Fréttir

Búið að opna í Hlíðarfjalli

Skrifað 20. apríl 2014 klukkan 14:52 | | Fréttir |

HlidarfjallRétt er að vekja athygli á því að búið er að opna Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og verður það opið í dag, páskadag til klukkan 17:00


Opið í Skautahöllinni á Akureyri í dag

Skrifað 20. apríl 2014 klukkan 11:43 | | Fréttir |

SkautahöllinÆtlunin var að lokað yrði í Skautahöllinni á Akureyri í dag, páskadag, en þar sem nú virðist sem skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði að mestu lokað þriðja daginn í röð vegna veðurs vill Skautafélag Akureyrar bregðast við og hafa opið í dag kl. 12-16. Jafnframt verður opið á morgun, annan páskadag, eins og ætlunin var, kl. 13-16.

Það verður að viðurkennast að sólarlaust er á svellinu – en á móti kemur að þar er blankalogn og litlar líkur á úrkomu.


Viðtal við Njál Trausta Friðbertsson formann Hjartans í Vatnsmýrinni.

Skrifað 19. apríl 2014 klukkan 18:59 | | Fréttir |

Njáll Trausti Friðbertsson VefurFlugumferðarstjórinn Njáll Trausti Friðbertsson, sem er jafnframt Formaður Hjartans í Vatnsmýrinni hefur verið einn ötulasti baráttumaður þess að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verði þar áfram. Hann fór af stað með undirskriftarsöfnun á netinu og sem stendur hafa 69.779 manns skrifað undir áskorun þess efnis að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Nánar »


Hvað næst – Akureyri / KA / Þór?

Skrifað 18. apríl 2014 klukkan 19:18 | | Fréttir, Íþróttir |

Akureyri_Thor_KAÞorleifur Ananíasson skrifar.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að boltaíþróttir á Akureyri hafa ekki verið uppá marga fiska undanfarin ár.  Stóru greinarnar þrjár, fótbolti, handbolti og karfa hafa allar séð betri tíma og tilraunir til úrbóta hafa ekki virkað ef frá er talinn árangur kvennaliða í knattspyrnu og handbolta. En hverju veldur og hvað er til ráða þannig að Akureyringar eignist lið í fremstu röð í karlaflokki? Nánar »


Endhaf, sýning listnema við VMA

Skrifað 17. apríl 2014 klukkan 19:33 | | Fréttir, Menning, Sýningar |

EndhafListnemar við Verkmenntaskóla Akureyrar efna til sýningar á lokaverkefnum. Sýningin, nefnd Endhaf opnar þann 25. apríl kl 20:00 í Boxinu, sal myndlistarfélagsins við Kaupvangsstræti 10. Okkur er sönn ánægja að bjóða alla hjartanlega velkomna. Átján nemendur afhjúpa uppskeru vorannar 2014 og því er rík ástæða til að sækja fjölþætta sýninguna. Textíl- og myndlistarkjörsvið deila rými, meðal annars fyrir innsetningu, sjónlistir og fatahönnun.

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 26. apríl og sunnudaginn 27. apríl frá 13:00 til 16:00.


Fíkniefni haldlögð á Akureyri, vímu og ölvunarakstrar

Skrifað 17. apríl 2014 klukkan 19:20 | | Fréttir |
Lögreglustöðin á Akureyri. mynd:Akureyri.net

Lögreglustöðin á Akureyri. mynd:Akureyri.net

Síðdegis í gær handtók lögreglan á Akureyri karl og konu á þrítugsaldri vegna gruns um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Framkvæmd var húsleit á heimili þeirra þar sem hald var lagt á um 50 grömm af amfetamíni, 30 grömm af maríhúana, tæki og tól til fíkniefnaneyslu og nokkurt magn lyfseðilsskyldra lyfja. Voru þau látin laus að loknum yfirheyrslum. Málið er í rannsókn. Nánar »


Þór komið í undanúrslit Lengjubikars eftir sigur á Keflavík.

Skrifað 16. apríl 2014 klukkan 22:42 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

KiddiGegnKEFÞórsarar mættu Keflvíkingum í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla í kvöld. Leikurinn í kvöld var mikil skemmtun.

Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tveggja mínútna leik og voru það gestirnir sem gerðu það. Elías Már Ómarsson fékk þá boltann fyrir utan teig og skoraði með fínu skoti. Það var eins og heimamenn væru enn ekki mættir til leiks því að gestirnir bættu við öðru marki sínu eftir aðeins 6 mínútna leik og var þar að verki Hörður Sveinsson.  Nánar »


FRÉTTATILKYNNING FRÁ LEIKFÉLAGI AKUREYRAR

Skrifað 16. apríl 2014 klukkan 21:36 | | Fréttir |

SamkomuhusidTalsvert hefur verið rætt og ritað  um slæma stöðu leikfélags Akureyrar undanfarna daga og í dag sendi stjórn Leikfélagsins frá sér svohljóðandi fréttatilkynningu.

Leikfélag Akureyrar er um þessar mundir að ljúka leikári sem hefur einkennst af jákvæðum viðtökum, aukinni aðsókn og auknum miðasölutekjum. Áður hefur þó komið fram að opinber framlög til LA, sem eru raunverulegur rekstrargrundvöllur félagsins, eru að krónutölu þau sömu og árið 2004, eða fyrir tíu árum síðan. Að mati stjórnar og stjórnenda Leikfélags Akureyrar er því ljóst að ekki er hægt að halda úti starfsemi leikfélagsins nema til komi leiðrétting á opinberum framlögum. Nánar »


Hængsmótið 2014 fór fram um síðustu helgi.

Skrifað 16. apríl 2014 klukkan 08:58 | | Fréttir, Íþróttir |

Haengsmotid 2014 3Daganna 11. og 12. apríl fór fram hið árlega Hængsmót sem Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri stendur fyrir og var þetta mót haldið í þrítugasta og annað sinn. Mótið var haldið í íþróttahöllinni. Keppt var í fjölmörgum flokkum á mótinu og gekk allt mótshaldið eins og best verður á kosið. Nánar »


Tryggingamiðstöðin og Höldur framlengja samstarf við ÞórKA

Skrifað 15. apríl 2014 klukkan 23:23 | | Fótbolti, Fréttir, Íþróttir |

ThorKA_TM_HoldurÍ dag undirrituðu fulltrúar Tryggingamiðstöðvarinnar og Höldurs annars vegar og hins vegar fulltrúi knattspyrnudeildar Þórs nýja samstarfssamninga sem eru í raun framlenging á fyrri samningum.
Bæði þessi fyrirtæki hafa verið dyggir samstarfsaðilar ÞórKA undanfarin ár. Það þarf í raun ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir félög að eiga slíka bakhjarla. Það kostar mikla fjármuni að halda úti öflugu íþróttastarfi og til þess að halda úti og eiga lið í fremstu röð líkt og ÞórKA hefur verið til margra ára skiptir svona stuðningur öllu máli.  Nánar »


Páskalundi í Grímsey

Skrifað 15. apríl 2014 klukkan 20:42 | | Fréttir |
Mynd: Ragnar Hólm

Mynd: Ragnar Hólm

Lundinn er nú farinn að sækja heim að varpslóðum í Grímsey eftir vetrardvölina, en þar eru einar af stærstu lundabyggðum Íslands. Hann fór að sjást við Grímsey þann 28. mars, einum degi fyrr en vanalega. Lundinn heldur sig fyrst um sinn úti á sjó en leitar síðan upp á eyjuna eftir miðjan apríl.

Í Færeyjum og í Norður Noregi kemur lundinn á land um miðjan apríl og er 14. apríl kallaður “Lundkommardagen” eða Lundakomudagurinn. Í Grímsey er lundinn hins vegar fyrr á ferðinni.

Þeir sem leggja leið sína til Grímseyjar um páskana gætu því séð fyrstu lundana sem koma að landi en Norlandair flýgur frá Akureyri til Grímseyjar 16., 18., 21. og 22. apríl, auk þess sem Sæfari siglir frá Dalvík 16. apríl og 23. apríl (ekki er siglt á hátíðisdögum um páskana).

Í Grímsey verður boðið upp á morðgátuleik á laugardagskvöldið og á páskadag stendur kvenfélagið í eyjunni fyrir veglegu kökuhlaðborði og rennur ágóðinn af veitingasölunni til góðra málefna í eyjunni.

Frétt af www.akureyri.is


UMSÓKNARFRESTUR Í VINNUSKÓLANN

Skrifað 15. apríl 2014 klukkan 20:34 | | Fréttir |

AkureyriAthygli er vakin á því að nú er verið að taka við umsóknum í Vinnuskólann og er umsóknarfrestur til og með 2. maí 2014. Í Vinnuskólanum starfa 14-16 ára unglingar. 14 og 15 ára unglingar eru í vinnuhópum sem starfa um bæinn á starfsstöðvum í sínum hverfisskóla. Hóparnir hafa aðstöðu í grunnskólum bæjarins fyrir verkfæri. Vinna 16 ára unglinga fer fram hjá stofnunum og félögum Akureyrar og felst að mestu í gróðurumhirðu. Nánar »


Myndasyrpa úr sigurleik Akureyrar gegn HK

Skrifað 15. apríl 2014 klukkan 08:47 | | Fréttir, Handbolti, Íþróttir |

Akureyri HKMeðfylgjandi er myndasyrpa sem ljósmyndarinn knái Þórir Tryggvason tók í sigurleik Akureyrar gegn HK í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta sem fram fór í gærkvöld. Sigur Akureyrar sem og sigur FH gegn ÍR á sama tíma gerðu það að verkum að það verða ÍR ingar sem þurfa spila umspilsleiki um sæti í efstu deild en ekki Akureyri. Nánar »


Samstarfið við Eirík Björn bæjarstjóra hefur gengið vel segir Logi Már

Skrifað 14. apríl 2014 klukkan 23:19 | | Fréttir, Stjórnmál |

Logi EinarssonNokkur umræða hefur verið í bænum um hvort bæjarbúar  kjósi fremur ópólitískan bæjarstjóra en pólitískan. Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar sagði í dag þegar hann var spurður um afstöðu Samfylkingarinnar að þar á bæ gengi enginn með bæjarstjóra í maganum. ,,Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að ráða góðan einstakling til verksins. Samstarfið við Eirík Björn hefur verið prýðilegt og því kæmi hann vel til greina“ sagði Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar. Nánar »


MAMMÚTAR ÍSLANDSMEISTARAR Í KRULLU 2014 (Myndasyrpa)

Skrifað 14. apríl 2014 klukkan 22:48 | | Fréttir, Íþróttir |

Krulla 2014Mammútar urðu um helgina Íslandsmeistarar í krullu í fimmta sinn, en þetta er í þrettánda sinn sem keppt er um titilinn.

Í úrslitaleiknum áttust við Garpar, sem urðu á dögunum deildarmeistarar, og Mammútar sem urðu í öðru sæti deildarkeppninnar. Leikur liðanna var nokkuð sveiflukenndur, en þó spennandi og jafn þegar upp var staðið. Garpar náðu þriggja stiga forystu í fyrstu umferð, en Mammútar svöruðu með fjórum stigum í annarri umferð. Garpar jöfnuðu í 4-4, en Mammútar komust í 5-4 og stálu svo tveimur stigum í fimmtu umferðinni, staðan orðin 7-4 þegar aðeins þrjár umferðir voru eftir. En Garpar náðu að snúa því við, skoruðu fjögur stig í sjöttu umferðinni og eiginlega með pálmann í höndunum því Mammútum tókst aðeins að skora eitt í næstsíðustu umferðinni og jafna leikinn í 8-8. Garpar höfðu því síðasta stein í lokaumferðinni, en það dugði þeim hins vegar ekki. Mammútar stálu aftur tveimur stigum og sigruðu. Lokatölur urðu 10-8, Mammútum í vil. Nánar »Fréttir