Fréttir

Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi leiðir lista Dögunar á Akureyri

Skrifað 23. apríl 2014 klukkan 09:17 | | Fréttir, Stjórnmál |

DogunFundur félagsmanna  í Dögun sem haldinn var í gær 22.apríl 2014 staðfesti ákvörðun um að bjóða fram til bæjarstjórnar á Akureyri 2014. Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi hefur tekið áskorun um að gefa kost á sér til að leiða lista Dögunar. Uppstillingarnefnd er að störfum  og er henni falið að leggja tillögu að skipan framboðslista fyrir félagsfund 1. Maí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Dögun.


Málstofa í heilbrigðisvísindum

Skrifað 23. apríl 2014 klukkan 08:53 | | Fréttir, Háskólinn, Skólar |

Málstofa í heilbrigðisvísindum: Nauðsynleg þekking og færni heilbrigðisstarfsfólks í sjúklingafræðslu einstaklinga með kransæðasjúkdóm verður í dag miðvikudaginn 23. Apríl kl.12:10-12:55 í stofu M101 í Sólborg. Þar mun Solborg_JuliMargrét Hrönn Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi við NTNU Þrándheimi flytja erindi.

Formleg þjálfun og menntun heilbrigðisstarfsfólks í fræðslu einstaklinga með kransæðasjúkdóm er fáheyrð og skortur er á rannsóknum sem sýna hvaða þekkingu og færni þarf að búa yfir til að geta stutt þessa einstaklinga til sjálfsumönnunar. Nánar »


Andrésar andaleikarnir verða settir á morgun.

Skrifað 22. apríl 2014 klukkan 20:00 | | Fréttir, Íþróttir, Skíði |
Mynd: Pedromyndir

Mynd: Pedromyndir

39. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 23.-26. apríl 2014.

Andrésarleikarnir eru stærsta skíðamót landsins með allt að 800 keppendum á aldrinum 6-15 ára ár hvert.  Þeim fylgja þjálfara, fararstjórar, foreldrar og  fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2500 manns sæki leikana. Nánar »


Glæsilegar myndir af togaranum Baldvin NC 100

Skrifað 21. apríl 2014 klukkan 21:45 | | Fréttir |

baldvin_1Meðfylgjandi myndir af togaranum Baldvin NC 100, sem er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union, tók Þórir Tryggvason þegar skipið kom til hafnar á Akureyri  föstudaginn langa. Skipið er nýkomið  úr lengingu en skipið var lengt um 14 metra.  Slippurinn á Akureyri mun  klára þær framkvæmdir sem eftir eru m.a. vinnu við ýmsan búnað sem setja þarf í skipið samhliða lengingunni.  Nánar »


Þór og Breiðablik mætast í undanúrslitum í dag.

Skrifað 21. apríl 2014 klukkan 10:55 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

KiddiGegnKEFÞór og Breiðablik mætast í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag í leik sem fram fer í Boganum. Sigurliðið mun mæta annað hvort FH eða KR sem eigast við í hinum undanúrslitaleiknum í dag. Breiðablik er núverandi deildarbikarmeistarar en Þór hefur aldrei spilað til úrslita í Lengjubikarnum. Þannig að Þórsarar geta brotið blað í sögunni nái þeir að sigra Breiðablik í dag.  Leikur liðanna fer fram í Boganum og hefst leikur liðanna klukkan 16.


Opið í Hlíðarfjalli í dag, annan páskadag

Skrifað 21. apríl 2014 klukkan 10:05 | | Fréttir |

HlidarfjallSkíðasvæðið í Hlíðarfjalli er opið í dag, annan dag páska. Opnað var klukkan 9 og verður opið til klukkan 17. Gott veður var í fjallinu í morgun, NW 1 m/s og hiti 5+ og veðurútlit dagsins er gott.


Búið að opna í Hlíðarfjalli

Skrifað 20. apríl 2014 klukkan 14:52 | | Fréttir |

HlidarfjallRétt er að vekja athygli á því að búið er að opna Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og verður það opið í dag, páskadag til klukkan 17:00


Opið í Skautahöllinni á Akureyri í dag

Skrifað 20. apríl 2014 klukkan 11:43 | | Fréttir |

SkautahöllinÆtlunin var að lokað yrði í Skautahöllinni á Akureyri í dag, páskadag, en þar sem nú virðist sem skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði að mestu lokað þriðja daginn í röð vegna veðurs vill Skautafélag Akureyrar bregðast við og hafa opið í dag kl. 12-16. Jafnframt verður opið á morgun, annan páskadag, eins og ætlunin var, kl. 13-16.

Það verður að viðurkennast að sólarlaust er á svellinu – en á móti kemur að þar er blankalogn og litlar líkur á úrkomu.


Viðtal við Njál Trausta Friðbertsson formann Hjartans í Vatnsmýrinni.

Skrifað 19. apríl 2014 klukkan 18:59 | | Fréttir |

Njáll Trausti Friðbertsson VefurFlugumferðarstjórinn Njáll Trausti Friðbertsson, sem er jafnframt Formaður Hjartans í Vatnsmýrinni hefur verið einn ötulasti baráttumaður þess að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verði þar áfram. Hann fór af stað með undirskriftarsöfnun á netinu og sem stendur hafa 69.779 manns skrifað undir áskorun þess efnis að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Nánar »


Hvað næst – Akureyri / KA / Þór?

Skrifað 18. apríl 2014 klukkan 19:18 | | Fréttir, Íþróttir |

Akureyri_Thor_KAÞorleifur Ananíasson skrifar.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að boltaíþróttir á Akureyri hafa ekki verið uppá marga fiska undanfarin ár.  Stóru greinarnar þrjár, fótbolti, handbolti og karfa hafa allar séð betri tíma og tilraunir til úrbóta hafa ekki virkað ef frá er talinn árangur kvennaliða í knattspyrnu og handbolta. En hverju veldur og hvað er til ráða þannig að Akureyringar eignist lið í fremstu röð í karlaflokki? Nánar »


Endhaf, sýning listnema við VMA

Skrifað 17. apríl 2014 klukkan 19:33 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

EndhafListnemar við Verkmenntaskóla Akureyrar efna til sýningar á lokaverkefnum. Sýningin, nefnd Endhaf opnar þann 25. apríl kl 20:00 í Boxinu, sal myndlistarfélagsins við Kaupvangsstræti 10. Okkur er sönn ánægja að bjóða alla hjartanlega velkomna. Átján nemendur afhjúpa uppskeru vorannar 2014 og því er rík ástæða til að sækja fjölþætta sýninguna. Textíl- og myndlistarkjörsvið deila rými, meðal annars fyrir innsetningu, sjónlistir og fatahönnun.

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 26. apríl og sunnudaginn 27. apríl frá 13:00 til 16:00.


Fíkniefni haldlögð á Akureyri, vímu og ölvunarakstrar

Skrifað 17. apríl 2014 klukkan 19:20 | | Fréttir |
Lögreglustöðin á Akureyri. mynd:Akureyri.net

Lögreglustöðin á Akureyri. mynd:Akureyri.net

Síðdegis í gær handtók lögreglan á Akureyri karl og konu á þrítugsaldri vegna gruns um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Framkvæmd var húsleit á heimili þeirra þar sem hald var lagt á um 50 grömm af amfetamíni, 30 grömm af maríhúana, tæki og tól til fíkniefnaneyslu og nokkurt magn lyfseðilsskyldra lyfja. Voru þau látin laus að loknum yfirheyrslum. Málið er í rannsókn. Nánar »


Þór komið í undanúrslit Lengjubikars eftir sigur á Keflavík.

Skrifað 16. apríl 2014 klukkan 22:42 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

KiddiGegnKEFÞórsarar mættu Keflvíkingum í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla í kvöld. Leikurinn í kvöld var mikil skemmtun.

Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tveggja mínútna leik og voru það gestirnir sem gerðu það. Elías Már Ómarsson fékk þá boltann fyrir utan teig og skoraði með fínu skoti. Það var eins og heimamenn væru enn ekki mættir til leiks því að gestirnir bættu við öðru marki sínu eftir aðeins 6 mínútna leik og var þar að verki Hörður Sveinsson.  Nánar »


FRÉTTATILKYNNING FRÁ LEIKFÉLAGI AKUREYRAR

Skrifað 16. apríl 2014 klukkan 21:36 | | Fréttir |

SamkomuhusidTalsvert hefur verið rætt og ritað  um slæma stöðu leikfélags Akureyrar undanfarna daga og í dag sendi stjórn Leikfélagsins frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu.

Leikfélag Akureyrar er um þessar mundir að ljúka leikári sem hefur einkennst af jákvæðum viðtökum, aukinni aðsókn og auknum miðasölutekjum. Áður hefur þó komið fram að opinber framlög til LA, sem eru raunverulegur rekstrargrundvöllur félagsins, eru að krónutölu þau sömu og árið 2004, eða fyrir tíu árum síðan. Að mati stjórnar og stjórnenda Leikfélags Akureyrar er því ljóst að ekki er hægt að halda úti starfsemi leikfélagsins nema til komi leiðrétting á opinberum framlögum. Nánar »


Hængsmótið 2014 fór fram um síðustu helgi.

Skrifað 16. apríl 2014 klukkan 08:58 | | Fréttir, Íþróttir |

Haengsmotid 2014 3Daganna 11. og 12. apríl fór fram hið árlega Hængsmót sem Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri stendur fyrir og var þetta mót haldið í þrítugasta og annað sinn. Mótið var haldið í íþróttahöllinni. Keppt var í fjölmörgum flokkum á mótinu og gekk allt mótshaldið eins og best verður á kosið. Nánar »Fréttir