Íþróttir

KA tekur á móti Haukum í kvöld

Skrifað 29. ágúst 2014 klukkan 09:00 | | Fótbolti, Íþróttir |
Ævar Ingi Jóhannesson. Mynd Þórir Tr.

Ævar Ingi Jóhannesson. Mynd Þórir Tr.

Í kvöld, föstudag tekur KA á móti Haukum í 1. deild karla í knattspyrnu. Vonir KA manna um pepsí deildarsæti að ári hafa dvínað eftir að hafa ekki náð í sigur í síðustu þremur leikjum. Hinn ungi og efnilegi leikmaður þeirra KA-manna, Ævar Ingi Jóhannesson, segir að leikurinn leggist vel í hann og liðsfélaga sína.

Haukarnir eru með gott lið og eru aðeins tveimur stigum á eftir okkur svo þetta verður hörkuleikur. Svo má segja að við séum orðnir hungraðir í að sýna okkar rétta andlit á KA-vellinum þar sem hann er ekki búinn að vera nógu sterkur í sumar. En stuðningurinn er búinn að vera flottur á bæði heimaleikjum okkar og þá sérstaklega á útileikjunum og vil ég hvetja alla til að mæta á leikinn og styðja okkur í að ná í þessi þrjú stig á föstudaginn”.

Aðspurður um vonir liðsins að ná öðru sætinu hafði Ævar um það að segja:

Það þarf margt að gerast til þess að við náum öðru sætinu og nánast ómögulegt, en við ætlum að einbeita okkur að því að klára mótið almennilega og reyna að enda eins ofarlega og við getum.  Þá sjáum við hvert það leiðir okkur”.

Að lokum var Ævar spurður um sífellt háværari raddir um sameiningu liðanna á Akureyri eftir vonbrigðartímabil liðanna þetta sumarið. Hann telur sameiningu ekki rétta skrefið.

„Við á Akureyri eigum fullt af flottum ungum knattspyrnumönnum og höfum átt það í gegnum árin. Ég er hræddur um að ef það yrði aðeins eitt lið hérna á Akureyri, myndum við ungu strákarnir fá miklu færri tækifæri að spila fyrir meistaraflokk og fá þessa mikilvægu reynslu. Hefði ég fengið tækifærið mitt í sameinuðu liði fyrir 2 árum? Ég efast um það.  Margir af ungu strákunum hér á Akureyri myndu hrekjast burt eða jafnvel hætta í fótbolta. Þar af leiðandi finnst mér að við ættum ekki að sameina lið KA og Þórs í eitt knattspyrnufélag en auðvitað spila fleiri þættir inn í þetta eins og fjármál og fleira.  En til þess að ná árangri og koma báðum liðum upp í deild þeirra bestu hljóta að vera fleiri leiðir heldur en að sameina liðin? Og væri ekki miklu skemmtilegra að fá grannaslag í Pepsi frekar en að eitt sameinað lið myndi spila þar?  Alla vega finnst mér að það ætti að skoða málið vel frá öllum sjónarhornum”, sagði þessi geðþekki leikmaður að lokum.

Leikur KA og Hauka fer fram á Akureyrarvelli og hefst klukkan 18:15. – HB

Á döfinni

Laugardaginn 30. ágúst taka grannar okkar í Dalvík/Reyni á móti Huginn í annarri deild karla í knattspyrnu. Leikið verður á Dalvíkurvelli og  hefst leikurinn klukkan 14:00. Á sama tíma tekur Magni á móti Víði úr Garði og fer leikur liðanna fram á Grenivíkurvelli.

Akureyri vikublað 2014


Sex leikmenn undirrita samning við Akureyri Handboltafélag

Skrifað 28. ágúst 2014 klukkan 14:45 | | Handbolti, Íþróttir |
Mynd: Þórir Tryggvason

Mynd: Þórir Tryggvason

Í gær, miðvikudag var formlega gengið frá samningum við sex leikmenn Akureyrar Handboltafélags. Sigþór Árni Heimisson og Kristján Orri Jóhannsson framlengdu sína samninga en þeir léku báðir með liðinu í fyrravetur. Sverre Andreas Jakobsson, Ingimundur Ingimundarson, Elías Már Halldórsson og Daníel Örn Einarsson koma allir nýir til leiks en þó er rétt að nefna að Daníel Einarsson lék með Akureyri tvö tímabil frá 2010 til 2012.

Undirritun samninganna fór fram á Glerártorgi að viðstöddum fulltrúum frá Nettó, Sportver og Vífilfelli. Að sjálfsögðu vöktu kapparnir verulega athygli hjá fjölmörgum viðskiptavinum Glerártorgs og greinilegt að margir bíða í ofvæni eftir að handboltatímabilið hefjist á ný.

Margir spurðu um markvörðinn Hreiðar Levý Guðmundsson, því er til að svara að hann er staddur í Noregi en er væntanlegur til Akureyrar á næstu dögum.

Ljósmyndarinn Þórir Tryggvason var á staðnum og myndaði herlegheitin, en það var Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar Handboltafélags sem undirritaði samningana fyrir hönd félagsins.


Ísland vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikum ungmenna i Kína

Skrifað 27. ágúst 2014 klukkan 14:10 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

Island_bronzFyrir skömmu greindi heimasíða Þórs frá því að U-15 ára landslið karla í knattspyrnu hafi unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleiknum ungmenna sem fram fór i Kína. Ísland lagði Grænhöfðaeyjar 4-0 í leik um þriðja sætið. Umfjöllun má einnig finna á vef KSÍ, sem og myndir úr leiknum. Þarna eigum við norðlendingar einn fulltrúa en það er markvörðurinn Aron Birkir Stefánsson sem  leikur með Þór. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Íslenska liðinu, til hamingju  Ísland til hamingju Aron Birkir Stefánsson. Nánar »


KA/Þór semur við tvær stelpur frá Rúmeníu

Skrifað 27. ágúst 2014 klukkan 13:57 | | Fréttir, Handbolti, Íþróttir |
Á meðfylgjandi mynd eru þær Paula (t.v.) og Kriszta (t.h.) að handsala samninginn við formann deildarinnar, Siguróla Sigurðsson

Á meðfylgjandi mynd eru þær Paula (t.v.) og Kriszta (t.h.) að handsala samninginn við formann deildarinnar, Siguróla Sigurðsson

Í gær undirrituðu tveir leikmenn frá Rúmeníu samning við handknattleiksdeild KA og munu þær leika með KA/Þór í vetur. Þetta eru þær Kriszta Szabó og Paula Chirli.

Þær eru 22 og 23 ára gamlar og hafa heillað forráðamenn KA/Þór undanfarna viku en þær hafa verið hér á reynslu. Kriszta er markvörður en Paula er rétthent skytta/miðjumaður.

KA/Þór fór æfingarferð suður síðustu helgi þar sem þær léku með liðinu og sýndu þær góða takta. Í þessari æfingarferð vann liðið Val með 1 marki, gerði jafntefli við HK og tapaði fyrir Fylki.

Gunnar Ernir, þjálfari KA/Þór, er hæstánægður með viðbótina í liðið: ,,Já þetta eru flottir leikmenn og koma til með að styrkja okkur á komandi leiktíð. Í fyrra var Sunnu Pétursdóttur hent í djúpu laugina í markinu og stóð hún sig vel en hún er aðeins 15 ára gömul og er því gott að hún fái reyndari markvörð með sér í vetur. Paula er lunkinn leikmaður og getur leyst allar stöðurnar fyrir utan mjög vel. Þetta verður spennandi vetur og setjum við markið hátt" sagði Gunnar.


Þór/KA sigraði ÍA

Skrifað 26. ágúst 2014 klukkan 22:46 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

Anna RakelÞór/KA sigraði ÍA 1 ­ 0 í 14.umferð Pepsi deildar kvenna á Þórsvelli í kvöld Leikurinn byrjaði rólega en heimastúlkur voru þó allan tímann með yfirhöndina á meðan gestirnir vörðust vel ásamt því að Ásta Guðlaugsdóttir varði nokkrum sinnum mjög vel í fyrri hálfleik.

Hættulegasta færi Þór/KA í fyrri hálfleik var þegar heimastúlkur áttu skot í stöng af stuttu færi eftir hornspyrnu. En ÍA stelpur héldu út og staðan 0 ­ 0 í leikhléi.

Seinni hálfleikur var svipaður. Heimastúlkur voru með yfirhöndina sköpuðu sér færi en ÍA stúlkur börðust vel og sýndu á köflum fína takta en náðu ekki að skapa sér nein færi. Á 60.mínútu leit svo fyrsta mark leiksins ljós. Kayla Grimsley átti flottann sprett upp miðjan völlinn, lagði boltann á Önnu Rakel Pétursdóttur sem skoraði með laglegu skoti. Þetta reyndist eina mark leiksins og 1 ­ 0 sigur heimakvenna staðreynd.

Eftir leikinn eru heimastúlkur í Þór/KA í 3.sæti með 27 stig en gestirnir í ÍA sitja í neðsta sæti með aðeins 1 stig og er liðið allt nema tölfræðilega fallið.

BKM


Þór/KA – ÍA í kvöld. (Myndir)

Skrifað 26. ágúst 2014 klukkan 22:37 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR6977 THTR6979 THTR6986 THTR7011 THTR7019 THTR7028 THTR7053 THTR7064 THTR7083 THTR7089 THTR7095 THTR7102 THTR7104 THTR7111 THTR7120 THTR7136 THTR7145 THTR7211 THTR7219 THTR7241 THTR7246 THTR7254 THTR7266 THTR7280 THTR7281 THTR7285 THTR7296 THTR7313 THTR7316 THTR7329 THTR7332 THTR7342 THTR7358 THTR7383 THTR7395 THTR7404 THTR7424 THTR7438 THTR7441 THTR7444 THTR7449 THTR7453 THTR7458 THTR7463 THTR7483 THTR7489 THTR7491 THTR7501 THTR7524 THTR7537 THTR7545 THTR7547 THTR7549 THTR7561


Þór/KA mætir ÍA í kvöld

Skrifað 26. ágúst 2014 klukkan 10:06 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

ThorKA_Selfoss_07Þór/KA tekur á móti ÍA í Pepsí deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn hefst kl.18.30 og fer fram á Þórsvelli.

Heimastúlkur í Þór/KA hafa gert fína hluti í deildinni í sumar og eru í þriðja sæti deildarinnar að loknum 13 umferðum. Gestirnir af Skaganum eru hins vegar svo gott sem fallnir og hafa einungis landað einu stigi til þessa í sumar. ÍA-stúlkur eru átta stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Spilamennska gestanna hefur aftur á móti batnað verulega síðari hluta Íslandsmót eftir að gamla kempann Þórður Þórðarson, fyrrum markvörður ÍA og KA tók við stjórnartaumunum um mitt sumar. ÍA liðið er því svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin fyrir Þór/KA í kvöld.


Akureyrarmótið í hjólreiðum fór fram í gær

Skrifað 25. ágúst 2014 klukkan 11:44 | | Íþróttir |

HjólreidarAkureyrarmótið í hjólreiðum fór fram í gær

Í gær fór fram Akureyrarmótið í götuhjólreiðum og var hjólaður Eyjafjarðarhringurinn (litli) og var ræst frá N1 á Leiru, endamark var svo við N1. Hringurinn var hjólaður réttsælis alls um 26 kílómetrar. Aðstæður voru ekki uppá það besta en strekkings vindur 7 m/s og rigning. Alls voru 25 keppendur skráðir til leiks og keppt var í tveimur flokkum þ.e. götuhjól og fjallahjól.  Nánar »


3fl.KK. KA – Keflavík A og B lið í dag. (Myndir)

Skrifað 24. ágúst 2014 klukkan 19:52 | | Fótbolti, Íþróttir |

Úrslit. Ka vann í A-liðum 2-0 en Keflavik í B-liðum 3-0

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR6621 THTR6623 THTR6627 THTR6632 THTR6635 THTR6637 THTR6646 THTR6671 THTR6678 THTR6681 THTR6690 THTR6697 THTR6703 THTR6705 THTR6707 THTR6717 THTR6727 THTR6730 THTR6760 THTR6767 THTR6772 THTR6775 THTR6786 THTR6787 THTR6799 THTR6803 THTR6806 THTR6811 THTR6813 THTR6836 THTR6841 THTR6843 THTR6854 THTR6862 THTR6876 THTR6881 THTR6882 THTR6898 THTR6906 THTR6918 THTR6921 THTR6926 THTR6934 THTR6938 THTR6945 THTR6953


UFA – Íslandsmeistari í frjálsum 11 – 14 ára.

Skrifað 22. ágúst 2014 klukkan 12:35 | | Íþróttir |
Mynd: Sigurður Freyr Sigurðarson

Mynd: Sigurður Freyr Sigurðarson

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11 – 14 ára iðkendur var haldið um liðna helgi á Þórsvelli á Akureyri.  Keppt var í hverjum aldursflokki fyrir sig og bæði í stúlkna- og piltaflokki.  Einnig var keppt í heildarstigasöfnun.

Keppendur UFA stóðu sig með mikilli prýði og settu bæði Íslandsmet og mótsmet.   UFA vann í flokknum 13 ára strákar með fáheyrðum yfirburðum með metfjölda stiga eða 211 stig, stelpurnar í UFA í flokkum 11 og 12 ára unnu einnig sína keppni.   HSK/Selfoss vann 11 ára piltaflokkinn sem og þann 12 ára.  ÍR vann stelpuflokkana 13 og 14 ára og F.H. sigraði í flokki 14 ára pilta.

Helsta afrekið vann Ragúel Pino Alexandersson í flokki 13 ára pilta, hann bætti 11 ára gamalt Íslandsmet í flokki pilta 13 ára pilta í 80m grindahlaupi þegar hann sigraði í þeirri grein á tímanum 12,50s en fyrra metið var 12,75s.

Heildarstigafjöldi var svo reiknaður saman og kom þá í ljós að UFA hafði sigrað á mótinu með því að sanka að sér 734,5 stigum, HSK/Selfoss nældi sér í 621 stig og í þriðja sæti var ÍR sem náði í 438,5 stig.

Glæsilegur árangur hjá krökkunum og þjálfurunum í UFA.

Mótið fór fram í mjög mismunandi veðri því á laugardegi var hvasst og blautt en á sunnudeginum var sól og blíða.  Völlurinn var í fínu standi og höfðu starfsmenn mótsins sem og starfsmenn vallarins haft mikið fyrir því að gera allt klárt svo gott mót gæti farið fram. Til að allt gangi upp þarf margar hendur sem vinna saman að settu marki. Það tókst og eiga allir sem að því komu þakkir skildar.

Akureyri vikublað 21. ágúst 2014


Arna Sif spilaði sinn fyrsta A-landsliðs leik í gær gegn Dönum

Skrifað 22. ágúst 2014 klukkan 08:12 | | Fótbolti, Íþróttir |
Arna Sif Ásgrímsdóttir. Mynd PJ

Arna Sif Ásgrímsdóttir. Mynd PJ

Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þór/KA sem kölluð var inn í A-landslið kvenna fyrir leikinn gegn Dönum í undankeppni HM 2015 sem fram fór í gærkvöld kom inná sem varamaður á 66. mínútu. Staðan í leiknum var 0-1 fyrir Dani þegar Arna Sif kom inná fyrir Glódísi Perlu Viggósdóttir. Var þetta fyrsti A-landsliðsleikur Örnu og þótti hún standa sig afar vel í leiknum og steig ekki feilspor eins og henni er von og vísa.

Frétt af heimasíðu Þórs


Akureyrarmótið í götuhjólreiðum

Skrifað 20. ágúst 2014 klukkan 09:49 | | Íþróttir |

IMG_4032Akureyrarmótið í hjólreiðum fer fram 24. ágúst næstkomandi. Keppt verður í 2 flokkum í bæði karla og kvenna, A og B flokk. A flokkur er á götuhjólum og öðrum hjólum með hrútastýri, B flokkur er á fjallahjólum og öðrum hjólum með áþekk stýri.
Mótið hefst 24. ágúst klukkan 11 hjá N1 við Leiruveg og hjólaður er Eyjafjarðarhringurinn réttsælis.

Skemmtilegt mót fyrir alla. Byjendur sem og lengra komna. Gott að prófa að keppa í fyrsta skipti og sjá hvað það bætir mann persónulega ásamt skemmtilegum félagsskap.

Keppnisgjald er 1.500 kr.
Allar nánari upplýsingar um mótið, skráningar og fleira á heimasíðu Hjólreiðafélags Akureyrar www.hfa.is

 


KA BÍ/Bolungarvík í kvöld. (Myndir)

Skrifað 19. ágúst 2014 klukkan 22:12 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir; Þórir Ó. Tryggvason

THTR6053 THTR6063 THTR6156 THTR6159 THTR6203 THTR6209 THTR6217 THTR6221 THTR6240 THTR6243 THTR6255 THTR6257 THTR6260 THTR6268 THTR6270 THTR6285 THTR6303 THTR6313 THTR6323 THTR6342 THTR6356 THTR6361 THTR6391 THTR6395 THTR6400 THTR6404 THTR6413 THTR6422 THTR6429 THTR6450 THTR6455 THTR6469 THTR6480 THTR6487 THTR6497 THTR6504 THTR6524 THTR6538 THTR6544 THTR6547 THTR6549 THTR6557 THTR6571


KA og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn

Skrifað 19. ágúst 2014 klukkan 21:10 | | Fótbolti, Íþróttir |

KA_BIBolungarvikKA og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn þegar þau mættust á Akureyrarvelli fyrr í kvöld í leik þar sem lokatölurnar urðu 1-1. KA menn komstu yfir á 22. mínútu með marki frá Stefáni Þór Pálssyni en Nigel Francis Quashie jafnaði leikinn fyrir gestina á 47. mínútu. Eftir leiki kvöldsins er Leiknir R. sem fyrr á toppi deildarinnar með 40 stig og ÍA í öðru sætinu með 33. KA menn eru nú í því sjötta með 25 stig.


KA tekur á móti BÍ/Bolungarvík í dag

Skrifað 19. ágúst 2014 klukkan 14:27 | | Fótbolti, Íþróttir |

THTR3214Í dag tekur KA á móti BÍ/Bolungarvík og er leikurinn liður í 17. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. KA situr í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig en gestirnir eru í því tíunda með 20 stig. Leiknir úr Reykjavík er langefst  í deildinni og nánast búnir að tryggja sér sæti í efstu deild en þeir hafa níu stiga forskot á ÍA sem er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig. Því er nánast orðið ljóst að það sé bara spurning um hvaða lið muni fylgja Leikni upp um deild. Leikur KA og BÍ/Bolungarvík fer fram á Akureyrarvelli og hefst klukkan 18:15