Fréttir

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni Leikfélags Akureyrar

Skrifað 31. júlí 2014 klukkan 23:16 | | Fréttir |

SamkomuhusidBæjarráð Akureyrar samþykkti í dag 7,5 milljóna króna styrk til Menningarfélags Akureyrar sem mun annast rekstur Leikfélags Akureyrar, Hofs og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í samræmi við núverandi samninga félagana þriggja við Akureyrarbæ. Sameiningin hafði áður verið samþykkt af öllum félögunum þremur.

Erindi dagsett 10. júlí 2014  barst frá Hlyni Hallssyni varaformanni stjórnar Leikfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir 7,5 milljón kr. aukafjárveitingu til þess að félagið geti haldið úti lágmarksstarfsemi til loka ársins 2014.

Helsta markmið nýs félags er að tryggja samstarf og samræmingu milli stærri viðburða sem haldnir eru á Akureyri og stuðla að öruggum rekstri, góðri meðferð og nýtingu opinberra fjármuna. Einnig á nýtt félag að auka fjölbreytileika í menningar- og listalífi Norðurlands.

 


Stórlax á Handverkshátíðinni um aðra helgi

Skrifað 31. júlí 2014 klukkan 11:31 | | Fréttir |

Handverk2014Undirbúningur 22. Handverkshátíðar stendur sem hæst enda aðeins vika í hátíðina. Sýningin verður sett fimmtudaginn 7. ágúst og lýkur sunnudaginn 10. ágúst. Sýningin hefur fengið að gjöf 1,5 m háa gestabók klædda laxaroði og verður hún staðsett í hjarta sýningarinnar og hvetjum við gesti til að kvitta fyrir heimsókn sína í hana. Sýningin verður fjölbreytt líkt og undanfarin ár. 91 sýnandi af öllu landinu selja skart, fatnað, fylgihluti, textíl, keramik og gler og á útisvæðinu er stórt tjald og skálar með ýmiskonar íslenskum matvælum. Nánar »


Útifundur vegna Gaza á Ráðhústorginu í dag

Skrifað 31. júlí 2014 klukkan 08:54 | | Fréttir |
Mynd: Palli Jóh

Mynd: Palli Jóh

Útifundur Félagsins Ísland-Palestína vegna ástandsins á Gaza verður hjá bandaríska sendiráðinu við Laufásveg í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 31. júli kl. 17:00. Á sama tíma er boðað til fundar á Ráðhústorgi samhliða fundinum í Reykjavík og verður sá fundur á sama tíma. Á heimasíðu Ísland Palestína segir: „Blóðbaðið á Gaza heldur áfram. Ísraelsstjórn fer sínu fram og beitir hernaðarmætti sínum án tillits til mótmæla umheimsins með skelfilegum afleiðingum."  Nánar »


Skreytum bæinn rauðan

Skrifað 30. júlí 2014 klukkan 17:19 | | Fréttir |

EinMedOlluLíkt og á síðasta ári hafa Vinir Akureyrar hvatt bæjarbúa til að taka þátt í að klæða bæinn okkar í búning fyrir hátíðina þ.e. hús og garða. Í ár eru bæjarbúar hvattir til að  skreyta bæinn rauðann í samræmi við hjartað sem hefur sett svip sinn á bæinn. Rauðar seríur, rautt skraut eða hvað eina rautt og fallegt. Gerum hýbýli okkar sýnileg frá 31.-4.ágúst næstkomandi og þannig sýnaí verki að gestir eru velkomnir á Eina með öllu, sköpum stemningu og sýnum að þetta er hátíðin okkar allra. #rauttAK #versloAK. Nánar »


Útivistarsvæðið Krossanesborgir

Skrifað 30. júlí 2014 klukkan 10:14 | | Fréttir |

yfirlitskortidUndanfarin ár hefur verið lögð töluverð vinna í Krossanesborgir og þar er m.a. búið leggja nýja stíga, útbúa betri aðkomu með bílastæðum og í sumar voru sett upp fjöldi skilta með upplýsingum um fugla, plöntur og minjar sem finna má á svæðinu.  Nánar »


70 ástæður til þess að vera á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Skrifað 28. júlí 2014 klukkan 17:47 | | Fréttir |

EinMedOllu2Frá vinum Akureyrar:

Ein með Öllu ... dagana 31. júlí – 4. ágúst 2014

Dagskrá Einnar með öllu hefur aldrei verið glæsilegri og allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Sex  stórir útitónleikar verða um helgina ásamt annarra viðburða. Fyrir þá sem vilja dvelja sem lengst í miðbænum þá má skella sér í sirkus, tívolí, vatnabolta, litbolta, skoða lifandi listasýningu og taka rölt í gegnum markaðsstemminguna í miðbænum.

Dagskrárliðir sem náð hafa miklum vinsældum og hafa fest sig í sessi á Hátíðinni má nefna: Fimmtudagsfílingur í göngugötunni með N4, kirkjutröppuhlaupið, óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, góðgerðaruppboð á Muffins í Lystigarðinum (Mömmur og Muffins), hið eina sanna 80´s Dynheimaball, Leikhópurinn Lotta, Ævintýraland að Hömrum, siglingar á pollinum þar á meðal sigling með Húna II, Tívolí, Paint Ball, söngkeppni unga fólksins og ýmislegt fleira.  Og ekki má gleyma sparitónleikunum og flugeldasýningunni á sunnudagskvöldinu þar sem undanfarin ár hafa verið á milli 15 og 20 þúsund gestir.  Nánar »


Íslandsmótið í bogfimi utanhúss

Skrifað 28. júlí 2014 klukkan 14:02 | | Fréttir, Íþróttir |

Bogfimi 2014Guðmundur Örn Guðjónsson skrifar:

Íslandsmótinu í Bogfimi lauk í gær 27. júlí eftir mikla keppnis helgi.
Mótið var haldið í Leirdalnum í Grafarholti, þetta er í fyrsta skipti sem Íslandsmótið hefur verið haldið þar. Nánar »


Skemmdarvargar enn á ferð

Skrifað 28. júlí 2014 klukkan 11:52 | | Fréttir |

Skemmdir 2Það er alltaf dapurlegt þegar skemmdarverk eru unnin hvort heldur sem er á eigum hins almenna borgara eða á eigum hins opinbera. Fyrr í mánuðinum greindum við í frétt frá skemmdum sem voru unnar á biðskýli Strætisvagna Akureyrar við Borgarbraut þar sem gler var brotið  í skýlinu, tjón uppá nær 200 þúsund krónur. Í dag mátti sjá að skemmdarvargar höfðu verið á ferð við gámasvæðið við Réttarhvamm. Nánar »


Opið til fimm á Einni með öllu

Skrifað 27. júlí 2014 klukkan 16:00 | | Fréttir |

Opid til 5Bæjarráð hefur að mestu samþykkt óskir frá Vinum Akureyrar, hagsmunahöfum vegna Einnar með öllu um lengri opnunartíma skemmtistaða um verslunarmannahelgina.  Nánar »


Nýr fjölmiðill um sjávarútveg

Skrifað 27. júlí 2014 klukkan 13:53 | | Fréttir, Viðskipti |
Geir Guðsteinsson verður ritstjóri nýja blaðsins, Öldunnar.

Geir Guðsteinsson verður ritstjóri nýja blaðsins, Öldunnar.

Fyrir kosningarnar í vor var því oft haldið á lofti að þrátt fyrir allt á Norðurland enn mikið undir sjávarútvegi. Fótspor, sem gefur m.a. út Akureyri Vikublað, hleypir senn af stokkunum nýju sjávarútvegsblaði sem beina mun sjónum að norðlenskum sjávarútvegi ekki síður en annars staðar á landinu. Ritstjóri er Geir A. Guðsteinsson en hann er Akureyringum af góðu kunnur eftir áralöng störf á Akureyri í blaðamennsku á Degi og Degi-Tímanum svo nokkuð sé nefnt.  Nánar »


Myndir frá Druslugöngunni á Akureyri í dag

Skrifað 26. júlí 2014 klukkan 19:21 | | Fréttir |

Drusluganga_015Á bilinu 50-60 manns tóku þátt í Druslugöngunni á Akureyri í dag, sem gengin var í fjórða sinn. Gengið var frá Akureyrarkirkju niður Gilið og út göngugötuna og endað á Ráðhústorginu.  Nánar »


Druslugangan á Akureyri

Skrifað 25. júlí 2014 klukkan 20:08 | | Fréttir |

DruslugangaÁ morgun laugardaginn 26. júlí verður hin árlega Druslugangan genginn hér á Akureyri sem og víðar um landið. Er þetta í fjórða sinn sem gangan fer fram.

Druslugangan er orðin að föstum punkti í íslensku samfélagi þar sem að samfélagið rís upp gegn kynferðisofbeldi og stendur upp fyrir þolendum – gegn gerendum. Druslugangan leggur höfuðáherslu á að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur. Það er alltof oft þannig að einblínt er á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem afsökun fyrir kynferðisglæpi. Það er ekki til nein afsökun.  Nánar »


Zonta gefur Aflinu peningagjöf

Skrifað 25. júlí 2014 klukkan 12:26 | | Fréttir |
Á myndinni er frá vinstri, formaður Zontaklúbbs Akureyrar, Fjóla Björk Jónsdóttir, stjórnarformaður Aflsins Anna María Hjálmarsdóttir og gjaldkeri Zontaklúbbs Akureyrar Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir.

Á myndinni er frá vinstri, formaður Zontaklúbbs Akureyrar, Fjóla Björk Jónsdóttir, stjórnarformaður Aflsins Anna María Hjálmarsdóttir og gjaldkeri Zontaklúbbs Akureyrar Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir.

Zontaklúbbur Akureyrar færði Aflinu  – samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi myndarlega peningagjöf þann 8. júlí síðastliðinn. Aflið eru samtök sem voru stofnuð á Akureyri árið 2002 og veita ráðgjöf og stuðning öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendum þeirra s.s. mökum, foreldrum, systkinum og vinum.  Nánar »


Stefnir á erlendan markað

Skrifað 24. júlí 2014 klukkan 13:23 | | Fréttir |
Fær innblástur í Nettó. Elí segir að einn dagur í vinnunni nýtist honum oft betur en heil fríhelgi í glímunni við skáldsögurnar.

Fær innblástur í Nettó. Elí segir að einn dagur í vinnunni nýtist honum oft betur en heil fríhelgi í glímunni við skáldsögurnar.

Elí Freysson, starfsmaður í Nettó á Glerártorgi, sendir nú í vikunni frá sér enn eina bókina. Hann er höfundur bókanna Meistari hinna blindu, Ógnarmáni og Kallið. Nýja bókin, Kistan, kemur út í dag en þar segir aftur frá Kötju og þeim átökum sem hún lendir í. Elí spjallaði um bókina við blaðamann Akureyri Vikublaðs.

Hvað einkennir þessa nýjustu bók þína, Elí? 

Nýjasta bókin fjallar aftur um unglingsstúlkuna Kötju. Í fyrri bókinni lærði hún á máttinn sem hún fékk í vöggugjöf og myrkraöflin sem henni ber að standa gegn. Hún er því komin á bragðið og inn í það hlutverk sem henni er eðlislægt en hún á enn ýmislegt ólært um heiminn og óvini sína. Í Kistunni leggja hún og lærimeistari hennar land undir fót og mæta bæði nýjum og gömlum óvinum. Katja kynnist þannig betur þeim langtíma átökum sem geisað hafa í gegnum aldirnar.“

Stóð síðasta bók undir sér? Þú gefur sjálfstætt út – ekki satt?

Jú, þetta er að standa undir sér, en ekki mikið meira en það. Íslenski markaðurinn er jú ansi lítill og maður þarf helst að komast erlendis. Þegar ég er búinn með bókina sem ég er að vinna í núna ætla ég einmitt að beina orku minni í að þýða Kallið yfir á ensku og gefa út rafrænt.“

Er skrifaþörfin óslökkvandi?

Já, það verður ekki annað sagt. Ég hætti ekki nokkurn tímann og er alltaf jafn hissa þegar fólk spyr hvort nýjasta bókin verði sú síðasta. Ég sé ekki fyrir endann á þessari seríu, og er auk þess með hugmyndir að mörgum öðrum. Það tekur svo langan tíma að skrifa eina bók að hugmyndirnar alveg hreint hrúgast upp í millitíðinni. Ég vona bara að ég nái að minnka staflann áður en ég fell frá.“

Hvaðan færðu innblástur? Úr Nettó?!

Það má eiginlega segja það, já. Hugurinn er hvað virkastur þegar ég er að vinna og það er fullkominn tími til að leysa hnúta í sögu eða fínpússa hugmyndir. Oft kem ég meiru í verk í skriftunum á einum vinnudegi en yfir heila helgi.

Akureyri vikublað 17. júlí 2014

Nánar »


Messað í Þorgeirsfirði

Skrifað 24. júlí 2014 klukkan 13:12 | | Fréttir |

Messað verður á Þönglabakka í Þorgeirsfirði 27. júlí næstkomandi kl. 14.00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti þjónar og Petra Björk Pálsdóttir organisti í Laufásprestakalli stýrir söng.

Ekki verður hægt að fara landleiðina vegna snjóa. Skipið Húni sem og grenvíski báturinn Fengur ætla að sigla í Þorgeirfjörð og björgunarsveitir sigla með.  Nánar »