Íþróttir

Andrésar andaleikarnir verða settir á morgun.

Skrifað 22. apríl 2014 klukkan 20:00 | | Fréttir, Íþróttir, Skíði |
Mynd: Pedromyndir

Mynd: Pedromyndir

39. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 23.-26. apríl 2014.

Andrésarleikarnir eru stærsta skíðamót landsins með allt að 800 keppendum á aldrinum 6-15 ára ár hvert.  Þeim fylgja þjálfara, fararstjórar, foreldrar og  fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2500 manns sæki leikana. Nánar »


Þór tapaði naumlega gegn Breiðablik (Umfjöllun, Myndir)

Skrifað 21. apríl 2014 klukkan 22:40 | | Fótbolti, Íþróttir |
Þórður Birgisson skoraði mark Þórs í dag. Mynd: Þórir Tryggva.

Þórður Birgisson skoraði mark Þórs í dag. Mynd: Þórir Tryggva.

Þór og Breiðablik mættust í dag í Boganum í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna og var það góð byrjun í leiknum sem skóp sigur þeirra.

Þórsarar, sem hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu, geta nagað sig í handabökin að hafa ekki byrjað leikinn almennilega því er þeir fóru að spila eins og þeir eiga að sér í leiknum áttu þeir í fullu tré við gestina. Breiðabliksliðið var skipulagðara í sínum aðgerðum og átti oft lipurt samspil en Þórsliðið hins vegar var kraftmikið og sífellt ógnandi í fyrirgjöfum og í föstum leikatriðum. Nánar »


Þór og Breiðablik mætast í undanúrslitum í dag.

Skrifað 21. apríl 2014 klukkan 10:55 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

KiddiGegnKEFÞór og Breiðablik mætast í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag í leik sem fram fer í Boganum. Sigurliðið mun mæta annað hvort FH eða KR sem eigast við í hinum undanúrslitaleiknum í dag. Breiðablik er núverandi deildarbikarmeistarar en Þór hefur aldrei spilað til úrslita í Lengjubikarnum. Þannig að Þórsarar geta brotið blað í sögunni nái þeir að sigra Breiðablik í dag.  Leikur liðanna fer fram í Boganum og hefst leikur liðanna klukkan 16.


Hvað næst – Akureyri / KA / Þór?

Skrifað 18. apríl 2014 klukkan 19:18 | | Fréttir, Íþróttir |

Akureyri_Thor_KAÞorleifur Ananíasson skrifar.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að boltaíþróttir á Akureyri hafa ekki verið uppá marga fiska undanfarin ár.  Stóru greinarnar þrjár, fótbolti, handbolti og karfa hafa allar séð betri tíma og tilraunir til úrbóta hafa ekki virkað ef frá er talinn árangur kvennaliða í knattspyrnu og handbolta. En hverju veldur og hvað er til ráða þannig að Akureyringar eignist lið í fremstu röð í karlaflokki? Nánar »


Þór komið í undanúrslit Lengjubikars eftir sigur á Keflavík.

Skrifað 16. apríl 2014 klukkan 22:42 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

KiddiGegnKEFÞórsarar mættu Keflvíkingum í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla í kvöld. Leikurinn í kvöld var mikil skemmtun.

Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tveggja mínútna leik og voru það gestirnir sem gerðu það. Elías Már Ómarsson fékk þá boltann fyrir utan teig og skoraði með fínu skoti. Það var eins og heimamenn væru enn ekki mættir til leiks því að gestirnir bættu við öðru marki sínu eftir aðeins 6 mínútna leik og var þar að verki Hörður Sveinsson.  Nánar »


Hængsmótið 2014 fór fram um síðustu helgi.

Skrifað 16. apríl 2014 klukkan 08:58 | | Fréttir, Íþróttir |

Haengsmotid 2014 3Daganna 11. og 12. apríl fór fram hið árlega Hængsmót sem Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri stendur fyrir og var þetta mót haldið í þrítugasta og annað sinn. Mótið var haldið í íþróttahöllinni. Keppt var í fjölmörgum flokkum á mótinu og gekk allt mótshaldið eins og best verður á kosið. Nánar »


Tryggingamiðstöðin og Höldur framlengja samstarf við ÞórKA

Skrifað 15. apríl 2014 klukkan 23:23 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

ThorKA_TM_HoldurÍ dag undirrituðu fulltrúar Tryggingamiðstöðvarinnar og Höldurs annars vegar og hins vegar fulltrúi knattspyrnudeildar Þórs nýja samstarfssamninga sem eru í raun framlenging á fyrri samningum.
Bæði þessi fyrirtæki hafa verið dyggir samstarfsaðilar ÞórKA undanfarin ár. Það þarf í raun ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir félög að eiga slíka bakhjarla. Það kostar mikla fjármuni að halda úti öflugu íþróttastarfi og til þess að halda úti og eiga lið í fremstu röð líkt og ÞórKA hefur verið til margra ára skiptir svona stuðningur öllu máli.  Nánar »


Myndasyrpa úr sigurleik Akureyrar gegn HK

Skrifað 15. apríl 2014 klukkan 08:47 | | Fréttir, Handbolti, Íþróttir |

Akureyri HKMeðfylgjandi er myndasyrpa sem ljósmyndarinn knái Þórir Tryggvason tók í sigurleik Akureyrar gegn HK í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta sem fram fór í gærkvöld. Sigur Akureyrar sem og sigur FH gegn ÍR á sama tíma gerðu það að verkum að það verða ÍR ingar sem þurfa spila umspilsleiki um sæti í efstu deild en ekki Akureyri. Nánar »


MAMMÚTAR ÍSLANDSMEISTARAR Í KRULLU 2014 (Myndasyrpa)

Skrifað 14. apríl 2014 klukkan 22:48 | | Fréttir, Íþróttir |

Krulla 2014Mammútar urðu um helgina Íslandsmeistarar í krullu í fimmta sinn, en þetta er í þrettánda sinn sem keppt er um titilinn.

Í úrslitaleiknum áttust við Garpar, sem urðu á dögunum deildarmeistarar, og Mammútar sem urðu í öðru sæti deildarkeppninnar. Leikur liðanna var nokkuð sveiflukenndur, en þó spennandi og jafn þegar upp var staðið. Garpar náðu þriggja stiga forystu í fyrstu umferð, en Mammútar svöruðu með fjórum stigum í annarri umferð. Garpar jöfnuðu í 4-4, en Mammútar komust í 5-4 og stálu svo tveimur stigum í fimmtu umferðinni, staðan orðin 7-4 þegar aðeins þrjár umferðir voru eftir. En Garpar náðu að snúa því við, skoruðu fjögur stig í sjöttu umferðinni og eiginlega með pálmann í höndunum því Mammútum tókst aðeins að skora eitt í næstsíðustu umferðinni og jafna leikinn í 8-8. Garpar höfðu því síðasta stein í lokaumferðinni, en það dugði þeim hins vegar ekki. Mammútar stálu aftur tveimur stigum og sigruðu. Lokatölur urðu 10-8, Mammútum í vil. Nánar »


Þór sigraði A-riðil Lengjubikars karla.

Skrifað 14. apríl 2014 klukkan 13:53 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

Thor_FHNú hefur komið í ljós að FH notaði ólöglegan leikmann í riðlakeppni Lengjubikars karla í leik sínum gegn HK og þar með hefur HK verið dæmdur sigur í leiknum. Þetta hefur þau áhrif að Þór sem endaði í öðru sæti riðilsins einu stigi á eftir FH lauk því keppni í efsta sæti riðilsins. Þetta færir Þór heimaleik í átta liða úrslitum. Andstæðingar Þórs í átta liða úrslitum verða því Keflvíkingar og fer leikur liðanna fram í Boganum miðvikudaginn 16. apríl klukkan 18:00.


Akureyri tekur á móti HK í lokaumferð Olís- deildar í kvöld.

Skrifað 14. apríl 2014 klukkan 13:46 | | Fréttir, Handbolti, Íþróttir |

Akureyri_handboltalogoÍ kvöld tekur Akureyri á móti HK í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni.

Sigur í kvöld gefur Akureyri tækifæri á að komast upp úr 7. sætinu en til þess að svo verði þarf FH að vinna ÍR á sama tíma. Það er jú töluvert undir hjá Akureyri og því eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja liðið til sigurs. Húsið opnar klukkan 18:45 og leikurinn hefst klukkan 19:30


Þór/KA sigraði Selfoss örugglega

Skrifað 13. apríl 2014 klukkan 17:55 | | Fótbolti, Íþróttir |

Lillý Rut skorar fyrsta mark Þórs/KA á móti Selfoss.
Mynd: Páll Jóhannesson

Þór/KA sigraði Selfoss 4-0 í A-deild lengjubikars kvenna sem fram fór í Boganum fyrr í dag. Með sigrinum komst lið Þórs/KA í annað sæti í riðlinum og er öruggt með sæti í undanúrslitum. Þór/KA byrjaði leikinn af krafti og og sótti stíft að marki Selfoss. Fyrsta mark leiksins skoraði Lillý Rut Hlynsdóttir á 8 mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn Selfoss. Þór/KA átti urmul marktækifæra í fyrri hálfleik en náðu ekki að koma öðru marki fyrir hlé og staðan því 1-0 í hálfleik. Leikurinn var svipaður í seinni hálfleik, Þór/KA var með talsverða yfirburði í spilinu en leikmenn liðsins voru mislagðir fætur fyrir framan mark andstæðingana framan af seinni hálfleik. Á 60 mínútu náðu þær þó að skora sitt annað marki en þar var að verki Katla Ósk Rakelardóttir, hún komst inn í sendingu í vörn Selfoss og afgreiddi boltann snyrtlilega framhjá markverði Selfoss. Katla ósk var síðan aftur á ferðinni tveimur mínútum seinna og kom Þór/KA í 3-0 með góðu skoti í þaknetið. Leikmenn Þór/KA létu ekki þar við sitja og skoruðu sitt fjórða mark á 90 mínútu, Amanda Mist Pálsdóttir skoraði gott mark af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Kayla Grimsley.


ÞórKA tekur á móti Selfossi í Lengjubikarnum í dag

Skrifað 13. apríl 2014 klukkan 09:49 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

lengjubikarinnÍ dag tekur ÞórKA á móti Selfossi í A- deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í leik sem fram fer í Boganum. ÞórKA er í fimmta sæti riðilsins með 4 stig en Selfoss í 6. sætinu  með 1 stig. Fjögur efstu liðin í riðlinum fara svo í úrslitakeppni og fyrir ÞórKA er ekki öll nótt úti enn. Sigur í dag gæti fleytt liðinu í úrslitakeppnina verði önnur úrslit liðinu hliðholl. Með sigri getur ÞórKA skotist upp í fjórða sæti tapi Stjarnan eða ÍBV sínum leikjum í dag. Leikur ÞórKA og Selfoss fer fram í Boganum og hefst leikuinn klukkan 15:00.


KA sigraði HK í Lengjubikarnum í dag.

Skrifað 12. apríl 2014 klukkan 20:54 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |
Úr myndasafni

Úr myndasafni

KA menn mættu HK­ingum í Lengubikarnum í Boganum í dag. Leikurinn var síðasti leikur liðanna í riðlinum. Fyrir leikinn sat KA í sjötta sæti riðilsins en HK var í því neðsta.

Leikurinn byrjaði rólega og fengu bæði liðin fá færi. Á 14. mínútu þurftu heimamenn að gera skiptingu vegna meiðsla Bjarna Antonssonar en Ólafur Hrafn Kjartansson kom inná í hans stað.  Nánar »


Þór fyrstir til að leggja FH í Lengjubikarnum

Skrifað 12. apríl 2014 klukkan 09:38 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

Thor_FHÞór tók á móti FH í Lengjubikar karla í knattspyrnu í leik sem fram fór í Boganum í gærkvöld. Fyrir leikinn hafði FH unnið alla sex leikina í riðlinum og var með 18 stig á toppi riðilsins. Þór var einnig taplaust þar sem liðið hafði unnið fjóra leiki en gert tvö jafntefli. Þórsarar gerðu sér líti fyrir og unnu FH inga 1-0 með marki úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik eftir brotið hafði verið á Þórði Birgissyni innan vítateigs. Það Ármanni Pétri Ævarssyni sem fór á vítapunktinn o g skoraði  af miklu öryggi.  Nánar »Íþróttir