Fréttir eftir þennnan höfund

Papparassar sitja fyrir Tom Cruise

Skrifað 21. júní 2012 klukkan 14:04 | | Fréttir |

Ljósmyndarar sátu fyrir Tom Cruise í hádeginu þegar hann hélt til vinnu frá Hrafnabjörgum í Vaðlaheiði á þyrlu Norðurflugs. Töluverð umferð hefur verið yfir í heiði að sögn öryggisvarða aðallega fólk sem lifir í voninni að sjá goðinu bregða fyrir, sögusagnir um að eiginkona hans Katie Holmes og dóttir séu fyrir norðan eru rangar þar sem þær flugu til Bandaríkjanna á mánudaginn þegar Tom hélt norður til vinnu.


Tom Cruise lentur á Hrafnabjörgum

Skrifað 18. júní 2012 klukkan 17:51 | | Fréttir | 1 athugasemd |

Kvikmyndastjarnan Tom Cruise kom núna rétt fyrir stundu á þyrlu og lenti við Hrafnabjörg í Vaðlaheiði. En eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er leikarinn staddur hér á landi við tökur á kvikmynd sinni Oblivion og mun hann dvelja í Hrafnabjörgum á meðan tökur fara fram á Íslandi eða í um tvær vikur. Tökuliðið kom flest til Akureyrar með fokker flugvélum fyrir hádegi í dag og ók rakleiðis í Hrossaborg í Mývatnssveit þar sem tökur hófust í dag.

Þyrla Norðurflugs sem flytur Tom Cruise lent við Hrafnabjörg


Ók á bílskúr eftir framúrakstur

Skrifað 15. mars 2011 klukkan 15:15 | | Fréttir | 4 athugasemdir |

TOTI9719_KL_Ungur ökumaður ók á bílskúr við Hafnarstræti 18B á Akureyri. Drengurinn var að taka framúr bíl á gatnamótunum á móts við Örkina hans Nóa og Siglingaklúbbinn Nökkva þegar hann svo sveigir aftur yfir á hægri akgrein missir hann stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fer út af veginum og endar á bílskúr og girðingu við Hafnarstræti 18b. Drenginn sakaði ekki en var fluttur á FSA til skoðunar en bíllinn er mikið skemmdur.

Nánar »


Andrésarandarleikarnir settir í kvöld

Skrifað 22. apríl 2009 klukkan 13:50 | | Íþróttir, Skíði |

andresar_anda_leikar

Í kvöld, miðvikudaginn 22. apríl, verða Andrésarandarleikarnir settir í Íþróttahöllinni á Akureyri í 34. sinn við hátíðlega athöfn sem hefst kl. 20.30. Skrúðganga fer frá KA-heimilinu kl. 20.00. Alls eru 792 keppendur eru skráðir til leiks, 102 í skíðagöngu og 690 í alpagreinum. Karl Frímannsson skólastjóri Hrafnagilsskóla fer með andakt. Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri mun setja leikana og Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson 12 ára göngumaður frá Akureyri mun tendra eldinn.


Græni Hatturinn

Skrifað 10. apríl 2009 klukkan 04:28 | | Næturlíf, Viðburðir |

Uppselt í gær og uppselt í fyrradag. Enn eru eftir miðar á tónleika Guðrúnar Gunnarsdóttur í kvöld föstudaginn langa og eingöngu seldir við dyrnar þar sem Eymundsson er lokað í dag.
Svo eru það Mannakorn á laugardagskvöld og Hundur í Óskilum á sunnudagskvöld. Húsið opnað kl.20.00 öll kvöldin og tónleikar hefjast kl.21.00


1000 tonn af snjó í Gilinu

Skrifað 10. apríl 2009 klukkan 03:57 | | Fréttir |
Þúsund tonnum af snjó var mokað í Gilið

Þúsund tonnum af snjó var mokað í Gilið

Í dag var verið að keyra snjó í Gilið fyrir samhliðasvig sem fram fer þar í kvöld kl.19:30. Finnur Aðalbjörnsson sagði að það væri þegar búið að keyra um 1000 tonn af snjó í Gilið og þeir væru enn að. Kristinn Svanbergsson hjá Íþróttaráði sýndi ótrúlega takta á snjótroðaranum við gerð brautarinnar.


Akureyskir fjallagarpar sýna ljósmyndir í Rósenborg

Skrifað 30. mars 2009 klukkan 05:06 | | Fréttir |

Síðastliðið haust lagði hópur fjallagarpa í göngu á fjallið Shivling í Himalaya fjallagarðinum. Meðal þeirra voru fimm meðlimir úr Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri. Næstkomandi þriðjudag gefst Akureyringum kostur á að skoða ljósmyndir leiðangursmanna á sýningu í Húsinu.


Allt að gerast á græna Hattinum

Skrifað 25. mars 2009 klukkan 12:30 | | Næturlíf |

„Killer Queen" Er nafn hljómsveitar sem var sett á laggirnar fyrir skemmstu til þess eins að flytja lög hljómsveitarinnar ástsælu Queen.
Sveitina skipa Magni Ásgeirsson söngur, Thiago Trinsi gítar, Sumarliði Helgason bassi og raddir, Valur Halldórsson trommur og raddir og Valmar Valjots hljómborð og raddir.
Hljómsveitin heldur tónleika á Græna Hattinum fimmtudagskvöldið 26. mars kl.21.00  og föstudagskvöldið 27. kl.22.00 Húsið opnar klst. fyrir tónleikana.
Forsala er hafin í Eymundsson Hafnarstræti og er miðaverð kr.2000

Hljómsveitin Hjálmar hefur ekki látið mikið á sér bera að undanförnu. Sveitin er þó í fantaformi þessa dagana og hefur verið á kafi í upptökum á sinni fjórðu breiðskífu síðustu vikurnar. Undanfarið hefur hljómað á öldum ljósvakans útfærsla þeirra af laginu „Who the Cap Fit" eða „Heyrist hverjum" sem Bob Marley gerði frægt um árið en það lag mun einmitt prýða nýju breiðskífuna.

Upptökur hafa gengið vel en í maí heldur hljómsveitin til vöggu reggítónlistarinnar, Jamaíka, til að leggja lokahönd á verkið. Þar munu einnig ýmsir góðir innfæddir tónlistarmenn leggja strákunum lið og setja svip sinn á plötuna.

Laugardaginn næsta, þann 28. mars, mun sveitin bregða sér norður í land til að leika á tónleikum á Græna hattinum á Akureyri. Sá staður hefur orðið eins konar heimavöllur Hjálmanna á Norðurlandi og því líklegt að þar verði rífandi stemmning. Á tónleikunum munu lög af nýju plötunni skipa veglegan sess og því ættu aðdáendur sveitarinnar ekki að láta sig vanta.

Tónleikarnir hefjast kl.22.00 og húsið opnar kl.21.00 Forsala er hafin í Eymundsson Hafnarstræti og miðaverð er kr.2000

Þess má geta að hljómsveitin vígir eitt þekktasta hljóðfæri íslenskrar poppsögu sem er Hammond C3 orgel sem var í eigu Karls heitins Sighvatssonar en Græni Hatturinn hefur eignast gripinn.

Góða skemmtun og velkomin á Græna Hattinn Haukur Tryggvason.


Eldur í íbúð við Keilusíðu

Skrifað 25. mars 2009 klukkan 02:03 | | Fréttir |

Reykskynjari vakti íbúana að keilusíðu 9 sem forðuðu sér út hið snarasta og gerðu slökkviliðinu á Akureyri viðvart um eldinn. Eldurinn kom upp í mannlausri íbúð og gekk skökkvistarf vel. Ekki voru miklar skemmdir nema í þessari íbúð þar sem útbreiðsla eldsinns var takmörkuð við sófa og sjónvarp og náði reykurinn ekki í aðrar íbúðir í húsinu.


Fótbolti: Þór og KA gerðu jafntefli

Skrifað 24. mars 2009 klukkan 12:58 | | Íþróttir |

Í gærkvöld áttust Þór og KA við í Lengjubikarnum í knattspyrnu og fór sá leikur fram í Boganum. KA komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Dean Martin. Þórsarar komu sterkir til leiks í síðar hálfleik og uppskáru jöfnunarmark frá Jóhanni Helga Hannessyni. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli því staðreynd. Eftir leikinn eru Þórsarar með 4 stig í riðlinum en KA með 1stig.
Meira um leikinn á http://www.thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=3756


Landsvirkjun styður áfram við Háskólann á Akureyri

Skrifað 24. mars 2009 klukkan 10:01 | | Fréttir |

Háskólinn á Akureyri og Landsvirkjun hafa undirritað samstarfssamning um rannsóknir. Samningurinn er framlenging á fyrri samningi sem var upprunalega gerður í apríl 2001 og framlengdur 2007. Markmið samningsins er að efla grunnrannsóknir á þeim fagsviðum er tengjast rannsóknum og nýtingu á orkulindum landsins og áhrifum hennar á samfélag og umhverfi. Það verður gert með því að styrkja kennslu og rannsóknir við Háskólann á Akureyri. Árlegt framlag Landsvirkjunar til háskólans nemur einu stöðugildi prófessors og á móti kemur árlegt vinnuframlag sérfræðinga Háskólans við rannsóknarverkefni og sérfræðistörf fyrir Landsvirkjun.
 
Meðal verkefna sem sérfræðingar Háskólans á Akureyri hafa unnið að undanfarið og munu vinna á næstunni í tengslum við samninginn eru:
• Gerð áhættumats fyrir Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda fyrirtækisins á háhitasvæðunum á norðausturlandi undir stjórn Axels Björnssonar prófessors.
• Úttekt á grunnvatni og afrennsli grunnvatns frá Þeistareykjum og Gjástykki undir stjórn Hrefnu Kristmannsdóttur prófessors. Sú úttekt verður liður í almennu umhverfismati vegna fyrirhugaðra virkjana.
Áformuð eru frekari samstarfsverkefni í tengslum við virkjun háhitasvæðanna á norðausturlandi.


Nýr ritstjóri Akureyri.net

Skrifað 23. mars 2009 klukkan 11:51 | | Fréttir |

Örlygur Hnefill Örlygsson hefur verið ráðinn ritstjóri Akureyri.net og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Vefurinn hefur verið í lægð undanfarna mánuði eftir að Helgi Már Barðason fyrrum ritstjóri lét af störfum á haustdögum 2008. En nú er blásið til sóknar með ráðningu nýs ritstjóra. Örlygur hefur starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu og vann einnig um skeið fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Lesendur Akureyri.net geta búist við nokkrum breytingum á síðunni á næstu vikum. Meðal nýrra liða sem brátt munu líta dagsins ljós eru myndskeið með staðbundnum fréttum frá Akureyri. Þá er stefnan að opna umræðuvef á haustmánuðum þar sem bæjarbúar geta skipst á skoðunum um málefni líðandi stundar. Um leið og við þökkum fráfarandi ritstjóra, Helga Má Barðasyni fyrir vel unnin störf undan farin ár, viljum við bjóða nýjan ritstjóra velkominn til starfa.


Nýr ritstjóri Akureyri.net

Skrifað 23. mars 2009 klukkan 11:47 | | Fréttir |

Örlygur Hnefill Örlygsson hefur verið ráðinn ritstjóri Akureyri.net og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Örlygur hefur starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu og vann einnig um skeið fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Lesendur Akureyri.net geta búist við nokkrum breytingum á síðunni á næstu vikum. Meðal nýrra liða sem brátt munu líta dagsins ljós eru myndskeið með staðbundnum fréttum frá Akureyri. Þá er stefnan að opna umræðuvef á haustmánuðum þar sem bæjarbúar geta skipst á skoðunum um málefni líðandi stundar. Um leið og við þökkum fráfarandi ritstjóra, Helga Má Barðasyni fyrir vel unnin störf, viljum við bjóða nýjan ritstjóra velkominn til starfa.


Kristján Þór býður sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins

Skrifað 23. mars 2009 klukkan 11:24 | | Fréttir |

Kristján Þór Júlíusson tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann myndi bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.

Kristján sgði á fundinum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar þegar stefna hans hefur náð að flétta saman hagsmuni allra stétta, þéttbýlis og dreifbýlis sem og ólíkra aldurshópa. Því þarf forysta flokksins að endurspegla sem best þær ólíku aðstæður sem almenningur í landinu býr við.

Ég hef síðastliðin 25 ár eða þar til ég tók sæti á Alþingi fyrir tveimur árum, helgað starfskrafta mína uppbyggingu sveitarfélaga og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í því starfi skipti miklu að hafa trú á möguleikum hennar til að búa íbúunum góð lífsskilyrði. Ég tel að áratuga reynsla mín af því uppbyggingarstarfi, oft við erfiðar aðstæður, með íbúum og atvinnulífi, með fulltrúum annarra flokka, sé það sem íslensk þjóð og þar með Sjálfstæðisflokkurinn þurfi á að halda í dag.

Ég hef aldrei fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati, en mér hefur ávallt verið treyst fyrir ábyrgð og hef lagt mig fram um að standa undir henni. Stjórnmálamenn hafa undanfarna mánuði orðið fyrir mikilli og réttmætri gagnrýni almennings og vantraust hefur grafið um sig í þjóðfélaginu. Í kjölfarið hefur komið fram eðlileg krafa um ábyrgð og endurnýjun. Sjálfstæðisflokkurinn verður, eins og aðrir að læra af því sem aflaga fór og endurheimta það traust sem hann hefur ávallt notið hjá þjóðinni. Það mikla verkefni verður forysta Sjálfstæðisflokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga.

Ég er þess fullviss að störf mín að sveitarstjórnarmálum síðustu áratugi, sem í raun eru þverskurður landsmálanna og víðtæk reynsla af atvinnulífi Íslendinga til sjávar og sveita, nýtist í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku samfélagi og auki þá breidd og víðsýni sem þarf að einkenna forystusveit Sjálfstæðisflokksins.

Á þeim grunni er framboð mitt til formanns Sjálfstæðisflokksins byggt sagði Kristján að lokum.


Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi klár

Skrifað 23. mars 2009 klukkan 10:45 | | Fréttir |

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykki á fundi sínum þann 21. mars 2009  tillögu kjörnefndar um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu við alþingiskosningar sem fram eiga að fara þann 25. apríl nk. kosið var um 6 efstu sætin í prófkjöri þar sem Kristján Þór fékk afgerandi kostningu í fyrsta sætið.

Listann skipa eftirtaldir:

1. Kristján Þór Júlíusson alþingismaður Akureyri

2. Tryggvi Þór Herbertsson prófessor Reykjavík

3. Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður Seyðisfirði

4. Björn Ingimarsson hagfræðingur Þórshöfn

5. Anna Guðný Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Akureyri

6. Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri Eskifirði

7. Kristín Linda Jónsdóttir bóndi og ritstjóri Þingeyjarsveit

8. Elín Káradóttir framhaldsskólanemi Egilsstöðum

9. Gunnar Hnefill Örlygsson framhaldsskólanemi Húsavík

10. Sigurlaug Hanna Leifsdóttir búfræðingur og húsmóðir Eyjafjarðarsveit

11. Friðrik Sigurðsson bóksali Húsavík

12. Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir háskólanemi Siglufirði

13. Gunnar Ragnar Jónsson guðfræðinemi Reyðarfirði

14. Gísli Gunnar Oddgeirsson skipstjóri Grenivík

15. Kristín Ágústsdóttir landfræðingur Norðfirði

16. Steinþór Þorsteinsson háskólanemi Akureyri

17. Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi og fatahönnuður Egilsstöðum

18. Gunnlaugur J. Magnússon rafvirkjameistari Ólafsfirði

19. Anna Björg Björnsdóttir húsmóðir Akureyri

20. Helgi Ólafsson rafvirkjameistari Raufarhöfn