrra

Skrifað 25. september 2014 klukkan 16:18 | | Handbolti, Íþróttir |
Sverre Andreas Jakobsson. Mynd:akureyri-hand.is

Sverre Andreas Jakobsson. Mynd:akureyri-hand.is

Sverre Andreas Jakobsson, þarf vart að kynna fyrir handboltaáhugamönnum en þessi margreyndi landsliðsmaður hefur nú snúið heim til Akureyrar eftir langa fjarveru erlendis í atvinnumennsku. Sverre þjálfar lið Akureyrar í vetur ásamt Heimi Erni Árnasyni og er óhætt að segja að spennandi tímar ættu að vera framundan hjá Akureyri Handboltafélagi.

Sverre hafði þetta að segja um veturinn framundan:„Mér lýst mjög vel á hann. Við erum með góðan hóp af strákum sem hafa metnað og vilja til að gera vel. Hvort við séum með betra lið eða ekki er erfitt að svara. Ef við höldum öllum nokkuð heilum og fáum þá sem vou mikið eða alveg frá í fyrra inn í þetta hjá okkur þegar líður á, þá mundi ég halda að við værum með betra lið.

Í spá þjálfara og fyrirliða deildarinnar var Akureyri spáð fjórða sæti og þar með toppbaráttu, Sverre er ekki mikið að hugsa um þau mál. Við erum ekki mikið að spá í sæti eða stigafjöld eins og er. „Við erum að móta okkar leik og koma ákveðnum áhersluatriðum í gegn. Við viljum ná fram betri stöðugleika í liðið og gera betur en í fyrra. Ef allt gengur upp þá er raunhæft að spila ofarlega í töflunni en það þarf margt að ganga upp.“

Stjarnan úr Garðabæ eru gestir Akureyringa í kvöld. Ættu þeir ekki að vera auðveld bráð miðað við að þeim er spáð næst neðsta sæti deildarinnar? „Það er mikill spenningur í hópnum fyrir fyrsta heimaleiknum. Við vonum að fólk sé tilbúið að gefa liðinu séns að sýna sig og sanna. Allir leikir eru erfiðir, það þarf að hafa fyrir hlutunum og værukærð eða vanmat er eitur. Við viljum bjóða uppá skemmtun fyrir okkar fólk, því tökum við öllum verkefnum alvarlega og leggjum mikið á okkur. 

Ef við náum að skapa ákveðin karaktereinkenni sem fólk tekur eftir þá held ég að við náum fólkinu á okkar band. En hagstæð úrslit klárlega er besta leiðin. Ég hvet alla að koma og hjálpa okkur að skapa aftur hér gryfju og stemmningu sem við getum verið stolt af.


Sex frá UFA í A-landsliðshópnum 2015

Skrifað 25. september 2014 klukkan 14:00 | | Fréttir, Íþróttir |
Selma Líf Þórólfsdóttir Íslandsmeistar í hástökki. Mynd: Hófí Sig

Selma Líf Þórólfsdóttir Íslandsmeistar í hástökki. Mynd: Hófí Sig

Fyrir skemmstu kynnti Frjálsíþróttasamband Íslands A- landsliðhópinn fyrir árið 2015.  Landsliðshópurinn er valinn af íþrótta- og afreksnefnd og er endurskoðaður eftir innanhússtímabil 2015.  Í hópnum, sem skipaður er 28 körlum og 21 konu, á UFA sex fulltrúa. Þetta eru: Kolbeinn Hörður Gunnarsson og Steinunn Erla Davíðsdóttir í sprett- og grindarhlaupum, Bjarki Gíslason, Hafdís Sigurðardóttir og Selma Líf Þórólfsdóttir í stökkgreinum og Ásgerður Jana Ágústsdóttir, Fjölþrautum.


Akureyri tekur á móti Stjörnunni

Skrifað 25. september 2014 klukkan 11:55 | | Handbolti, Íþróttir |
Þrándur Gíslason í leik með Akureyri gegn ÍR í mars 2014

Þrándur Gíslason í leik með Akureyri gegn ÍR í mars 2014

Í kvöld tekur Akureyri á móti Stjörnunni í Olísdeild karla í handbolta. Leikurinn hefst kl.19.00 og fer fram í Höllinni á Akureyri. Leiksins í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu hjá stuðningsmönnum Akureyrar, enda hefur liðið styrkt sig gríðarlega fyrir átökin. Landsliðsmennirnir Sverre Jakobsson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Ingimundur Ingimundarson eru allir komnir til liðsins, auk þeirra Elíasar Más Halldórssonar og Daníels Einarssonar. Svo sannarlega mikill liðsstyrkur, þó vissulega hafi góðir leikmenn einnig horfið á braut.

Akureyri byrjaði leiktíðina ágætlega með útisigri á HK fyrir sléttri viku. Á sunnudaginn  tapaði liðið fyrir sterku liði Hauka með eins marks mun í hörkuleik sem fram fór í Schenkerhöllinni.

Stjarnan er nýliði í Olísdeildinni og er líkt og Akureyri með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Stjörnupiltar töpuðu gegn Aftureldingu á útivelli í fyrstu umferð en lögðu svo HK með naumindum í annarri umferð 27-26 á heimavelli.

Stelpurnar í KA/Þór hófu um liðna helgi keppni gegn Val í leik sem fram fór syðra og máttu sætta sig við fjögurra marka tap. Liðið  lék svo gegn Fram í KA heimilinu s.l. mánudagskvöld. Fram reyndist sterkari aðilinn og fór með þriggja marka sigur. KA/Þór er því án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en hafa skal í huga að báðir leikirnir hafa verið gegn hátt skrifuðum andstæðingum. Á laugardaginn á KA/Þór útileik gegn FH í leik sem fram fer í Kaplakrika.


Myndir úr leik KA/Þórs og Fram í kvöld.

Skrifað 22. september 2014 klukkan 23:06 | | Handbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR2373THTR2385THTR2390THTR2393THTR2400THTR2402THTR2405THTR2415THTR2425THTR2428THTR2430THTR2448THTR2458THTR2492THTR2498THTR2502THTR2507THTR2517THTR2521THTR2531THTR2547THTR2554THTR2558THTR2565THTR2571THTR2576