Háskólinn á Akureryri: Fyrirhuguðu verkfalli aflýst.

24.04.14 22:57 | | Skólar| Senda á Facebook |
Háskólinn á Akureryri: Fyrirhuguðu verkfalli aflýst.

Félag háskólakennara  á Akureyri og Háskólinn á Akureyri hafa komist að samkomulagi um gerð stofnanasamnings. Gert er ráð fyrir að skrifað verður undir aðalkjarasamning við fyrsta tækifæri og fyrirhuguðu verkfalli aflýst í kjölfar þess. Prófatíð verður því með eðlilegum hætti.


Ragnheiður Björk er bæjarlistamaður Akureyrar

24.04.14 21:08 | | Fréttir
Ragnheiður Björk er bæjarlistamaður Akureyrar

Á Vorkomu Akureyrarstofu sem haldin var í einmuna veðurblíðu á Akureyri í dag, var tilkynnt að Ragnheiður Björk Þórsdóttir myndlistarmaður hljóti 8 mánaða starfslaun listamanns á Akureyri 2014-2015. Ragnheiður Björk er í röð fremstu textíllistamanna landsins. Með list sinni leggur hún rækt við íslenskan menningararf bæði með rannsóknavinnu sinni og í sköpun nýrra vefmyndverka. Framlag ...

Sumargleði á sumardaginn fyrsta á Minjasafninu

23.04.14 22:26 | | Fréttir
Sumargleði á sumardaginn fyrsta á Minjasafninu

Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl verður sumrinu fagnað á Minjasafninu á Akureyri með gleði í hjarta. Börn frá 2-102 ára geta leikið við hvern sinn fingur, blásið burtu vetrinum með sápukúlum, leikið sér í búleik við Nonnahús eða tekið þátt í margvíslegum útileikjum og föndrað fyrir lífstíð. Svo ekki sé minnst á lummurnar og kakóið. ...

Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi leiðir lista Dögunar á Akureyri

23.04.14 09:17 | | Stjórnmál
Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi leiðir lista Dögunar á Akureyri

Fundur félagsmanna  í Dögun sem haldinn var í gær 22.apríl 2014 staðfesti ákvörðun um að bjóða fram til bæjarstjórnar á Akureyri 2014. Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi hefur tekið áskorun um að gefa kost á sér til að leiða lista Dögunar. Uppstillingarnefnd er að störfum  og er henni falið að leggja tillögu að skipan framboðslista fyrir félagsfund ...

Málstofa í heilbrigðisvísindum

23.04.14 08:53 | | Skólar
Málstofa í heilbrigðisvísindum

Málstofa í heilbrigðisvísindum: Nauðsynleg þekking og færni heilbrigðisstarfsfólks í sjúklingafræðslu einstaklinga með kransæðasjúkdóm verður í dag miðvikudaginn 23. Apríl kl.12:10-12:55 í stofu M101 í Sólborg. Þar mun Margrét Hrönn Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi við NTNU Þrándheimi flytja erindi.
Formleg þjálfun og menntun heilbrigðisstarfsfólks í fræðslu einstaklinga með kransæðasjúkdóm er fáheyrð og skortur er á rannsóknum sem ...

Kennslubók

Andrésar andaleikarnir verða settir á morgun.

22.04.14 20:00 | | Skíði
Andrésar andaleikarnir verða settir á morgun.

39. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 23.-26. apríl 2014.
Andrésarleikarnir eru stærsta skíðamót landsins með allt að 800 keppendum á aldrinum 6-15 ára ár hvert.  Þeim fylgja þjálfara, fararstjórar, foreldrar og  fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2500 manns sæki leikana.

Þór tapaði naumlega gegn Breiðablik (Umfjöllun, Myndir)

21.04.14 22:40 | | Íþróttir
Þór tapaði naumlega gegn Breiðablik (Umfjöllun, Myndir)

Þór og Breiðablik mættust í dag í Boganum í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna og var það góð byrjun í leiknum sem skóp sigur þeirra.
Þórsarar, sem hafa spilað vel á undirbúningstímabilinu, geta nagað sig í handabökin að hafa ekki byrjað leikinn almennilega því er þeir fóru að spila eins og ...

Glæsilegar myndir af togaranum Baldvin NC 100

21.04.14 21:45 | | Fréttir
Glæsilegar myndir af togaranum Baldvin NC 100

Meðfylgjandi myndir af togaranum Baldvin NC 100, sem er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union, tók Þórir Tryggvason þegar skipið kom til hafnar á Akureyri  föstudaginn langa. Skipið er nýkomið  úr lengingu en skipið var lengt um 14 metra.  Slippurinn á Akureyri mun  klára þær framkvæmdir sem eftir eru m.a. vinnu við ýmsan búnað ...

Þór og Breiðablik mætast í undanúrslitum í dag.

21.04.14 10:55 | | Íþróttir
Þór og Breiðablik mætast í undanúrslitum í dag.

Þór og Breiðablik mætast í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag í leik sem fram fer í Boganum. Sigurliðið mun mæta annað hvort FH eða KR sem eigast við í hinum undanúrslitaleiknum í dag. Breiðablik er núverandi deildarbikarmeistarar en Þór hefur aldrei spilað til úrslita í Lengjubikarnum. Þannig að Þórsarar geta brotið blað í ...

Myndavélar

Opið í Hlíðarfjalli í dag, annan páskadag

21.04.14 10:05 | | Fréttir

Búið að opna í Hlíðarfjalli

20.04.14 14:52 | | Fréttir

Opið í Skautahöllinni á Akureyri í dag

20.04.14 11:43 | | Fréttir

Viðtal við Njál Trausta Friðbertsson formann Hjartans í Vatnsmýrinni.

19.04.14 18:59 | | Fréttir

Hvað næst – Akureyri / KA / Þór?

18.04.14 19:18 | | Íþróttir

Endhaf, sýning listnema við VMA

17.04.14 19:33 | | Sýningar