Íþróttir

Þór – Víkingur R. í kvöld. (Myndir)

Skrifað 31. ágúst 2014 klukkan 22:01 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR8592 THTR8593 THTR8598 THTR8602 THTR8609 THTR8619 THTR8626 THTR8639 THTR8642 THTR8656 THTR8661 THTR8665 THTR8671 THTR8676 THTR8682 THTR8686 THTR8692 THTR8698 THTR8701 THTR8747 THTR8755 THTR8762 THTR8789 THTR8793 THTR8806 THTR8816 THTR8835 THTR8853 THTR8876 THTR8878 THTR8880 THTR8887 THTR8892 THTR8894 THTR8900 THTR8901 THTR8914 THTR8927 THTR8932 THTR8938 THTR8950 THTR8960 THTR8962 THTR8968 THTR8970 THTR8981 THTR8984 THTR8987 THTR8998 THTR9032


Víkingur lagði Þór 0-1

Skrifað 31. ágúst 2014 klukkan 21:28 | | Fótbolti, Íþróttir |

Orri HjaltalinVíkingur lagði Þór í kvöld í átjándu umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu í leik sem fram fór á Þórsvelli. Nokkurt jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum var 0-0.  Eina mark leiksins kom á 59. mínútu og var þar að verki Michael Maynard Abnett. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lokatölurnar því 0-1 Víkingum í vil. Þór er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig.

Næsti leikur Þórs verður sunnudaginn 14. september þegar FH kemur í heimsókn á Þórsvöll.


Lokahóf í fótbolta og marsserað á Akureyrarvöll. (Myndir)

Skrifað 31. ágúst 2014 klukkan 13:08 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR7613 THTR7614 THTR7615 THTR7616 THTR7617 THTR7621 THTR7624 THTR7627 THTR7629 THTR7632 THTR7633 THTR7635 THTR7636 THTR7639 THTR7642 THTR7643 THTR7645 THTR7646 THTR7647 THTR7648 THTR7649 THTR7652 THTR7654 THTR7655 THTR7656 THTR7657 THTR7658 THTR7659 THTR7661 THTR7662 THTR7667 THTR7668 THTR7670 THTR7674 THTR7675 THTR7676 THTR7677 THTR7678 THTR7679 THTR7683 THTR7684 THTR7686 THTR7694 THTR7696 THTR7698 THTR7701 THTR7703 THTR7705 THTR7707 THTR7710 THTR7711 THTR7714 THTR7715 THTR7718 THTR7720 THTR7722 THTR7724

 


Þór tekur á móti Víkingi í dag, sunnudag

Skrifað 31. ágúst 2014 klukkan 12:30 | | Fótbolti, Íþróttir |
Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs. Mynd PJ

Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs. Mynd PJ

Í dag sunnudag tekur Þór á móti Víkingi í átjándu umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu og ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þess leiks en Þór er í mikilli fallbaráttu. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, segir stemninguna ágæta í liðinu en hafi þó aðeins verið upp og ofan undanfarið, enda staðreynd að þetta sumar hafi verið stöngin út hingað til og það taki á til lengdar.

Það hafa ansi fáir hlutir fallið með okkur þegar liðið hefur spilað ágætlega, en þess á milli höfum við einnig átt mjög slaka leiki þar sem niðurstaðan hefur verið eftir því.

Aðspurður segir Sveinn menn enn hafa trú á að liðið nái að halda sér í deild þeirra bestu. „Við höfum séð lið redda sér á ótrúlegan máta á þeim tíma sem við höfum verið í efstu deild. Vonandi verður Þór þetta lið í ár.“

Nú hlýtur stuðningur áhorfenda að skipta sköpum, ekki síst í ljósi erfiðrar stöðu liðsins? 

,,Ég verð reyndar að segja að mér hefur fundist stuðningurinn við liðið í sumar hafa verið mjög góður. Það var mikil endurnýjun hjá Mjölnismönnum og einnig hafa leikirnir verið vel sóttir, sérstaklega með hliðsjón af því að úrslit og spilamennska oft á tíðum hefur verið til skammar en stuðningsmenn mæta þó aftur og aftur og treysta á að nú stígi leikmenn upp. Oft hefur verið þörf á því en klárlega er það hins vegar nauðsynlegt núna á sunnudaginn þar sem stigunum sem í boði eru fækkar víst með hverri umferð. Ég vonast klárlega eftir því að stuðningsmenn fylgi okkur út mótið og að við náum að klára verkefnið með þeim sóma sem lagt var upp með,“ sagði Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs að lokum.

Leikur Þórs og Víkings fer fram á Þórsvelli og hefst klukkan 18:00.


4fl.KK. KA – Keflavík B og C lið í dag. (Myndir)

Skrifað 30. ágúst 2014 klukkan 23:38 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR8196 THTR8198 THTR8201 THTR8221 THTR8229 THTR8232 THTR8235 THTR8241 THTR8250 THTR8262 THTR8265 THTR8266 THTR8268 THTR8269 THTR8276 THTR8283 THTR8291 THTR8295 THTR8300 THTR8301 THTR8303 THTR8320 THTR8325 THTR8329 THTR8331 THTR8333 THTR8342 THTR8343 THTR8366 THTR8368 THTR8372 THTR8373 THTR8375 THTR8385 THTR8389 THTR8400 THTR8402 THTR8406 THTR8407 THTR8409 THTR8412 THTR8424 THTR8426 THTR8437 THTR8446 THTR8447 THTR8453 THTR8467 THTR8472 THTR8473 THTR8479 THTR8486 THTR8500 THTR8512 THTR8513 THTR8517 THTR8521 THTR8523 THTR8531 THTR8534 THTR8536 THTR8542 THTR8547 THTR8559 THTR8560 THTR8565


Gróska í hjólreiðum

Skrifað 30. ágúst 2014 klukkan 09:00 | | Fréttir, Íþróttir |

 

Lagt af staðUm síðustu helgi stóð Hjólreiðafélag Akureyrar fyrir Akureyrarmóti í götuhjólreiðum. Hjólaður var litli Eyjafjarðarhringurinn réttsælis, alls um 26 kílómetrar. Alls voru 25 keppendur skráðir til leiks og keppt var í tveimur flokkum þ.e. götuhjólum og fjallahjólum. Nánar var fjallað um mótið sl. mánudag á akureyri.net  þar sem finna má helstu úrslit og tíma í mótinu.

Akureyrarmeistari karla í götuhjólaflokki varð Orri Einarsson og í götuhjólaflokki kvenna varð Rachael Lorna Johnstone hlutskörpust. Í flokki karla á fjallahjólum varð Jón M. Ragnarsson hlutskarpastur og Í flokki kvenna varð Arndís Eggerz Sigurðardóttir hlutskörpust.

Vilberg Helgason hjá Hjólreiðafélagi Akureyrar segir markmið Hjólafélagsins vera að stuðla að auknum hjólreiðum, æfingum og keppnum auk þess að vera í hagmunagæslu fyrir hjólreiðafólk á svæðinu. Vilberg segir að um miðjan júlí hafi félagið haldið hjólahelgi sem samanstóð af 3 hjólreiðamótum á einni helgi þar sem um 60 keppendur tóku þátt í mótunum og voru flestir aðkomumenn af suðvesturhorninu. Vilberg segir að félagið sé búið að smíð brýr yfir gil og læki á leiðinni frá Fálkafelli að Gamla í þeim tilgangi að gera alvöru hjólaleið þarna í milli, þessar brýr voru svo notaðar í einu af mótunum á hjólahelginni í sumar.

Stendur félagið fyrir æfingum fyrir alla?

„Já félagið stendur fyrir hjólreiðaæfingum sem ættu að henta öllum á miðvikudögum klukkan 20:00 og sunnudögum klukkan 10:00, síðar munu svo bætast við æfingar á mánudögum. Hist er á æfingum við Hof. Á þessum æfingum eru hjólaðir 15-20 km á hraða sem ætti að henta öllum. Fyrst hjóla allir saman um stund og svo er skipt upp í 2 hópa þar sem fólk velur sér hóp sem það ætlar að hjóla í eftir getu. Fyrir þá sem vilja vera félagsmenn þá er árgjaldið 3000 krónur en það kostar ekkert að mæta á æfingar,“ sagði Vilberg Helgason  að lokum.  – PJ

Ræst í Akureyrarmótinu í götuhjólreiðum. Mynd PJ

Ræst í Akureyrarmótinu í götuhjólreiðum. Mynd PJ

Orri Einarsson Akureyrarmeistari í götuhjólreiðum kemur í mark. Mynd PJ

Orri Einarsson Akureyrarmeistari í götuhjólreiðum kemur í mark. Mynd PJ

 

Unnsteinn Jónsson t.v. varð í öðru sæti í götuhjólum og Orri Einarsson t.h. varð Akureyrarmeistari. Mynd PJ

Unnsteinn Jónsson t.v. varð í öðru sæti í götuhjólum og Orri Einarsson t.h. varð Akureyrarmeistari. Mynd PJ

Rachael Lorna Johnstone  Akureyrarmeistari í götuhjólum. María Fernanda Reyes t.v. varð önnur. Mynd: PJ

Rachael Lorna Johnstone Akureyrarmeistari í götuhjólum. María Fernanda Reyes t.v. varð önnur. Mynd: PJ


KA – Haukar í kvöld. (Myndir)

Skrifað 30. ágúst 2014 klukkan 00:32 | | Fótbolti, Íþróttir |

Leik KA og Hauka lauk með markalausu jafntefli. Aðalsteinn Halldórsson náði myndskeiði  af marki sem fór framhjá Tríóinu sjá HÉR

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR7759 THTR7783 THTR7794 THTR7804 THTR7818 THTR7839 THTR7860 THTR7863 THTR7868 THTR7871 THTR7874 THTR7889 THTR7894 THTR7899 THTR7902 THTR7911 THTR7925 THTR7927 THTR7932 THTR7938 THTR7942 THTR7948 THTR7950 THTR7962 THTR7974 THTR7983 THTR8009 THTR8010 THTR8014 THTR8020 THTR8024 THTR8035 THTR8043 THTR8045 THTR8047 THTR8058 THTR8065 THTR8070 THTR8073 THTR8078 THTR8086 THTR8090 THTR8097 THTR8110 THTR8118 THTR8130 THTR8134 THTR8143 THTR8167 THTR8172 THTR8188

 


KA og Haukar skildu jöfn

Skrifað 30. ágúst 2014 klukkan 00:24 | | Fótbolti, Íþróttir |

KA_HaukarKA tók á móti Haukum í nítjándu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu í kvöld í leik sem fram fór á Akureyrarvelli. Þrátt fyrir að KA væri mun betri aðilinn á vellinum í kvöld tókst liðinu ekki að skora og markalaust jafntefli var niðurstaðan. Eftir leikinn í kvöld er KA í 6. sæti deildarinnar og níu stigum á eftir ÍA sem er í öðru sæti deildarinnar og á enn fremur leik til góða. Næsti leikur KA er útileikur gegn Grindavík laugardaginn 6. september.


KA tekur á móti Haukum í kvöld

Skrifað 29. ágúst 2014 klukkan 09:00 | | Fótbolti, Íþróttir |
Ævar Ingi Jóhannesson. Mynd Þórir Tr.

Ævar Ingi Jóhannesson. Mynd Þórir Tr.

Í kvöld, föstudag tekur KA á móti Haukum í 1. deild karla í knattspyrnu. Vonir KA manna um pepsí deildarsæti að ári hafa dvínað eftir að hafa ekki náð í sigur í síðustu þremur leikjum. Hinn ungi og efnilegi leikmaður þeirra KA-manna, Ævar Ingi Jóhannesson, segir að leikurinn leggist vel í hann og liðsfélaga sína.

Haukarnir eru með gott lið og eru aðeins tveimur stigum á eftir okkur svo þetta verður hörkuleikur. Svo má segja að við séum orðnir hungraðir í að sýna okkar rétta andlit á KA-vellinum þar sem hann er ekki búinn að vera nógu sterkur í sumar. En stuðningurinn er búinn að vera flottur á bæði heimaleikjum okkar og þá sérstaklega á útileikjunum og vil ég hvetja alla til að mæta á leikinn og styðja okkur í að ná í þessi þrjú stig á föstudaginn”.

Aðspurður um vonir liðsins að ná öðru sætinu hafði Ævar um það að segja:

Það þarf margt að gerast til þess að við náum öðru sætinu og nánast ómögulegt, en við ætlum að einbeita okkur að því að klára mótið almennilega og reyna að enda eins ofarlega og við getum.  Þá sjáum við hvert það leiðir okkur”.

Að lokum var Ævar spurður um sífellt háværari raddir um sameiningu liðanna á Akureyri eftir vonbrigðartímabil liðanna þetta sumarið. Hann telur sameiningu ekki rétta skrefið.

„Við á Akureyri eigum fullt af flottum ungum knattspyrnumönnum og höfum átt það í gegnum árin. Ég er hræddur um að ef það yrði aðeins eitt lið hérna á Akureyri, myndum við ungu strákarnir fá miklu færri tækifæri að spila fyrir meistaraflokk og fá þessa mikilvægu reynslu. Hefði ég fengið tækifærið mitt í sameinuðu liði fyrir 2 árum? Ég efast um það.  Margir af ungu strákunum hér á Akureyri myndu hrekjast burt eða jafnvel hætta í fótbolta. Þar af leiðandi finnst mér að við ættum ekki að sameina lið KA og Þórs í eitt knattspyrnufélag en auðvitað spila fleiri þættir inn í þetta eins og fjármál og fleira.  En til þess að ná árangri og koma báðum liðum upp í deild þeirra bestu hljóta að vera fleiri leiðir heldur en að sameina liðin? Og væri ekki miklu skemmtilegra að fá grannaslag í Pepsi frekar en að eitt sameinað lið myndi spila þar?  Alla vega finnst mér að það ætti að skoða málið vel frá öllum sjónarhornum”, sagði þessi geðþekki leikmaður að lokum.

Leikur KA og Hauka fer fram á Akureyrarvelli og hefst klukkan 18:15. – HB

Á döfinni

Laugardaginn 30. ágúst taka grannar okkar í Dalvík/Reyni á móti Huginn í annarri deild karla í knattspyrnu. Leikið verður á Dalvíkurvelli og  hefst leikurinn klukkan 14:00. Á sama tíma tekur Magni á móti Víði úr Garði og fer leikur liðanna fram á Grenivíkurvelli.

Akureyri vikublað 2014


Sex leikmenn undirrita samning við Akureyri Handboltafélag

Skrifað 28. ágúst 2014 klukkan 14:45 | | Handbolti, Íþróttir |
Mynd: Þórir Tryggvason

Mynd: Þórir Tryggvason

Í gær, miðvikudag var formlega gengið frá samningum við sex leikmenn Akureyrar Handboltafélags. Sigþór Árni Heimisson og Kristján Orri Jóhannsson framlengdu sína samninga en þeir léku báðir með liðinu í fyrravetur. Sverre Andreas Jakobsson, Ingimundur Ingimundarson, Elías Már Halldórsson og Daníel Örn Einarsson koma allir nýir til leiks en þó er rétt að nefna að Daníel Einarsson lék með Akureyri tvö tímabil frá 2010 til 2012.

Undirritun samninganna fór fram á Glerártorgi að viðstöddum fulltrúum frá Nettó, Sportver og Vífilfelli. Að sjálfsögðu vöktu kapparnir verulega athygli hjá fjölmörgum viðskiptavinum Glerártorgs og greinilegt að margir bíða í ofvæni eftir að handboltatímabilið hefjist á ný.

Margir spurðu um markvörðinn Hreiðar Levý Guðmundsson, því er til að svara að hann er staddur í Noregi en er væntanlegur til Akureyrar á næstu dögum.

Ljósmyndarinn Þórir Tryggvason var á staðnum og myndaði herlegheitin, en það var Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar Handboltafélags sem undirritaði samningana fyrir hönd félagsins.


Ísland vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikum ungmenna i Kína

Skrifað 27. ágúst 2014 klukkan 14:10 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

Island_bronzFyrir skömmu greindi heimasíða Þórs frá því að U-15 ára landslið karla í knattspyrnu hafi unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleiknum ungmenna sem fram fór i Kína. Ísland lagði Grænhöfðaeyjar 4-0 í leik um þriðja sætið. Umfjöllun má einnig finna á vef KSÍ, sem og myndir úr leiknum. Þarna eigum við norðlendingar einn fulltrúa en það er markvörðurinn Aron Birkir Stefánsson sem  leikur með Þór. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Íslenska liðinu, til hamingju  Ísland til hamingju Aron Birkir Stefánsson. Nánar »


KA/Þór semur við tvær stelpur frá Rúmeníu

Skrifað 27. ágúst 2014 klukkan 13:57 | | Fréttir, Handbolti, Íþróttir |
Á meðfylgjandi mynd eru þær Paula (t.v.) og Kriszta (t.h.) að handsala samninginn við formann deildarinnar, Siguróla Sigurðsson

Á meðfylgjandi mynd eru þær Paula (t.v.) og Kriszta (t.h.) að handsala samninginn við formann deildarinnar, Siguróla Sigurðsson

Í gær undirrituðu tveir leikmenn frá Rúmeníu samning við handknattleiksdeild KA og munu þær leika með KA/Þór í vetur. Þetta eru þær Kriszta Szabó og Paula Chirli.

Þær eru 22 og 23 ára gamlar og hafa heillað forráðamenn KA/Þór undanfarna viku en þær hafa verið hér á reynslu. Kriszta er markvörður en Paula er rétthent skytta/miðjumaður.

KA/Þór fór æfingarferð suður síðustu helgi þar sem þær léku með liðinu og sýndu þær góða takta. Í þessari æfingarferð vann liðið Val með 1 marki, gerði jafntefli við HK og tapaði fyrir Fylki.

Gunnar Ernir, þjálfari KA/Þór, er hæstánægður með viðbótina í liðið: ,,Já þetta eru flottir leikmenn og koma til með að styrkja okkur á komandi leiktíð. Í fyrra var Sunnu Pétursdóttur hent í djúpu laugina í markinu og stóð hún sig vel en hún er aðeins 15 ára gömul og er því gott að hún fái reyndari markvörð með sér í vetur. Paula er lunkinn leikmaður og getur leyst allar stöðurnar fyrir utan mjög vel. Þetta verður spennandi vetur og setjum við markið hátt" sagði Gunnar.


Þór/KA sigraði ÍA

Skrifað 26. ágúst 2014 klukkan 22:46 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

Anna RakelÞór/KA sigraði ÍA 1 ­ 0 í 14.umferð Pepsi deildar kvenna á Þórsvelli í kvöld Leikurinn byrjaði rólega en heimastúlkur voru þó allan tímann með yfirhöndina á meðan gestirnir vörðust vel ásamt því að Ásta Guðlaugsdóttir varði nokkrum sinnum mjög vel í fyrri hálfleik.

Hættulegasta færi Þór/KA í fyrri hálfleik var þegar heimastúlkur áttu skot í stöng af stuttu færi eftir hornspyrnu. En ÍA stelpur héldu út og staðan 0 ­ 0 í leikhléi.

Seinni hálfleikur var svipaður. Heimastúlkur voru með yfirhöndina sköpuðu sér færi en ÍA stúlkur börðust vel og sýndu á köflum fína takta en náðu ekki að skapa sér nein færi. Á 60.mínútu leit svo fyrsta mark leiksins ljós. Kayla Grimsley átti flottann sprett upp miðjan völlinn, lagði boltann á Önnu Rakel Pétursdóttur sem skoraði með laglegu skoti. Þetta reyndist eina mark leiksins og 1 ­ 0 sigur heimakvenna staðreynd.

Eftir leikinn eru heimastúlkur í Þór/KA í 3.sæti með 27 stig en gestirnir í ÍA sitja í neðsta sæti með aðeins 1 stig og er liðið allt nema tölfræðilega fallið.

BKM


Þór/KA – ÍA í kvöld. (Myndir)

Skrifað 26. ágúst 2014 klukkan 22:37 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR6977 THTR6979 THTR6986 THTR7011 THTR7019 THTR7028 THTR7053 THTR7064 THTR7083 THTR7089 THTR7095 THTR7102 THTR7104 THTR7111 THTR7120 THTR7136 THTR7145 THTR7211 THTR7219 THTR7241 THTR7246 THTR7254 THTR7266 THTR7280 THTR7281 THTR7285 THTR7296 THTR7313 THTR7316 THTR7329 THTR7332 THTR7342 THTR7358 THTR7383 THTR7395 THTR7404 THTR7424 THTR7438 THTR7441 THTR7444 THTR7449 THTR7453 THTR7458 THTR7463 THTR7483 THTR7489 THTR7491 THTR7501 THTR7524 THTR7537 THTR7545 THTR7547 THTR7549 THTR7561


Þór/KA mætir ÍA í kvöld

Skrifað 26. ágúst 2014 klukkan 10:06 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

ThorKA_Selfoss_07Þór/KA tekur á móti ÍA í Pepsí deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn hefst kl.18.30 og fer fram á Þórsvelli.

Heimastúlkur í Þór/KA hafa gert fína hluti í deildinni í sumar og eru í þriðja sæti deildarinnar að loknum 13 umferðum. Gestirnir af Skaganum eru hins vegar svo gott sem fallnir og hafa einungis landað einu stigi til þessa í sumar. ÍA-stúlkur eru átta stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Spilamennska gestanna hefur aftur á móti batnað verulega síðari hluta Íslandsmót eftir að gamla kempann Þórður Þórðarson, fyrrum markvörður ÍA og KA tók við stjórnartaumunum um mitt sumar. ÍA liðið er því svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin fyrir Þór/KA í kvöld.