Fréttir

Stefnir á erlendan markað

Skrifað 24. júlí 2014 klukkan 13:23 | | Fréttir |
Fær innblástur í Nettó. Elí segir að einn dagur í vinnunni nýtist honum oft betur en heil fríhelgi í glímunni við skáldsögurnar.

Fær innblástur í Nettó. Elí segir að einn dagur í vinnunni nýtist honum oft betur en heil fríhelgi í glímunni við skáldsögurnar.

Elí Freysson, starfsmaður í Nettó á Glerártorgi, sendir nú í vikunni frá sér enn eina bókina. Hann er höfundur bókanna Meistari hinna blindu, Ógnarmáni og Kallið. Nýja bókin, Kistan, kemur út í dag en þar segir aftur frá Kötju og þeim átökum sem hún lendir í. Elí spjallaði um bókina við blaðamann Akureyri Vikublaðs.

Hvað einkennir þessa nýjustu bók þína, Elí? 

Nýjasta bókin fjallar aftur um unglingsstúlkuna Kötju. Í fyrri bókinni lærði hún á máttinn sem hún fékk í vöggugjöf og myrkraöflin sem henni ber að standa gegn. Hún er því komin á bragðið og inn í það hlutverk sem henni er eðlislægt en hún á enn ýmislegt ólært um heiminn og óvini sína. Í Kistunni leggja hún og lærimeistari hennar land undir fót og mæta bæði nýjum og gömlum óvinum. Katja kynnist þannig betur þeim langtíma átökum sem geisað hafa í gegnum aldirnar.“

Stóð síðasta bók undir sér? Þú gefur sjálfstætt út – ekki satt?

Jú, þetta er að standa undir sér, en ekki mikið meira en það. Íslenski markaðurinn er jú ansi lítill og maður þarf helst að komast erlendis. Þegar ég er búinn með bókina sem ég er að vinna í núna ætla ég einmitt að beina orku minni í að þýða Kallið yfir á ensku og gefa út rafrænt.“

Er skrifaþörfin óslökkvandi?

Já, það verður ekki annað sagt. Ég hætti ekki nokkurn tímann og er alltaf jafn hissa þegar fólk spyr hvort nýjasta bókin verði sú síðasta. Ég sé ekki fyrir endann á þessari seríu, og er auk þess með hugmyndir að mörgum öðrum. Það tekur svo langan tíma að skrifa eina bók að hugmyndirnar alveg hreint hrúgast upp í millitíðinni. Ég vona bara að ég nái að minnka staflann áður en ég fell frá.“

Hvaðan færðu innblástur? Úr Nettó?!

Það má eiginlega segja það, já. Hugurinn er hvað virkastur þegar ég er að vinna og það er fullkominn tími til að leysa hnúta í sögu eða fínpússa hugmyndir. Oft kem ég meiru í verk í skriftunum á einum vinnudegi en yfir heila helgi.

Akureyri vikublað 17. júlí 2014

Nánar »


Messað í Þorgeirsfirði

Skrifað 24. júlí 2014 klukkan 13:12 | | Fréttir |

Messað verður á Þönglabakka í Þorgeirsfirði 27. júlí næstkomandi kl. 14.00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti þjónar og Petra Björk Pálsdóttir organisti í Laufásprestakalli stýrir söng.

Ekki verður hægt að fara landleiðina vegna snjóa. Skipið Húni sem og grenvíski báturinn Fengur ætla að sigla í Þorgeirfjörð og björgunarsveitir sigla með.  Nánar »


Karl Frímannsson ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

Skrifað 24. júlí 2014 klukkan 08:26 | | Fréttir, Stjórnmál |
Mynd: www.esveit.is

Mynd: www.esveit.is

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 21. júlí var samþykkt að ráða Karl Frímannsson í starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar frá 1. ágúst n.k. þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins.

Karl hefur langa og farsæla reynslu af stjórnun í opinberum rekstri. Hann var skólastjóri Hrafnagilsskóla í 13 ár og undir hans stjórn hlaut skólinn Íslensku menntaverðlaunin árið 2007.   Nánar »


Alþjóðlegt skapandi samstarfsverkefni á Siglufirði

Skrifað 23. júlí 2014 klukkan 22:58 | | Fréttir |

?????????????Verkefnið Reitir býður árlega 25 einstaklingum viðsvegar að úr heiminum til Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju. Reitir byggja á þeirri hugmynd að með því að blanda saman starfsgreinum úr mörgum áttum nýtist fjölbreytt reynsla þátttakenda sem grunnur að nýstárlegum verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð.  Nánar »


Lof og Last vikunnar

Skrifað 23. júlí 2014 klukkan 13:00 | | Fréttir |

Lof og Last vikunnarLOF fær drengur, starfsmaður, á Kaffi Torg á Glerártorgi, segir Akureyringur sem sendi blaðinu bréf. Þar segir að starfsmaðurinn hafi sýnt einstaka þjónustulund, verið kurteis, hjálpsamur og veitt frábæra þjónustu.  Nánar »


Skútustaðagígar úr hættu

Skrifað 23. júlí 2014 klukkan 12:15 | | Fréttir |

GigarUmhverfisstofnun gefur árlega út skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Á tveggja ára fresti er gefinn út svokallaður „rauður listi“ sem byggður er á ástandsskýrslunni. Eitt af markmiðum rauða listans er að forgangsraða kröftum og fjármunum til verndunar. Svæðin á listanum flokkast annars vegar á rauðan lista, en þar eru þau svæði sem eru undir miklu álagi sem bregðast þarf við strax. Hins vegar eru á appelsínugulum lista þau svæði sem eru undir töluverðu álagi og fylgjast þarf vel með og bregðast við eftir atvikum.  Nánar »


Flugeldasýningin á sínum stað

Skrifað 23. júlí 2014 klukkan 10:07 | | Fréttir |

EinMedOlluSenn líður líður að einni stærstu helgi ársins í verslun og þjónustu. Hátíðin “Ein með öllu” verður haldin á Akureyri að venju og verður með hefðbundnu sniði að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar viðburðastjóra.

Að því sögðu þá hefur dagskráin sjaldan eða aldrei verið glæsilegri enda landslið listamanna á svæðinu að skemmta gestum og gangandi,“ segir Davíð.

Sú nýbreytni var tekin upp á síðasta ári að hvetja Akureyringa til að skreyta bæinn með rauðu. „Það er okkar hlutverk að draga vagninn að þessu leyti og ég hvet alla sem hafa starfsemi á Akureyri til að skreyta sín húsakynni með rauðum lit. Hér eru engin takmörk , en hægt er að nota útstillingargluggana, klæða starfsfólkið í rautt , eða skreyta fyrir utan með rauðum borðum , nota ljósastaura eða annað tilfallandi.

Það eru Vinir Akureyrar sem er áhugamannafélag hagsmunaaðila í verslun og ferðaþjónustu sem standa að hátíðinni í samvinnu við Akureyrarstofu.

Við erum afar stolt af því að halda raunverulega fjölskylduhátið sem er í sátt við íbúa og umhverfið á Akureyri. Við notum sömu hugmyndafræði þessa verslunarmannahelgi og undanfarin ár, yfirbragðið er vinalegt og við teljum frekar bros en fólk.

Af föstum dagskrárliðum má nefna:

Kirkjutröppuhlaupið, Óskalagatónleika í Akureyrarkirkju, góðgerðaruppboð á Muffins í Lystigarðinum (Mömmur og Muffins), hið eina sanna 80´s ball (Dynheimaball), Ævintýraland að Hömrum, siglingar á pollinum, FIMMTUDAGSFÍLING , Pál Óskar,  Einar Mikael töframann, Óskalagatónleika, Íslandsmeistaramótið í sandspyrnu , Eyþór Inga, mótorhjólasafnið , Ævintýraland á Hömrum,  Markaðs – og  matartorg   á   Ráðhústorgi Mömmur og möffins,  Leikhópinn Lottu, Söngkeppni unga fólksins,  Óskar Pétursson, Hvanndalsbræður , Ingó veðurguð, Siglingu med Húna, flugeldasýning u og Tívolí.

Fastlega má reikna með fleiri þúsundum gesta á hvern viðburð og á lokatónleikana og flugeldasýningu á sunnudagskvöldinu hafa undanfarin ár verið á milli 10 og 20 þúsund gestir skv. Talningu lögreglu.

Akureyri vikublað 17. júlí 2014


Hjólahelgi Hjólreiðafélags Akureyrar (MYNDAVEISLA)

Skrifað 22. júlí 2014 klukkan 20:14 | | Fréttir, Íþróttir |

IMG_4678Hjólahelgi Hjólreiðafélags Akureyrar fór fram daganna 18. og 19. júlí þar sem efnt var til keppni í þremur hjólakeppnum.  Á föstudeginum fór fram Gangamótið Sigló-Akureyri.  Lagt var af stað utan við Siglufjörð og hjólað til Akureyrar.  Hjólað var í gegnum Strákagöng, Héðinsfjarðargöng 1, Héðinsfjörð, Héðinsfjarðargöng II, Ólafsfjörð, Ólafsfjarðargöng, Ólafsfjarðarmúla, Dalvík, inn Eyjafjörð um Ársskógsströnd og uppá þjóðveg 1 og þaðan til Akureyrar alls 75 kílómetrar.  Nánar »


Hræðast aukið frelsi

Skrifað 22. júlí 2014 klukkan 08:36 | | Fréttir |

Aukid frelsiMargir íbúar á landsbyggðini hafa blandað sér opinberlega í umræðu um hvort það yrði til hagsbóta ef Alþingi samþykkti frumvarp sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram og miðar að því að sala alls áfengis fari fram í almennum verslunum og búðir ÁTVR verði lagðar niður.  Nánar »


Höfðað til skynsemi gesta í ljósi stöðu náttúrunnar

Skrifað 21. júlí 2014 klukkan 23:48 | | Fréttir |
Við Leirhnjúk

Við Leirhnjúk

Yfirlýsing frá stjórn Landeigenda Reykjahlíðar ehf. 21. júli 2014.

Gjaldheimtu á vegum Landeigenda Reykjahlíðar ehf. við hveri austan Námafjalls og við Leirhnjúk í Mývatnssveit var hætt um hádegisbil í dag eftir að lögð var fram tilskilin trygging vegna lögbanns sem sýslumaðurinn á Húsavík samþykkti í síðustu viku.

Þessi niðurstaða er bæði íslenskri náttúru og ferðaþjónustu landsmanna í óhag og því óskynsamleg. Við hana verður ekki unað til lengdar, það mun koma betur og betur í ljós strax í sumar.  Nánar »


ÓKEYPIS KAMMERVEISLA Í HOFI

Skrifað 21. júlí 2014 klukkan 15:00 | | Fréttir, Menning, Tónlist |

Hof 1Laugardaginn 26. júlí er von á virtum tónlistarmönnum í Hof sem sigla til Akureyrar með skemmtiferðaskipi á vegum ferðaskrifstofunnar Kikrer Holidays. Tónlistarmennirnir skemmta farþegum um borð í skipinu en á Akureyri bregða þeir sér í land og halda tónleika í Hömrum í Hofi.

Tónleikarnir hefjast kl. 18:00 og er aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. Meðal flytjenda eru Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Adam Walker flautuleikari og fyrsta flauta í Sinfóníuhljómsveit Lundúna, sellóleikarinn Alasdair Tair sem lék áður með Balcea Kvartettinum og píanóleikarinn Carole Presland.  Nánar »


Hannyrðasýning á Norðvesturlandi

Skrifað 21. júlí 2014 klukkan 11:25 | | Fréttir |
Ein úr vefnaðarherbergi Sigríðar, rúmteppi sem hún heklaði ásamt mottu sem hún óf.

Ein úr vefnaðarherbergi Sigríðar, rúmteppi sem hún heklaði ásamt mottu sem hún óf.

Efnt hefur verið til sýningar á verkum Sigríður Ólafsdóttur  heima í Ártúnum á Blönduósi dagana 19. júlí til 4. ágúst. Börn Sigríðar standa fyrir þessari sýningu í tilefni af níræðisafmæli hennar.

Húsmóðirin í Ártúnum fór ung að fást við hannyrðir, nam einn vetur í kvennaskóla þar sem vefnaður og saumar voru sett í öndvegi og tók síðan aftur til óspilltra málanna þegar börn hennar uxu úr grasi og ný kynslóð kom að búskapnum. Nánar »


Þór og Keflavík skildu jöfn

Skrifað 20. júlí 2014 klukkan 22:23 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

THTR24011Þór tók á móti Keflavík í Pepsí-deild karla í knattspyrnu í leik sem fram fór á Þórsvelli fyrr í dag. Gestirnir byrjuðu betur en Þórsarar náðu smá saman að koma sér í takt við leikinn.  Þórsarar urðu fyrir áfalli á 67. mínútu þegar Inga Frey Hilmarssyni fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og var vikið af velli. Heimamenn léku því einum færri síðustu 23. mínúturnar. Undir lok leiksins fengu gestirnir gullið tækifæri til að stela sigrinum þegar þeir fengu vítaspyrnu. Sandor Matus er jú þekktur vítabani gerði sér lítið og varði gott víti Harðar og kom í veg fyrir að gestirnir færu með öll stigin úr leiknum og 0-0 jafntefli staðreynd.

Bendum fólki á fjölmargar myndir sem Þórir Tryggason tók á leiknum og  má sjá í fréttinni hér að neðan

MYNDIR


Þór tekur á móti Keflavík í dag á Þórsvelli kl. 17:00

Skrifað 20. júlí 2014 klukkan 13:18 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

THTR1299Þórsarar taka á móti Keflvíkingum í 12. umferð Pepsi deildar karla í dag. Heimamenn í Þór sitja á botni deildarinnar með 8 stig, þrátt fyrir frábæran 2 ­ 0 sigur gegn íslandsmeisturum KR í síðustu umferð. Keflvíkingar hafa komið á óvart í sumar og sitja í 5.sæti með 16 stig.  Nánar »


The Simple Life!

Skrifað 20. júlí 2014 klukkan 10:24 | | Almennt, Fréttir, Pistlar |
Michael Clarke

Michael Clarke

The english corner with Michael Clarke:

Getting away from it all! The joys of the camping out!  Sleeping rough! Never mind the weather!  Not a care in the world!  You stretch out your arms to the sky and ladle up water from a babbling brook to heat up your morning coffee on the log fire. Not a soul in sight.  Just you and nature. Trout and salmon leap over the waterfall, and soon you will be dragging your dinner on to the grassy banks.  Nánar »