Íþróttir

Þór/KA vann Selfoss í kvöld

Skrifað 29. júlí 2014 klukkan 22:15 | | Fótbolti, Íþróttir |

ThorKA_Selfoss_2014Þór/KA lagði Selfoss með tveimur mörkum gegn einu í leik liðanna í kvöld í Pepsi-deild kvenna. Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir eftir hálftíma leik en heimaliðið var mun betra í fyrri hálfleik. Selfoss sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og Celeste Boureille jafnaði metin á 63 mínútu. Eftir markið vaknaði lið Þórs/KA aftur og gerði harða hríð að marki Selfoss og fór svo að Freydís Anna Jónsdóttir tryggði Þór/KA sigurinn með marki á 77. mínútu og lokatölur því 2-1. Frábær sigur Þórs/KA gegn góðu liði Selfoss og er liðið í 3 sæti með 21 stig, níu stigum á eftir toppliði Stjörnunnar sem vann ÍBV 4 – 0.

 

 


ÞórKA – Selfoss á Þórsvelli í kvöld

Skrifað 29. júlí 2014 klukkan 13:30 | | Fótbolti, Íþróttir |

THTR0204Það má búast við miklum baráttuleik þegar ÞórKA og Selfoss mætast í elleftu umferð Pepsí-deildar kvenna í knattspyrnu í leik sem fram fer á Þórsvelli í kvöld. Gestirnir frá Selfossi eru í 4 sæti deildarinnar með 19 stig en ÞórKA er sæti neðar með 18 stig. Selfyssingum hefur gegnið mjög vel í sumar og m.a. þá mun liðið leika til úrslita í Borgunarbikarnum á Laugardalsvelli gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar.  Þegar liðin mættust í fyrri umferðina á Selfossi þá hafði ÞórKA betur 2-3 með mörkum frá Hafrúnu Olgeirsdóttur, Katrínu Ásbjörnsdóttur og Tahnai Annis.  Mörk Selfyssinga  gerðu Eva Lind Elísdóttir og Erna Guðjónsdóttir.  Nánar »


Íslandsmótið í bogfimi utanhúss

Skrifað 28. júlí 2014 klukkan 14:02 | | Fréttir, Íþróttir |

Bogfimi 2014Guðmundur Örn Guðjónsson skrifar:

Íslandsmótinu í Bogfimi lauk í gær 27. júlí eftir mikla keppnis helgi.
Mótið var haldið í Leirdalnum í Grafarholti, þetta er í fyrsta skipti sem Íslandsmótið hefur verið haldið þar. Nánar »


Áhorfendur á leik KA og Þróttar R. (Myndir)

Skrifað 26. júlí 2014 klukkan 00:40 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir frá leik KA og Þróttar þar sem áhorfendur gæddu sér á hamborgurum fyrir leik og yngsta kynslóðin tók þátt í hinum vinnsæla  Nóa-kroppsleik í hálfleik.

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR2502 THTR2504 THTR2506 THTR2508 THTR2510 THTR2512 THTR2513 THTR2521 THTR2522 THTR2525 THTR2526 THTR2528 THTR2529 THTR2530 THTR2535 THTR2540 THTR2545 THTR2549 THTR2558 THTR2559 THTR2561 THTR2564 THTR2565 THTR2566 THTR2567 THTR2570 THTR2574 THTR2583 THTR2584 THTR2586 THTR2590 THTR2593 THTR2594 THTR2595 THTR2598 THTR2599 THTR2600 THTR2606 THTR2607 THTR2610 THTR2641 THTR2658 THTR2659 THTR2665 THTR2667 THTR2668 THTR2698 THTR2882 THTR2887 THTR2889 THTR2907 THTR2910 THTR2911 THTR2913 THTR2914 THTR2918 THTR2920 THTR2921 THTR2922 THTR2923 THTR2925 THTR2927 THTR2932 THTR2950 THTR2990 THTR2993 THTR2994 THTR2996 THTR3000 THTR3004 THTR3005 THTR3006 THTR3008 THTR3014 THTR3018 THTR3020 THTR3021 THTR3119 THTR3242


Myndir úr leik KA – Þróttur R. (0-1)

Skrifað 24. júlí 2014 klukkan 22:42 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir; Þórir Ó. Tryggvason

THTR2626 THTR2638 THTR2702 THTR2733 THTR2742 THTR2793 THTR2796 THTR2801 THTR2808 THTR2811 THTR2818 THTR2833 THTR2835 THTR2849 THTR2852 THTR2858 THTR2865 THTR2869 THTR2872 THTR2941 THTR2944 THTR2960 THTR2972 THTR2975 THTR2981 THTR3026 THTR3030 THTR3052 THTR3055 THTR3058 THTR3059 THTR3085 THTR3089 THTR3097 THTR3109 THTR3114 THTR3122 THTR3125 THTR3132 THTR3138 THTR3152 THTR3157 THTR3166 THTR3174 THTR3192 THTR3197 THTR3205 THTR3214 THTR3219 THTR3226 THTR3232 THTR3245 THTR3255 THTR3269


KA tapaði á heimavelli gegn Þrótti R.

Skrifað 24. júlí 2014 klukkan 21:44 | | Fótbolti, Íþróttir |

Gauti GautasonKA tók á móti Þrótti R. í leik sem fram fór á Akureyrarvelli í kvöld og var leikur liðanna liður í þrettándu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn í kvöld voru KA menn í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig en Þróttur var með 18. Allt stefndi í markalaust jafntefli á Akureyrarvelli í kvöld en Þróttarar stálu sigrinum með marki á lokamínútum leiksins og þar með skutust Þróttarar upp í þriðja sæti deildarinnar um stund a.m.k. með 21 stig en KA færðist niður í fimmta sætið. Mark Þróttar skoraði Ragnar Pétursson.

Myndir úr leiknum væntanlegar síðar í kvöld.


Hjólahelgi Hjólreiðafélags Akureyrar (MYNDAVEISLA)

Skrifað 22. júlí 2014 klukkan 20:14 | | Fréttir, Íþróttir |

IMG_4678Hjólahelgi Hjólreiðafélags Akureyrar fór fram daganna 18. og 19. júlí þar sem efnt var til keppni í þremur hjólakeppnum.  Á föstudeginum fór fram Gangamótið Sigló-Akureyri.  Lagt var af stað utan við Siglufjörð og hjólað til Akureyrar.  Hjólað var í gegnum Strákagöng, Héðinsfjarðargöng 1, Héðinsfjörð, Héðinsfjarðargöng II, Ólafsfjörð, Ólafsfjarðargöng, Ólafsfjarðarmúla, Dalvík, inn Eyjafjörð um Ársskógsströnd og uppá þjóðveg 1 og þaðan til Akureyrar alls 75 kílómetrar.  Nánar »


Þór og Keflavík skildu jöfn

Skrifað 20. júlí 2014 klukkan 22:23 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

THTR24011Þór tók á móti Keflavík í Pepsí-deild karla í knattspyrnu í leik sem fram fór á Þórsvelli fyrr í dag. Gestirnir byrjuðu betur en Þórsarar náðu smá saman að koma sér í takt við leikinn.  Þórsarar urðu fyrir áfalli á 67. mínútu þegar Inga Frey Hilmarssyni fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og var vikið af velli. Heimamenn léku því einum færri síðustu 23. mínúturnar. Undir lok leiksins fengu gestirnir gullið tækifæri til að stela sigrinum þegar þeir fengu vítaspyrnu. Sandor Matus er jú þekktur vítabani gerði sér lítið og varði gott víti Harðar og kom í veg fyrir að gestirnir færu með öll stigin úr leiknum og 0-0 jafntefli staðreynd.

Bendum fólki á fjölmargar myndir sem Þórir Tryggason tók á leiknum og  má sjá í fréttinni hér að neðan

MYNDIR


Myndir úr leik Þór – Keflavík í dag. (0-0)

Skrifað 20. júlí 2014 klukkan 22:21 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR1827 THTR1835 THTR1839 THTR1843 THTR1845 THTR1849 THTR1855 THTR1866 THTR1891 THTR1908 THTR1914 THTR1931 THTR1946 THTR1963 THTR1973 THTR1987 THTR1990 THTR1993 THTR1995 THTR1997 THTR2017 THTR2024 THTR2029 THTR2046 THTR2049 THTR2063 THTR2067 THTR2078 THTR2095 THTR2099 THTR2106 THTR2112 THTR2118 THTR2132 THTR2135 THTR2177 THTR2191 THTR2199 THTR2203 THTR2231 THTR2247 THTR2272 THTR2318 THTR2322 THTR2338 THTR2344 THTR2346 THTR2353 THTR2373 THTR2413 THTR2417 THTR2429 THTR2441 THTR2467 THTR24011


Þór tekur á móti Keflavík í dag á Þórsvelli kl. 17:00

Skrifað 20. júlí 2014 klukkan 13:18 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

THTR1299Þórsarar taka á móti Keflvíkingum í 12. umferð Pepsi deildar karla í dag. Heimamenn í Þór sitja á botni deildarinnar með 8 stig, þrátt fyrir frábæran 2 ­ 0 sigur gegn íslandsmeisturum KR í síðustu umferð. Keflvíkingar hafa komið á óvart í sumar og sitja í 5.sæti með 16 stig.  Nánar »


Stutt viðtal við Ármann Pétur Ævarsson leikmann Þórs.

Skrifað 20. júlí 2014 klukkan 00:35 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

Armann PeturÁrmann Pétur Ævarsson leikmaður Þórs skoraði sannkallað draumamark í sigurleik Þórs gegn Íslandsmeisturum KR í síðustu umferð. Markið skoraði Ármann á 44. mínútu þegar hann fékk boltann utan teigs og skaut viðstöðulaust sláin inn stórkostlega fallegt mark. Ármann er nú ekki vanur að skora mörk utan teigs ,“Jú, ég er kannski þekktari fyrir að skora potmörk eða mörk sem ekki er gaman að horfa á aftur og aftur þannig þetta var ákaflega skemmtileg tilbreyting. Mark frá okkur á þessum tímapunkti í leiknum gaf okkur mikla möguleika fyrir seinni hálfleikinn og það sem þjálfararnir lögðu upp með í hálfleik gekk fullkomlega upp, komum með annað mark fljótlega og gáfum þeim fá færi á okkur, þannig ég var mjög sáttur með að fá þrjú stig úr þessum leik“.

Sigurinn á Íslandsmeisturunum kom mörgum sparkspekingum á óvart, hvaða þýðingu hefur þetta fyrir liðið?

„Það voru sjálfsagt afskaplega fáir sem bjuggust við þessu fyrir utan okkur sem stöndum í kringum liðið. Þetta er góð staðfesting á því að ekkert er ómögulegt í fótbolta.“

En telur Ármann að með þessum sigri sé um einhverskonar vendipunkt að ræða hjá liðinu?

„Ef við komum með rétt hugarfar inn í alla leiki þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Ármann Pétur Ævarsson leikmaður Þórs.

„Ef við komum með rétt hugarfar inn í alla leiki þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Ármann Pétur Ævarsson leikmaður Þórs.

„Það er svo sem ekki hægt að segja til um fyrr en eftir á en ég tel að þessi leikur hafi verið vel framkvæmdur hjá okkur, bæði sóknar- og varnarlega. Þessi leikur getur að mínu mati gefið okkur mikið fyrir seinni umferðina því að ef við komum með rétt hugarfar inn í alla leiki þá eru okkur allir vegir færir.“

Hefur sú gagnrýni sem liðið hafði fengið undnadarið hafi haft einhver áhrif? Og ef svo er varð hún jafnvel til að þjappa ykkur enn betur saman?

„Það hafa allir rétt á að hafa sínar skoðanir á hlutunum. Persónulega þá hefur þetta ekkert að segja fyrir mig og breytir því ekkert hvernig ég undirbý mig fyrir æfingar eða leiki. Við leikmenn höfum ekkert verið að velta þessu fyrir okkur því við vitum manna best sjálfir hvað hver þarf að framkvæma til að ná góðum úrslitum.“

Telur þú að sú úrvalsdeildarreynsla sem leikmenn báa orðið yfir komi ekki til með að hjalpa liðinu a loka sprettinum?

Það er töluverð reynsla í þessu liði bæði hjá eldri leikmönnum og þeim yngri. Þetta er flottur hópur með skemmtilega blöndu af leikmönnum og góða þjálfara sem ég hef fulla trú á að klári það verkefni sem framundan er,“ sagði Ármann Pétur Ævarsson leikmaður Þórs að lokum.

Viðtalið birtist í Akureyri vikublað 17. júlí 2014


KA sigraði ÍA á Skaganum í kvöld.

Skrifað 15. júlí 2014 klukkan 22:16 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |
Atli Þórarinsson

Atli Þórarinsson

KA menn gerðu góða ferð á Skagann í kvöld þegar þeir sóttu lið ÍA heim í elleftu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu.  Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA í 0-1 strax á níundu mínútu en Garðar Gunnlaugsson jafnaði leikinn á tólftu mínútu. Atli Sveinn Þórarinsson kom KA yfir á ný á átjándu mínútu og staðan í hálfleik 1-2. Stefán Þór Pálsson kom KA í 1-3 með marki á 49. mínútu.  Jón Vilhelm Ákason minnkaði muninn fyrir heimamenn með marki á 80. mínútu en Hallgrímur Mar Steingrímsson gulltryggði svo sigur KA með marki í uppbótartíma og lokatölur leiksins urðu því 2-4.

Eftir sigurinn í kvöld er KA sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar nú með 19 stig.


KA sækir ÍA heim í kvöld

Skrifað 15. júlí 2014 klukkan 10:40 | | Fótbolti, Íþróttir |
KA mætir ÍA í stórleik 1. deildar í kvöld.  Mynd: Þórir Tryggvason

KA mætir ÍA í stórleik 1. deildar í kvöld.
Mynd: Þórir Tryggvason

Stórleikur 11. umferðar í 1. deild karla í knattspyrnu fer fram á Akranesi í kvöld, en þá sækir KA lið ÍA heim. ÍA situr í öðru sæti deildarinnar og KA í því fjórða eftir 10 umferðir. Lið KA siglir hægt en örugglega upp eftir töflunni eftir slaka byrjun á mótinu og hafa unnið fimm góða sigra af síðustu sjö leikjum sínum í deildinni. Bjarni Jóhannsson þjálfari KA sagði í samtali við akureyri.net að byrjun liðins á mótinu hafi verið vonbrigði en væri þokkalega sáttur í dag miðað við aðstæður. Bjarni sagði ennfremur að hann hefði viljað hafa liðið í betra standi í byrjun móts en sú viðbót sem fengin var til liðsins fyrir þetta tímabil hefði komið seint og þeir leikmenn meiðst að auki í sínum fyrstu leikjum. Bjarni er bjartsýnn með framhaldið og liðið eflist með hverjum leik, hópurinn er frekar þunnur samt og útilokar Bjarni ekki að hann fái inn nýja leikmenn áður en félagskiptaglugganum lokar. Bjarni segir liðið vera klárt í leikinn og að allir leikmenn séu heilir og klárir í það erfiða verkefni sem bíður þeirra.


Edin Beslija í KA (Staðfest)

Skrifað 15. júlí 2014 klukkan 09:25 | | Fótbolti, Íþróttir |
Edin Beslija í leik með Þór. Mynd: mbl.is

Edin Beslija í leik með Þór.
Mynd: mbl.is

KA hefur fengið góðan liðstyrk fyrir áframhaldandi átök í 1. deild karla í knattspyrnu en þeir fengu miðjumanninn Edin Beslija að láni frá KF. Beslija er þegar kominn með leikheimild með KA og getur leikið sinn fyrsta leik með liðinu gegn ÍA í 11. umferð 1. deildarinnar í kvöld. 

Beslija var í lykilhlutverki hjá Víkingi Ólafsvík frá árunum 2010-2012 áður en hann gekk til liðs við Pepsi-deildarlið Þórs. Í vetur gekk hins vegar Beslija til liðs við KF og hefur tvö mörk í tíu leikjum í 2. deildinni með KF.

 


FOOTBALL-FOOTBALL áhorfendur á leik Þórs og KR

Skrifað 13. júlí 2014 klukkan 12:29 | | Fótbolti, Íþróttir |

Myndir: Þórir Ó. Tryggvason

THTR00571 THTR00572 THTR00921 THTR01011 THTR01061 THTR02311 THTR02841 THTR02851 THTR03531 THTR03561 THTR03562 THTR03563 THTR03581 THTR03611 THTR03621 THTR03622 THTR03631 THTR03632 THTR03641 THTR005712 THTR12571 THTR12572 THTR13121 THTR13122